Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 12
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali 24/7 RV.is Sjáðu allt úrvalið á RV.is 690 | 2,9% Norður-Ameríka 309 | 1,3% Mið- og Suður-Ameríka 65 | 0,3% Eyjaálfa 209 | 0,9% Mið-Austurlönd og Norður-Afríka 286 | 1,2% Afríka sunnan Sahara Pólland 11.073 | 45.8% Eystrasaltslöndin 2.509 | 10,4% Önnur Austur-Evrópulönd 1,466 | 6,1% Balkanlöndin 239 | 1,0% Austur-Evrópa Asía (utan Mið-Austurlanda) Fillippseyjar 543 | 2,2% Taíland 518 | 2,1% Kákasuslönd 56 | 0,2% Önnur Asíulönd 849 | 3,5% Norðurlöndin 1,578 | 6,5% Norð-vestur Evrópa 2,459 | 10,2% Suður-Evrópa 1,314 | 5,4% Vestur-Evrópa Þegar samsetning erlendra ríkis- borgara á Íslandi eru skoðuð kemur í ljós að Pólverjar eru langstærsti hópurinn. 46 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi eru Pólverjar eða rúmlega 11 þúsund manns. Næsta land þar á eftir eru Litháar með 6.9 prósent eða 1683 manns. Ef við leggjum saman þjóðir fyrr- um Austur-Evrópu eru þær næstum tveir þriðju hlutar hópsins, eða 63,5 prósent. Innflutningur erlends vinnuafls til Íslands er önnur hlið á falli járntjaldsins og róti í samfélög- um fyrrum Austur-Evrópu. Næst stærsti hópurinn eru íbúar Vestur-Evrópu. Þeir eru um 22 pró- sent. Norðurlandabúar eru um 6,5 prósent erlendra ríkisborgara á Ís- landi. Þar af eru Danir flestir, eða 880. Ríkisborgarar annarra landa Vestur-Evrópu eru um 15,7 prósent hópsins. Þar af eru 978 Þjóðverjar og 670 Bretar fjölmennastir þjóða. Fólk frá Asíu er um 8,1 prósent hópsins. Þar af eru 543 frá Filipps- eyjum og 518 frá Taílandi. 2,9 prósent hópsins eru frá Bandaríkjunum eða Kanada og 1,1 prósent frá Mið- og Suður-Ameríku. Ívið fleiri, eða 1,4 prósent hóps- ins, koma frá Afríku sunnan Sahara en aðeins 0,6 prósent frá Norður- Afríku, Arabíu og Mið-Austurlönd- um. Af þeim hópi koma flestir frá Marokkó, eða 61, 29 koma frá Íran, 24 frá Tyrklandi, 19 frá Alsír og Sýr- landi og 12 frá Egyptalandi. Fæð þessa fólks hlýtur að vekja undrun í ljósi þess þunga sem er í umræðu á Íslandi um ógn af fólki frá löndum íslam. Pólverjar á Íslandi eru mun fleiri en Vestfirðingar í dag. Þeir eru jafn margir og Vestfirðingar voru um miðja síðustu öld. Þeir eru án efa með allra stærstu minnihlutahóp- um á Íslandi og það er í raun undar- legt hversu lítið tillit er tekið til sér- hagsmuna þeirra í samfélaginu. Pólverjar langstærsti hópurinn kristinnar trúar en næst stærsti hópurinn er búddatrúar, múslimar lenda því einungis í þriðja sæti,“ segir Hallfríður Þórarinsdóttir. „Hér hefur aldrei sest að róma-fólk, né heldur heittrúaðir gyðingar, enda er hér engin synagóga og hér eru í raun sárafáir múslimar,“ segir hún. „Rúmlega fjórir af hverjum tíu inn- flytjendum á Íslandi eru Pólverjar, á hæla þeim kemur fólk frá Eystra- saltslöndunum sem eru rúm tíu pró- sent og í þriðja sæti eru Þjóðverjar og annað fólk frá Norðvestur-Evrópu.“ Flokkur gegn múslimum Þegar lítil sprengja sprakk rétt hjá Stjórnarráðinu 31. janúar 2012 voru meðlimir fésbókarsíðunnar Mót- mælum mosku á Íslandi fljótlega komnir með kenningar um mús- limar hefðu verið að verki. Það kom hinsvegar fljótlega ljós að það var Íslendingur sem kom sprengjunni fyrir og vildi þar lýsa óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. Það var eins og við manninn mælt, áhuginn á sprengjutilræðinu gufaði þar með upp og var að mestu gleymdur þegar maðurinn lýsti skömmu síðar yfir áhuga sínum á forsetaframboði. Ótti við múslima blandaðist inn í stjórnmálabaráttuna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík og hafði mikil áhrif á úrslitin, að margra mati. Þá er verið að stofna sérstakan stjórnmálaflokk í dag sem ætlar að beita sér gegn fjölmenningu og gegn því að reistar verði moskur á Íslandi. Og haturssíður á samfélags- miðlum, svo sem síðan Hermenn Óð- ins, fær fimm hundruð áhangendur. Hallfríður Þórarinsdóttir bendir á að íslamsfóbía á Íslandi sé mikil ráðgáta í ljósi staðreynda um inn- flytjendasamfélagið og meira eða minna innflutt fyrirbæri. „Íslensk stjórnvöld hafa í raun og veru hafið einsleitnina til vegs og virðingar alla tíð, hún er innbyggð í kerfið og nán- ast eins og trúarbrögð sem endur- speglast hvað sterkast í afstöðunni til íslenskunnar. Fólk með hreim eða mállýskur þorði lengst af varla að tjá sig, ekki vegna þess að innihaldið væri ekki nógu merkilegt, heldur vegna þess að það óttaðist að um- búðirnar væru ekki í lagi.“ Laus við trúaröfgarnar Menningarlegir árekstrar Íslendinga og múslima eru fátíðir. Engin dæmi eru heldur, svo vitað sé, um heiðurs- morð, nauðungarhjónabönd eða um- skurð, eins og komið hefur upp í öðr- um Norðurlöndum. Hallfríður Þórarinsdóttir segir þó mikilvægt að ræða slíka hluti opin- skátt og þagga ekki umræðuna niður í nafni fjölmenningarstefnu. Það hafi verið gert, til að mynda í Svíþjóð, þar sem menn hafi vanmetið trúaröfgarn- ar sem geti grafið um sig. Það hafi haft vond áhrif, pólitísk og menningarleg. Slíkar öfgar geta verið vandamál meðal hópa innflytjenda og skerða lífsgæði þeirra, þar sem þær kunna að grafa um sig. Slík mál hafa hinsvegar ekki komið upp á Íslandi og menn- ingarlegar öfgar eru því ekki vandi sem reynir á sambúðina. Þjóðflutningar Pólverja Pólverjar eru langfjölmennasti inn- flytjendahópurinn á Íslandi en mestu fólksf lutningar sögunnar, frá HVErjir ViljA EigiNlEgA flytjA til ÍSlANdS? Krakkar í Fellaskóla lifa í fjölmenningarsamfélagi á meðan börn í mörgum öðrum skólum þekkja það mest af afspurn og í gegnum skoðanir foreldranna. Mynd | Rut 12 | fréttAtÍMiNN | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.