Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 16
26,1% Efra-Breiðholt26+74A 19,1%Austurbær19+81A 19,1%Bakkar19+81A 16,9%Norðurmýri17+83A 16,5%Háaleiti17+83A 16,3%Vesturbær 10116+84A 13,8% Laugaráshverfi14+86A 13,4%Árbær13+87A 6,9% Selás7+93A 6,8%Rimahverfi7+93A 6,4%Laugarnes7+93A 6,3%Foldahverfi6+94A 13,3% Seljahverfi13+87A 11,9%Hlíðar12+88A 10,6%Vesturbær 10711+89A 9,0%Heimar – Vogar9+91A 6,2% Húsahverfi6+94A 5,8%Hamrahverfi6+94A 5,1%Víkurhverfi5+95A 4,7%Fossvogur5+95A 8,7% Bústaðahverfi9+91A 7,7%Engjahverfi8+92A 7,4%Grafarholt-eystra8+92A 7,0%Ártúnsholt7+93A 4,4% Borgarhverfi4+96A 4,2%Norðlingaholt4+96A 2,9%Grafarholt-vestra3+97A 2,3%Staðahverfi2+98A Hlutfall erlendra ríkisborgara í hverfum Reykjavíkur Breyting íbúa í Efra-Breiðholti og Austurbæ Heimild: Hagstofa Íslands 30 25 20 15 10 5 0 1998 2015 <Austurbær <Efra-Breiðholt Hlutfall erlendra ríkisborgara í Efra-Breiðholti fór yfir hlutfallið í Austurbænum árið 2011. Ástæður þess eru einkum tvenns konar. Annars vegar leituðu hlutfalls- lega fleiri erlendir ríkisborgarar í ódýrara húsnæði í úthverfunum eftir að innflutningur vinnuafls hófst fyr- ir alvöru eftir aldamótin. Fyrir þann tíma höfðu flestir erlendir ríkisborgarar búið í Austurbænum og gamla Vesturbænum eða því sem kallað er 101-Reykjavík. Þegar íbúðaverð tók að hækka í 101 í kjölfar mikillar fjölgunar ferðamanna eftir Hrun fækkaði íbúum í 101 eftir því sem fleiri íbúðum var breytt í gistirými og þá erlendum ríkisborgurum hraðar en íslenskum. Hlutfall erlendra ríkisborgara í 101 hefur því hætt að vaxa og heldur fallið á meðan það heldur áfram að rísa í Efra- Breiðholti. Umbreytingin í Efra-Breiðholti hefur verið hröð og mikil. Frá árinu 1998 hefur íslenskum ríkisborgurum í hverfinu fækkað um 2681, um 29%, á meðan er- lendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2039 eða um 715%. Fyrir tæpum tuttugu árum voru 3 af hverjum hundrað íbúum Efra-Breiðholts erlendir ríkisborgarar, fyrir tíu árum var rúmlega tíundi hver íbúi hverfisins erlendur ríkisborgari en nú er fjórði hver íbúi erlendur ríkisborgari og rúmlega það. Þróunin er önnur í 101. Þar voru erlendir ríkisborg- arar fleiri á árum áður og fjölgaði hratt eftir aldamótin en síðan var eins og þeir rækjust upp undir nýtt þak. Það var hækkun íbúðaverðs í hverfinu og almenn fækkun íbúa í kjölfar þess að íbúðum var breytt í gisti- rými til að leigja ferðamönnum eða þá að íbúðarhús voru rifin til að rýma fyrir hótelbyggingum. Frá árinu 2011 hefur íbúum í 101-Reykjavík fækkað um 319. Af þeim sem fluttu voru 75 íslenskir ríkisborgarar en 244 erlendir. Með hækkandi íbúðaverði stefnir 101-Reykja- vík í átt að meiri einsleitni. Efra-Breiðholt hefur tekið við 101 sem fjölmenningarsamfélag landsins. < Íslendingar flytja út, útlendingar inn GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. SÍMI 588 8900 WWW.TRANSATLANTIC.IS Verð frá 89.000.- Fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi: Vinnuþörf fremur en mannúðarástæður Mismunur Austur-Evrópa: 15,287 8,307 -6,980 þ.a. Pólland: 11,073 1,971 -9,102 þ.a. Eystrasaltslöndin: 2,509 763 -1,746 þ.a. Balkanlöndin: 239 3,083 2,844 þ.a. Önnur Austur-Evrópulönd: 1,474 2,490 1,016 Vestur-Evrópa: 5,351 7,292 1,941 þ.a. Norðurlöndin: 1,578 4,501 2,923 þ.a. Norð-Vestur-Evrópu: 2,459 1,856 -603 þ.a. Suður-Evrópa: 1,314 935 -379 Mið-Austurlönd og Norður-Afríka: 209 8,035 7,826 Afríka sunnan Sahara: 286 2,847 2,561 Asía (utan Mið-Austurlanda): 1,966 4,902 2,936 þ.a. Fillippseyjar: 543 346 -197 þ.a. Taíland: 518 782 264 þ.a. Kákasuslönd: 48 1,285 1,237 þ.a. Önnur Asíulönd: 849 2,490 1,641 Norður-Ameríka : 690 529 -161 Mið- og Suður-Ameríka: 309 1,443 1,134 Eyjaálfa: 65 127 62 Alls: 24,163 33,483 9,320 Fjöldi á Íslandi Fjöldi ef hlutfallið væri eins og á Norðurlöndum Sérstaða íslensk samfélags kemur glögglega í ljós þegar borin er saman samsetning erlendra ríkis- borgara á Íslandi og í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar liggur munurinn annars vegar í fjölda fólks á Íslandi frá Póllandi, Eystra- saltslöndunum og öðrum löndum Austur-Evrópu, það er fólk sem hefur verið flutt til landsins sem vinnuafl, og hins vegar í því hversu fátt fólk er hér frá Mið-Austur- löndum, Afríku og Kákasuslöndum, það er fólk frá stríðs- og hörmung- arsvæðum sem hin Norðurlöndin hafa veitt skjól. Þetta er fólk sem fær landvist af mannúðarástæðum en er ekki flutt til landsins sem vinnuafl fyrir stærri fyrirtæki. Í stutt máli segja að samsetning erlendra ríkisborgara á Norður- löndum sýni tiltölulega jafna skiptingu milli hagsmuna atvinnu- Aldurssamsetning íbúa < Íslenskir karlar < Útlenskir karlar < Íslenskar konur < Útlenskar konur Þegar borin er saman aldurskeila íslenskra ríkisborgara og erlendra er tvennt áberandi. Annars vegar hversu mikil dæld er í keilu íslenskra ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Dældin sýnir að yngri fullorðnir fara frekar en aðrir til náms í útlöndum en hún sýnir líka viðvarandi landflótta íslenskra ríkisborgara á umliðnum árum. Hann hefur fyrst og fremst dregið yngri fullorðna til útlanda. Hins vegar sést á aldurskeilu erlendra ríkisborgara að útlend- ingar koma hingað fyrst og fremst í gegnum skipulagðan innflutning fyrirtækja á vinnuafli og þá einkum í byggingariðnað, fiskvinnslu, ferðaiðnað, landbúnað og önnur láglaunastörf. Saman sýna aldurskeilurnar misgengi í stefnu stjórnvalda í mennta- og atvinnumálum. Frá átt- unda og níunda áratugnum hefur verið lögð áhersla á að lengja skólagöngu og fjölga menntuðum en áherslur í atvinnumálum hafa snúist um að efla sjávarútveg, land- búnað og orkufrekan iðnað og ferðamannaiðnað hin síðari ár. Allt eru þetta krónískar láglaunagrein- ar með lítið menntuðu starfsfólki. Áhersla stjórnvalda á þessar láglaunagreinar, samhliða aukinni menntun íslenskra ríkisborgara, hefur því skapað viðvarandi þörf atvinnulífsins eftir fólki til að vinna láglaunastörf. Þeirri þörf hefur verið mætt með skipulögðum inn- flutningi vinnuafls sem sættir sig við lág laun, líkamlega erfið störf og veik réttindi. < Fyrst og fremst vinnuafl til að vega upp landflótta Einelti og kvíði Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akur- eyri, gerði rannsóknina Heilsa og lífs- kjör skólanema sem framkvæmd var fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina árið 