Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 56
Hawaii er ekki bara draumaheimur úr bíómynd- unum; það er líka hægt að fara þangað. Línan milli fjörs og feigðar getur verið örfín. Steggur í tjullpilsi eða gæs í glimm- ergalla er algeng sjón í miðbænum yfir sumarmánuðina. Það getur ver- ið ótrúlega gaman að koma saman og gera sér glaðan dag og sprella dá- lítið með manneskjunni sem gengur senn í hnappelduna. En aðgát skal höfð í nærveru sálar og best er vit- anlega að ganga hægt um gleðinnar dyr. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa bak við eyrað þegar gæs- un eða steggjun er í uppsiglingu. ■ Passið ykkur að skipuleggja ykk- ur vel þannig að dagurinn rakni ekki upp í einhverja markleysu. Hópurinn verður að vera nokk- uð sammála um hvað er gert og það er gott að nota til dæmis leynihópa á Facebook til þess að henda hugmyndum á milli. ■ Ef gæsunin/steggjunin er tekin upp á myndband skal passa að sá sem klippir það sé meðvit- aður um að löng steggja/gæsam- yndbönd eru ekki skemmtileg. Það er ekkert gaman við það að horfa á 20 mínútur af einkahúm- or vinahópa og slíkt getur verið töluverður stuðbani í brúðkaup- um. Hafið myndbandið 5 mín- útur í mesta lagi og hafið snöggar klippur af því markverðasta sem gerðist yfir daginn. ■ Ekki láta gæs/stegg gera neitt óviðeigandi eða eitthvað sem henni/honum finnst mjög óþægi- legt. Hlustið á viðkomandi ef hann biður um vægð, dagurinn á að snúast um gleði en ekki vand- ræðalegheit. ■ Hlutir geta kostað nokkuð og það er ekki víst að allir í hópnum séu jafn tilbúnir eða færir um að reiða fram háar upphæðir. ■ Ef halda á ódýra gæsun/steggjun getur verið sniðugt að gera sem mest úti í náttúrunni, fara í laut- arferð, gönguferð, folf, strand- blak eða annað sem ekkert kost- ar. Nesti þarf ekki að vera dýrt og svo er hægt að skipuleggja ýmsa leiki sem allir hafa gaman af. ■ Passið ykkur að gera ekki lítið úr öðrum – til dæmis er afar ósmekklegt að nota Gay pride sem einhvern grundvöll til að gera lítið úr stegg eða gæs. Það er um að gera að fara á Gay pride til þess að sýna stuðning og hafa gaman en ekki klæða stegginn í g-streng og henda honum upp á pall til þess að hlæja að honum á kostnað göngunnar, það er bara ekki smart. ■ Ef stutt er í brúðkaupið þegar gæsun/steggjun á sér stað, pass- ið ykkur á því að útjaska ekki steggnum eða gæsinni þannig að hætta sé á því að hann/hún liggi kylliflöt daginn eftir. Það er alveg hægt að gera ýmislegt skemmti- legt sem ekki eyðileggur heilan dag sem annars hefði mögulega átt að fara í undirbúning. Þið hafið heiminn í hendi ykkar Brúðkaupsferðin á að snúast um samveru brúðhjónanna og skiptir kannski ekki höfuð- máli hvert er farið. Þið gætuð farið í tjaldútilegu og haft það alveg eins gott og í lúxussvítu í erlendri stórborg. En það er þó ekki úr vegi að nýta brúð- kaupsferðina og fara á framandi slóðir, ef þið ætlið á annað borð að fara út fyrir landsteinana. Internetið geymir ógrynni upp- lýsinga um alla heimsins staði og það eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera sem fyrir fáum árum var óaðgengi- legt. Með tilkomu vefsíðna eins og dohop.is og lastminute.com er hægt að bóka ferðir með stuttum fyrirvara hvert sem er. Því ekki að fara til Bali, Hawaii eða Jamaíka? Eða til Perú og kanna Machu Picchu? Kannski „road trip“ þvert yfir Bandarík- in? Möguleikarnir eru óþrjót- andi og ef ævintýraþráin er sterk hafið þið heiminn í hendi ykkar. Machu Picchu er óröskuð og einstaklega vel varðveitt Inkaborg í Perú. Það sem má og ekki má 4 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.