Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 46
 Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 PIPA R\TBW A • SÍA jonogoskar.is Fallegar fermingargjafir Bára í Icecold skartgripalínunni fæst í tveimur lengdum og fjórum litum, einnig með litlum demanti. Frá 6.900 kr. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Fatlað fólk er aldrei sýnt í auglýsingum nema sem einhverskonar hræðslu-áróður eða til vorkunnar sem er fáránlegt því það eru hluti af samfélaginu. Mig langar að sýna fram á að það sé auðvelt að búa til kúl auglýsingar sem eru líka fjölbreyttar,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, nemi á loka- ári í grafískri hönnun. Hún vinnur að auglýsingaher- ferð og fyrirlestri sem snýr að því að benda á fordóma gegn fötlun í auglýsingabransanum. Helga fékk Sögu Sig ljósmyndara til að mynda og fólk með ýmsar skerðingar til að sitja fyrir. Verkefnið er útskrift- arverkefni hennar í Listaháskóla Íslands. Helga Dögg er ekki fötluð sjálf og var því óviss um hvernig hún gæti nálgast verkefnið. „Ég komst í samband við Evu Þórdísi, sem er kennari í fötlunarfræðum og sjálf með skerðingu. Við ákváð- um að ég myndi nálgast verkefnið af minni upplifun sem ófötluð kona með mikil forréttindi.“ Helga segir grafíska hönnuði hafa stóran vettvang sem þeir geti nýtt til að þróa samfélagsmynd. „Rétt eins karlmenn þurfa að gefa eftir af sínum forréttindum til að koma á jafnrétti þarf ég að reyna að sjá til þess að fólk með skerðingar fái þann stað í samfélaginu sem það á rétt á.“ Auglýsingabransinn fannst henni góður staður til að byrja: „Auglýsingar eru sterkt tól til að skapa þekkingu, og eru of sjaldan nýttar í þeim tilgangi.“ Sköpum rými fyrir margbreytileika Helga Dögg Ólafsdóttir vill að auglýsingar sýni alla hópa samfélagsins Helga Dögg segir mikilvægt að auglýsingar gefi raun- sæja mynd af samfélaginu. Mynd | Saga Sig Mynd|Rut Helga segist hafa lært mikið af ferlinu og því að verja tíma með Evu og Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur sem taka þátt í verkefninu. Sérstak- lega tók hún eftir hversu lítið sam- félagið gerir ráð fyrir þeim. „Sem dæmi var sjaldnast hjólastólaað- gengi, hvort við fórum á kaffihús eða í ljósmyndastúdíó.“ Helga segir hönnuði verða að vera meðvitaða um að sýna fjölbreytta mynd af samfélaginu í vinnu sinni. „Vinnuheiti verkefnisins er „Þrátt fyrir…“ því það er alltaf talað um að fólk með skerðingar geri hlutina „þrátt fyrir“ fötlun.“ Viðhorfið að fólk með skerðingar sé „takmarkað“ geri því oft erfiðara fyrir en fötlunin. „Auglýsingar gefa okkur mynd af samfélaginu sem við viljum búa í og fólk með skerðingar er hluti af því. Fatlað fólk þarf ekki að aðlagast um- hverfinu betur – umhverfið þarf að aðlagast fötluðu fólki og skapa rými fyrir margbreytileika.“ Rísandi stjarna í fyrirsætubransanum Jillian Mercado stelur senunni hjá Beyoncé „Ég ólst upp í Sanok í Póllandi en það er lítil borg sem er umlukin háum og fallegum fjöllum og ám,“ segir Pawel Lewicki. „Þegar ég var unglingur flutti fjölskylda mín til Kraká því foreldrar mínir erfðu hús lang- ömmu og langafa míns og þar býr fjölskylda mín í dag. Systir mín sér um foreldra mína sem eru orðin fullorðnir og heyrnarlausir.“ „Ég kom fyrst til Íslands árið 1998 til að heimsækja frænda minn sem hafði þá búið hér í þrjátíu ár. Mér fannst landið svo skemmtilegt og fallegt að ég ákvað að finna mér vinnu, enda orðinn þreyttur á að fara úr einni illa launaðri vinnu í aðra í Póllandi. Það var svo mikið stress. Ári síðar fékk ég vinnu í Odda og hef verið hér síðan, í 16 ár. Þetta er góður vinnustaður og mér líður vel á Íslandi,“ segir Pawel sem er giftur og fimm ára son. „Það er pottþétt ekki veðrið sem heillar mig við Ísland, frekar fólkið. Hér eru allir mjög vinalegir.“ „Frá Póllandi er ekkert eitt sem ég sakna, bara landsins sjálfs. Við förum þangað á hverju sumri, það er svo gott að vera í Pól- landi á sumrin,“ segir Pawel sem hvetur Íslendinga til að ferðast um Pólland. „Ekki endilega í borgirnar, þó margar séu fal- legar, heldur í sveitina, pólska sveitin er svo falleg. Best er að leigja bíl og keyra bara út um allt.“ | hh Fyrirsætan Jillian Mercado er stjarna í auglýsingum fyrir fatalínu Diesel og Nordstrom og nú situr hún fyrir á myndum af nýjustu fatalínu Beyoncé sem er til sölu er á heimasíðu söngkonunnar. Velgengni fyrir- sætunnar, sem er með skerðingu vegna sjaldgæfs vöðvarýrnunarsjúkdóms, er vonandi merki um að aug- lýsingabransinn sé að opna augun fyrir því að neytendur vilji sjá meiri fjölbreytni í fyrirsætuvali. Mynd af Beyoncé.com Innflytjandinn Pólska sveitin er svo falleg Pawel Lewicki hefur unnið í prentsmiðju Odda í 16 ár og líkar það vel.Mynd | Hari 46 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.