Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 48
Welcome to mývatnssveit i Relax - Enjoy - Experience www.jardbodin.is · phone +354 464 4411 · info@jardbodin.is Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Það gerðist með stuttu millibili að við pabbi blóðguðum hvort annað. Hann kýldi mig svo ég fékk smá skurð í vörina. Nokkrum dögum síðar gerði ég hið sama, ekki að ég hafi ætlað að hefna mín,“ segir hlæjandi Kristín Magnúsdóttir. Hún hefur sópað að sér titlum í kata og kumite, undirgreinum karate. Pabbi hennar, Magnús Eyjólfs- son, hefur þjálfað hana til sigurs frá sjö ára aldri. „Krakkar mega byrja að stunda karate sex ára og þá fór ég að suða í henni, hvort hún vildi ekki kíkja á æfingar,“ segir Magnús og Kristín tekur undir. „Ég var svo feimin sem barn og þorði ekki á æfingar. Ég sagði pabba að um leið og ég yrði sjö ára kæmi ég á æfingu.“ Kristín var sett í að æfa með eldri krökkum og er venjan í ka- rate að nemendur kalli kennar- ann Sensei. „Ég kallaði pabba alltaf Sensei og í mörg ár vissu hinir nemendurnir ekki að hann væri pabbi minn.“ Feðginin segja samstarfið ganga vel þó stundum sé erfitt að skilja á milli hlutverka. „Ég lærði snemma að skilja pabbahlutverkið eftir heima en það er áskorun enn þann dag í dag,“ segir Magnús. Kristín sammælst pabba sínum og segir gremjuna stundum ná sér. „Hann er alltaf að pikka, pota og benda á það sem ég er að gera. Það getur verið pirrandi, komandi frá pabba, en á sama tíma verð ég betri í íþróttinni.“ Feðginin verja miklum tíma saman, þau mæta á æfingar, fara í keppnisferðir með landsliðinu og vinna saman sem smiðir. „Í fyrra fór ég sex keppnisferðir. Þá finnst mér gott að hafa pabba með því hann kemur hausnum á mér í lag fyrir keppni. Einbeiting skiptir öllu máli í íþróttinni því hún er ekki síður andleg,“ segir Kristín. Magnús á erfitt með að leyna stoltinu og segir dóttur sína miklum hæfileikum gædd. „Hún er smiður, afreksíþróttakona og gríðarlega hæfileikaríkur teikn- ari, það þurfa allir að sjá verkin hennar.“ Kýlir pabba á kjaftinn Landsliðsþjálfarinn Magnús Eyjólfsson þjálfar dóttur sína, Kristínu, í karate. Þau slást alveg þar til blæðir og gera sitt besta til að skilja á milli hlutverks fjölskyldu og íþróttarinnar, þar sem pabbi kallast Sensei. „Hann er alltaf að pikka, pota og benda á það sem ég er að gera. Það getur verið pirrandi, komandi frá pabba.“ Mynd | Hari Fréttatíminn minnist læðunnar Snoppu, sem á dögunum var svæfð eftir 17 ára viðburðaríka ævi. Oft komst Snoppa í hann krappan á lífsleiðinni. Sem kett- lingur týndist Snoppa og var leitað að henni hátt og lágt. Eftir mikla leit gafst fjölskyldan upp og ákvað að leita betur daginn eftir. Um nóttina sótti að frúnni á heimilinu þorsti. Hún fer að kæliskápnum að ná sér í eitt- hvað að drekka. Þegar hún opnar skápinn stekkur Snoppa í and- litið á henni. Öðru sinni heyrðist á baðherbergi heimilisins mikið skvamp, eins og vatn rynni í bað- herberginu. Þegar húsfreyja at- hugaði málið fann hún Snoppu ofan í klósettskálinni þar sem hún barðist fyrir lífi sínu. Snoppa dró fram það ljúfasta í eigendum sínum og verður hennar sárt saknað. | sgþ Líf mitt sem köttur Úr kæliskáp í klósettskál Snoppa átti viðburðaríka og langa kattarævi. 48 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.