Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 76
76 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali 24/7 RV.is Sjáðu allt úrvalið á RV.is Einar Pétur Jónsson settist að í Santiago í Chile fyrir þremur árum til að læra sjávarlíffræði. Á þeim tíma hefur hann lært að dansa, fylgjast með fót- bolta og njóta þess að bíða á rauðu ljósi. Hann saknar ekki skammdegis- ins heima en þrátt fyrir að vera með hafið í bakgarðinum eru íslensku sundlaugarnar ofarlega í huga. Ólíkt óþolinmæði Íslendinga á rauðu ljósi þá er biðin eftir græna ljósinu eitt það skemmtilegasta við Chile, samkvæmt því sem Einar Pét- ur Jónsson segir. „Á ýmsum götum Santiago er ótrúlega hæfileikaríkt fólk að leika listir sínar. Það hendir boltum á milli, strengir víra á milli staura, heldur jafnvægi á línu og leik- ur ýmsar sirkuslistir. Það er frábært að fylgjast með þessu, þetta er oftast fátækt fólk sem hefur unnið hörðum höndum að leggja þetta fyrir sig.“ Á daginn sinnir Einar náminu í sjávarlíffræði en hann hefur alla tíð verið hrifinn af dýrum á stærri skala. „Ég hef leikið mér í sjónum alla ævi og heillast af hafinu. Mér þótti því gráupplagt að sækja um háskóla í Chile, landi sem liggur þvert við hafið, en ég hafði verið hér áður í skiptinámi. Það er spennandi hversu ótrúlega lítið er vitað um sjávarlíf- ið, aðeins lítil prósenta hefur verið rannsökuð. Það er stöðugt verið að uppgötva eitthvað nýtt sem er hvetj- andi fyrir námsmann í faginu.“ Einar segir lífið í Chile leika við sig, náttúran er stórbrotin og hann ver miklum tíma á ströndinni og að ferðast um landið. „Fólkið hérna er hlýtt og tekur vel á móti manni, ég hef eignast litlar fjölskyldur víðsveg- ar sem er voða gott svona fjarri Ís- landi. Ég sakna svo sannarlega ekki skammdegisins á Íslandi en sund- laugarnar og heita pottinn þrái ég alltaf.“ Dansinn og fótbolti er stór hluti af menningu Chilebúa og hefur Einar óhjákvæmilega lært þjóðdansinn og fylgst með boltanum. „Á þjóðhá- tíðardeginum, 18.september, dansa allir þjóðdansinn úti á götum borgar- innar og á ströndinni. Það er rífandi stemning í kringum þennan dag, mikið drukkið, grillað og skemmt sér. Í fyrra átti sér stað jarðskjálfti tveimur dögum áður og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið, en Chilebúarnir láta ekkert stöðva sig í fjörinu. Dansinn er ekki upp á marga fiska hjá mér en ég reyni mitt besta.“ | sgk Ég bið að heilsa Eignast litlar fjölskyldur í Chile Einar Pétur Jónsson stundar nám í sjávarlíffræði í Chile. Hann hefur alla tíð heillast af hafinu og þeim leyndardómum sem sjávarlífið hefur að geyma. Ég sakna ekki skammdegisins á Íslandi en sund­ laugarnar og heita pottinn þrái ég alltaf. Einkenni hvíta bjargvættsins Hann er hvítur Hann ólst upp í vestrænu ríki og dreymir um að ferðast til framandi landa og láta gott af sér leiða. Hann lætur til skara skríða á millibilsár- um, árið eftir menntaskóla eða háskóla. Afríka er land Bjargvætturinn talar gjarnan um Afríku sem eitt land en ekki heimsálfu 54 ólíkra ríkja. Myndaglaður Hann tekur „sjálfur“ af sér með börnum og birtir á samfélagsmiðlum. Þessar sömu myndir rata gjarnan í Tinder myndasafnið. Stoppar stutt Hann