Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 87

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 87
Unnið í samstarfi við Compression.is Þessar vörur eru mjög vin-sælar hjá Crossfit-fólki og öðru fólki sem æfir mjög stíft,“ segir Guðrún Kristín Guðmannsdóttir hjá Compression. is um Zero Point Compression vörurnar. Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compression- vörur til að bæta árangur sinn. Guðrún segir að fólk finni mikinn mun á sér við notkun, Compress- ion-vörur flýti endurheimtunni (e. Recovery) og minnki til að mynda líkur á harðsperrum og fótapirringi. Hjá Compression.is er gott úrval af Zero Point-vörum en þær eru finnskar hágæðavörur. Power Compression fatnaður styður við vöðvana og dregur úr titringi í vöðvum. Compression fatnaður eykur blóðflæði og dregur úr myndun mjólkursýru. Þá er einnig gott úrval af sokkum; Intense-sokkar fyrir hvers kyns líkamsrækt og íþróttaiðkun, Merino-ullarsokkar sem henta vel fyrir líkamsrækt utandyra og Hybrid Silver-sokkar sem eru hannaðir með vinnu, ferðalög og létta líkamsrækt í huga. Þeir hjálpa til við að koma í veg fyrir bjúgmyndun á fótum ásamt því að koma í veg fyrir og losa við bein- himnubólgu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Compression.is. Hágæða vörur sem bæta árangurinn Zero Point Compression vörur styðja við vöðva íþróttafólks og flýta endurheimtu eftir æfingar. Helstu kostir Zero Point Compression • Aukið blóðflæði • Með auknu blóðflæði kemst aukið súrefni til vöðvanna • Minnkar líkur á tognun og minni harðsperrur • Minnkar uppsöfnun á mjólkursýru í vöðvum á meðan æfingu stendur • Aukin orka, frammistaða og bata (e. Recovery) • Minnkar hættu á meiðslum og beinhimnubólgu Unnið í samstarfi við Vistor Benecta Sport fæðubótarefnið getur stuðlað að viðgerð og endurheimt í vöðvum sem gerir þá hæfari í næstu átök. Benecta Sport er sérþróað fyrir íþróttafólk með það að markmiði að stuðla að auknu úthaldi við æfingar. Jafnframt styður Benecta Sport™ við náttúrulega viðgerðarferla í líkamanum, hjálpar til við bólguúr- vinnslu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingar. Hvernig virkar Benecta Sport? Benecta Sport inniheldur sykrunga (kítínfásykrur) sem unnir eru úr rækjuskel. Þessir sykrungar bindast bólgupróteinum sem myndast við vöðvaáreynslu og stuðla að viðgerð og endurheimt í vöðvum og gerir þá hæfari í næstu átök. Inntaka á Benecta Sport 30-60 mínútum fyrir æfingar: • Getur hámarkað afköst og dregið úr álagi • Getur flýtt fyrir árangri • Styður við uppbyggingu vefja • Flýtir endurheimt í vöðvum • Auðveldar sprengikraftsæfingar Benecta Sport hjálpar meðal annars vöðvum að nýta fitusýrur í stað glúkósa við æfingar: • það dregur úr mjólkursýrumyndun og kemur í veg fyrir að gengið sé of hratt á glýkógenbirgðir vöðvanna. Notkun Benecta Sport Benecta Sport er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: Taka skal 1-2 hylki 30- 60 mínútum fyrir æfingu. Ekki skal taka meira en 2 hylki daglega því of stór skammtur getur dregið úr virkni. Íþróttamönnum gæti gagnast að taka Benecta Sport daglega, þ.e. einnig á þeim dögum sem ekki eru stundaðar æfingar, því það styrkir bandvefi og getur dregið úr bólgum eftir álag og meiðsli. Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skel- fiskofnæmi. Rannsóknir og þróunarvinna Benecta Sport er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri fram- leiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta Sport hefur staðið yfir undan- farinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn. Upplýsingar um innihaldsefni Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykr- um sem unnar eru úr rækjuskel. Kítinfásykru- blandan er einkaleyfis- varin. Engin aukaefni eru í Benecta Sport. Íslenskt fæðubótarefni sérþróað fyrir íþróttafólk Benecta Sport er nýtt íslenskt fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel og er sérþróað fyrir íþróttafólk. Bólga er náttúrulegur og nauðsynlegur fylgikvilli vefjaskaða. Þegar bólgan hefur unnið sína vinnu tekur við annað ferli sem er kallað bólguúrvinnsla (Re- solution). Þetta ferli stýrir hjöðnun bólgu og styður við vefjanýmyndun. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótar- efnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compression-vörur til að bæta árangur sinn. Mataræðið er fólki sem stundar Crossfit afar mikil- vægt. Mælt er með að fólk borði kjöt, fisk, egg, græn- meti, ávexti, hnetur og fræ en haldi öðru í lágmarki. Crossfitfólki er uppálagt að borða hreinan og ferskan mat. Það á að borða reglulega, 5-6 máltíðir á dag, og ekki láta líða of langt á milli máltíða. Í hverri máltíð skulu vera kolvetni, prótein og holl fita. Crossfitfólk skal borða hóflega, fá sér einu sinni á diskinn. Góð þumalputtaregla er hnefastærð af próteini, lófi af hollri fitu og hálfur diskur af grænmeti og ávöxtum. Drekka skal vatn reglulega. Þegar fólk svindlar, eins og gerist á bestu bæjum, á að fá sér eitthvað virki- lega gott og njóta þess. Svo skal horfið til fyrri siða. Egg Hrein og góð prótínsprengja í morgunsárið sem leggur línuna fyrir daginn. Avókadó Uppfullt af hollri fitu sem að- stoðar lík- amann að viðhalda góðu kól- esteróljafn- vægi. Getur einnig slegið á matar- lystina og þannig forðað fólki frá því að detta í snakkpokann þegar hungrið sækir að. Auk þess inni- heldur avókadó trefjar, kalíum, og C og K vítamín. Rauðrófur Blóðrautt grænmeti nýtur vinsælda enda er það afar trefja- og næringar- ríkt. Rauðrófur innihalda næringar- efni sem hjálpar vöðvunum að nýta súrefni betur við áreynslu. Þar að auki innihalda rauðrófur andoxun- arefni. Grænkál Ekki þarf nema einn bolla af græn- káli til að mæta dagsþörf fyrir A-, C- og K-vítamín. Auk þess sem það inniheldur ákveðin andoxunarefni sem bæta sjónina. Lax Stútfullur af Omega-3 fitusýrum sem kemur í veg fyrir ýmsa sjúk- dóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og þunglyndi. Rann- sóknir hafa sýnt að fitusýrur í laxi geta dregið úr harðsperrum og jafnvel stutt við vöxt vöðva. Auk þess má finna prótein, D-vítamín og B12 vítamín í laxi. Möndlur Sneisafullar af próteini, góðum fitusýrum, trefjum, vítamíni og steinefnum. Svona borðar Crossfit-fólk |7fréttatíminn | HElGIn 18. MARS–20. MARS 2016 Kynningar | Crossfit AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.