2006. Þar kom að börn sem eiga erlenda foreldra eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í íslenskra skólakerfinu. Þau voru líka þunglynd- ari, með lakari sjálfsmynd og í verri tengslum við skólafélagana. Tungu- málið virtist gera útslagið, en börn sem höfðu annan húðlit eða komu úr meira framandi umhverfi voru ekki meira útsett en hin. Þá reyndust ungmennin mun kvíðnari en jafnaldrar þeirra ef annað foreldri þeirra var af erlendum upp- runa. Þau sem áttu báða foreldra af erlendum uppruna voru helmingi kvíðnari en hin. Nýlega var farið á staðinn og spurt sömu spurninganna aftur og niður- staðan er síst betri. Nemendur sem fæddir eru erlendis, eiga foreldra af erlendum uppruna eða búa á heimili þar sem íslenska er ekki töluð, standa verr að vígi í námi en aðrir nemendur og þar vegur tungumálið þyngst. Fimmtán ára nemendur af erlend- um uppruna eru tvöfalt líklegri til að finnast bekkjarfélagar óvingjarnleg- ir og þrefalt líklegri til að verða fyrir einelti. Þeir eru þrefalt líklegri til að reykja sígarettur og tvöfalt líklegri til að drekka áfengi. Þeir eru jafnframt mun ólíklegri til að æfa með íþrótta- félagi. Flestum líður vel „Flestum unglingum af erlendum uppruna líður vel, en talsverður hóp- ur upplifir sig óvelkominn í unglinga- samfélaginu og er mun líklegri til að leiðast út í áhættuhegðun,“ segir Þór- oddur Bjarnason. „Það þarf að huga vel að stöðu þess hóps, sérstaklega þar sem við sjáum sterka tilhneigingu til samþjöppunar fólks af erlendum uppruna, til dæmis í efra Breiðholt- inu, á Suðurnesjum og á Vestfjörðum. Reynslan erlendis frá kennir okkur að það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur af lokuðum samfélögum, þar sem lífskjör eru lakari, tengsl við umhverfið takmörkuð og fólk á erfitt með að bæta stöðu sína. Það hefur verið bent á það að þótt enskan dugi ágætlega í daglegum samskiptum á Íslandi komist innflytjendur ekki alla leið inn í samfélagið nema að hafa ís- lenskuna á valdi sínu. Þannig getur takmörkuð kunnátta í íslensku orðið hluti fátæktargildru sem erfitt er að sleppa úr.“ < HVErjir ViljA EigiNlEgA flytjA til ÍSlANdS? lífsins og almennra mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða. Á Íslandi vigta síðartöldu sjónarmiðin lítið sem ekkert. Og hafa aldrei gert. Það sést á töflunni að fólk frá Mið- og Suður- Ameríku er nokkuð fjölmennt á Norðurlöndunum en fámennt á Íslandi. Ástæða þess er að þegar óáran gekk yfir álfuna veittu Norðurlöndin flóttafólki frá Suður- Ameríku skjól en Íslendingar ekki. Þessi samanburður dregur fram frumstæði íslensks samfélags. Þótt umbúnaðurinn sé líkur opnum og margbreytilegum lýðræðisríkjum í nágrenni okkar þá er Ísland enn einskonar verstöð, það sem kalla mætti kompaní-town. Hér eru ákvarðanir sjaldnast teknar út frá almennum hagsmunum heldur út frá þröngum hagsmunum þess sem á verksmiðjuna sem drottnar yfir samfélaginu. < Erlendir ríkisborgar eru betur menntaðir en íslenskir ríkisborgarar en þeir sinna frekar störfum þar sem ekki er gerð krafa um menntun og hafa mun lægri laun. 16 | fréttAtÍMiNN | PÁSKAHELGiN 24. MARS–28. MARS 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.