ferðast hálfan hnöttinn í sjálfboðastarf en stoppar ekki mikið lengur en mánuð. Tölum um hvíta bjargvættinn Sjálfboðaliðinn sem ferðast til að víkka sjóndeildar- hringinn en hjálpar engum nema sjálfum sér. Hvíti bjargvætturinn er ungur ein- staklingur sem ferðast til fátækra ríkja í sjálfboðastarf. Hann vill vel og ásetningur hans er góður, að hjálpa þeim sem minna mega sín. Hæfniskröfur bjargvættsins eru þó af skornum skammti, hann er ekki handlaginn né með nokkra hjúkrunarþekkingu. Hans helsta hlutverk er að veita börnum félags- skap, elda mat og kenna tungumál. Hann ofmetur hlutverk sitt stór- lega, en það fer mikið púður í að aðlagast aðstæðum. Ferð hans er gjarnan hluti af stærri heimsreisu og dvölin því stutt, nokkrar vikur eða mánuðir. Þegar hann er rétt að ná tökum á starfi og umhverfi er hann farinn. Bjargvætturinn hjálpar sjálfum sér framar en öðrum. Hann hefur opnað augun sín gagnvart fátækt heimsins, er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir það sem hann á. Hann tekur meira en hann gefur. Það sem hvíti bjargvætturinn skilur eftir sig er minningin ein um sjálf- boðaliðann sem kom og fór, tók störf af lókalnum, þáði húsaskjól og uppihald. Hann ýtti undir staðalí- myndir þróunarlanda með því birta myndir af fátækt, munaðarlausum börnum og vegsama eigin upplifun. Að „bjarga heiminum“. | sgk Vilt þú gerast sjálfboðaliði? Leitaðu uppi samtök sem eru vel liðin á meðal íbúa. Samtök sem fjárfesta í fólkinu og samfélaginu, og stuðla að sjálfbærni íbúa frekar en upp- lifun sjálfboðaliðans. Skildu eftir þig meira en þú tekur með þér. Kannaðu hvar þarf- irnar liggja og hvernig þú getur orðið að liði án þess að taka störf af fólkinu. Hvíti bjargvætturinn talar gjarnan um Afríku sem eitt land en ekki heimsálfu 54 ólíkra ríkja. Mynd | NordicPhotos/Getty Tónleikahátíðin ATP verður sannkölluð hryll- ingsveisla þetta árið. Þegar hefur verið tilkynnt að snillingurinn á bak við Halloween-myndirn- ar, John Carpenter, muni spila hrylling sinn á hátíðinni, en nú hafa ítölsku tónskáldin Claudio Simonetti og Fabio Frizzi bæst við. Simonetti er best þekktur undir merkjum hljómsveitarinnar Goblin og er ábyrgur fyrir köldum svita fjöl- margra hryllingsmyndaaðdáenda. Goblin samdi tónlistina fyrir flestar bíómyndir Dario Argento. Þeirra þekktust er hryllingsmyndin Suspiria. Það er allt að frétta af Zyan Malik sem yfirgaf hljómsveitina One Direction svo eftirminnilega. Á meðan þeir meðlimir sem eftir eru í One Direction eru eru í pásu hefur Zyan gefið út þrjá slagara, Pillowtalk, It’s you og það nýjasta sem kom út í vikunni Like I Would. Lagið er um kærustu Zyan, ofurfyrirsætuna Gigi Hadid, en þau opinberuðu sam- band sitt fyrir ekki svo löngu. Það er ekki bara tónlistaferillinn, kær- astan og lagið sem er nýtt heldur bætti Zyan við nýju húðflúri í safnið í vikunni. Húðflúrið ber áletrun- ina „mom“ og skrifaði hann það á andlitið á sér. Allt nýtt alltsaman Zyan Malik blómstar eftir aðskilnað við One Direction Hrollur á ATP Tónskáld hryllingsmyndanna ber hæst á tónlistarhátíðinni í Keflavík Költhryllingsmyndin Suspiria þykir enn ein sú óhugnanlegasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.