Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 50

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 50
 „Ég vil að fólk sjái sannleikann… því án upplýsinga, getur al- menningur ekki tekið upplýstar ákvarðanir.“ Chelsea Manning BÓKIN SEM LAGÐI GRUNNINN AÐ 5:2-LÍFSSTÍLNUM 2. PRENTUN KOMIN! w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 www.lyfogheilsa.is 25% afsláttur af Solaray bætiefnum í mars. Bætiefni sem næringarþerapistar mæla með. TURMERIK - EIN Á DAG STEINEFNA BLANDA NAUÐSYNLEGAR OLÍUR MJÓLKURÞISTILL OG DANDELION Chelsea Manning heldur áfram að berjast fyrir tjáningarfrelsi úr fangelsi, sex árum eftir að hún ljóstr- aði upp um stríðsglæpi Bandaríkjahers í Írak. Hún hóf nýlega hormónameðferð í fangelsi og skrifar pistla úr fangelsinu um stöðu sína sem transkona í karlafangelsi. Á tíma lekans, sem kom Chelsea í fangelsi, starfaði hún sem forritari hersins í Bagdad. Hún var óham- ingjusöm í hernum, var transkona og gat ekki deilt þeirri vitneskju með félögum sínum þar. Í gegnum starfið komst Chelsea yfir skjöl og mynd- skeið sem sönnuðu pyntingar Banda- ríkjahers á fólki og morð þeirra á saklausum borgurum. Hún ákvað að bandaríska þjóðin ætti rétt á að vita hvað herinn væri að gera, og lak gögnunum til WikiLeaks. Um mánuði síðar trúði hún hakk- aranum Adrian Lamo fyrir að hún væri ábyrg fyrir lekanum, tíu dög- um síðar var hún handtekin og sett í einangrun. Þrátt fyrir að mannrétt- indasamtök krefðust þess að Mann- ing yrði látin laus og fjölmargir hafi hampað henni sem hetju fyrir að upplýsa almenning, var hún dæmd í 35 ára fangelsi. Gagnalekinn kom hernum illa, og oft hafa borist fréttir af illri meðferð á Manning í fangelsi og að hún hafi verið sett í óréttmæta einangrun. Chelsea hefur barist fyrir að fá að láta hár sitt vaxa og að verða flutt í kvenfangelsi, en því hefur ætíð verið hafnað. Í haust var Chelsea sögð hafa brot- ið reglur herfangelsisins með lestri bannaðs efnis og misnotkun lyfja. Lesefnið óæskilega var ævisaga Mal- ölu Yousafzai og tímarit með trans- konunni Caitlyn Jenner á forsíðunni. Lyfið var túpa af útrunnu tannkremi. Refsingin sem Chelsea mátti eiga von á var um 30 dagar í einangrun. 100 þúsund manns skrifuðu und- ir lista og kröfðust þess að Chelsea slyppi við einangun. Í kjölfarið var hætt við og í staðinn var Chelsea meinaður aðgangur að bókasafni og annarri tómstundaiðkun í 21 dag. Margir héldu fram að kæran hafi ekki snúist um útrunnið tannkrem heldur verið tilraun til að þagga niðri í Chelsea. Hún er virk á Twitter und- ir nafninu @xychelsea auk þess sem hún skrifar reglulega greinar fyrir The Guardian. Greinarnar fjalla um allt frá herglæpum Bandaríkjahers til lífs hennar sem trans kona í fang- elsi. Rödd Chelsea heldur henni frá því að gleymast almenningi. Í bréfi til stuðningsmanna sinnar skrifaði hún: „Ég er minnt á að ég er til fyrir fólki utan þessara rimla.“ -sgþ Okt. 2009 Nóv. 2009 Apríl 2010 21. maí 2010 29. maí 2010 Mars 2011 Ágúst 2013 Apríl 2014 Febrúar 2015 Mars 2015 Ágúst 2015 Okt. 2009 Manning er send til Írak, þar sem hún hefur aðgang að leyni- legum gögnum Bandaríkjahers. Chelsea Manning – hetja eða landráðakona? „How Chelsea sees herself“ – teikning eftir Aliciu Neal unnin í samstarfi við Chelsea. Á myndinni er Chelsea eins og hún vildi vera, væri henni leyft að láta hár sitt vaxa. Nóv. 2009 Manning hefur fyrst samband við WikiLeaks 21. maí 2010 Manning trúir hakkaranum Adrian Lamo fyrir því að hún sé upp- runi lekans. Lamo hefur samband við varnarmálaráðu- neyti Bandaríkj- anna og vefsíðuna Wired.com. Mars 2011 Manning kærð í 22 liðum, meðal annars fyrir landráð. Apríl 2014 Bradley Manning fær nafni sínu löglega breytt í Chelsea Eliza- beth Manning. Mars 2015 Chelsea skrifar sinn fyrsta pistil fyrir Guardian úr fangelsi. Apríl 2010 WikiLeaks birtir hluta gagnanna frá Manning, meðal annars myndband úr herþyrlu Banda- ríkjahers, þar sem óbreyttir borgarar eru skotnir niður. 29. maí 2010 Manning handtekin í Kúveit. Ágúst 2013 Manning sakfelld fyrir njósnir, en sýknuð af kæru fyrir landráð. Dæmd í 35 ára fangelsi. Febrúar 2015 Chelsea byrjar hormónameð- ferð í fangelsi. Ágúst 2015 Chelsea sökuð um brot á reglum her- fangelsisins og hótað einangr- unarvist. Brot voru meðal annarra sögð „misnotkun lyfja“ og „óleyfi- legt lesefni“. 50 | FréttAtíMiNN | HELGin 18. MArs–20. MArs 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.