Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 8
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Landsleikur Danmörk og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld, fimmtudagskvöld
Aldrei unnið Dani og ekki skorað gegn þeim í 15 ár
Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu, sem undirbýr sig nú
af krafti fyrir lokakeppni EM
í Frakklandi í sumar, mætir
því danska í vináttulands-
leik í Herning í Danmörku
í kvöld, fimmtudagskvöld.
Óhætt er að segja að íslenska
landsliðið hafi ekki flegið
feitan gölt í viðureignum
sínum við Dani í gegnum
tíðina en í 22 landsleikjum
þjóðanna á milli hafa Danir
unnið átján sinnum og
fjórum sinnum hefur orðið
jafntefli.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
„Þetta er góð spurning. Við höfum
alltaf verið í vandræðum með
danska liðið. Ég held að við höfum
verið þjakaðir af minnimáttar-
kennd og hugsað of mikið um 14-2
tapið,“ segir Eyjólfur Sverrisson,
landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs-
ins, en hann var síðasti leikmaður
íslenska landsliðsins sem skoraði
gegn Dönum, þann 2. september
árið 2000, í 2-1 tapi á Laugardals-
velli. Tapið sem hann vísar til er
háðulegasta útreið íslensks lands-
liðs í sögunni, 14-2 tap í Danmörku
23. ágúst 1967.
Ekki tekur Eyjólfur of sterkt til
orða þegar hann segir að íslenska
liðið hafi verið í vandræðum með
það danska í gegnum tíðina. Frá
fyrsta leik þjóðanna á Melavellin-
um árið 1946, sem endaði með 3-0
tapi, hefur gengi Íslands gegn Dön-
um verið ömurlegt. Sex síðustu
leikir gegn Dönum hafa tapast með
markatölunni 1-16. Sá sem skoraði
mark síðast gegn Dönum á undan
Eyjólfi var Matthías Hallgrímsson
á því herrans ári 1974.
„Við höfum farið í leikina gegn
Dönum með það fyrir augum að
tapa ekki of stórt í stað þess að
hugsa um hvernig við getum unn-
ið þá. Slíkt hugarfar leiðir aldrei til
góðs,“ segir Eyjólfur sem hefur þó
full trú á að íslenska landsliðið
geti dregið á land
fyrsta sigurinn á
Dönum í kvöld.
„Þessi lið eru svipuð að getu og
fyrir mér er þetta spurning um
dagsform. Íslenska liðið hefur ekki
verið sannfærandi í vináttulands-
leikjum að undanförnu enda eru
þeir öðruvísi og oft notaðir til
að prófa nýja hluti. Staðreyndin
er samt sú að 80% leikmanna
íslenska liðsins voru í U-21
árs liðinu sem vann
Danmörku, 3-1, í
úrslitakeppni
EM 2011,
þannig að
það er ekkert
sem hindrar þá í að trúa á sigur.
Við þurfum að hafa trúna og vita
hvernig á að spila gegn þeim. Þá
vinnum við þennan leik,“ segir
Eyjólfur.
Þú færð
pottþétt starf
Í verk- og tækninámi bjóða ölmörg fyrirtæki upp á
vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu.
Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð
störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess
góðan grunn að ölbreyttu framhaldsnámi.
Fleiri en 160 fyrirtæki í iðnaði hafa lýst yr vilja til að ea
vinnustaðanám. Kynntu þér málið á www.si.is.
Samtök iðnaðarins 2016 | 591 0100
Eyjólfur Sverrisson hefur trú á
því að Ísland geti loksins brotið
ísinn gegn Dönum.
530
Mínúturnar sem Ísland hefur spilað
gegn Dönum frá síðasta marki.
13
Mörk sem Ísland hefur skorað
gegn Dönum í 22 landsleikjum.
71
Mark sem Danmörk hefur skorað
gegn Íslandi í 22 landsleikjum.
Gylfi Sigurðsson, besti leikmaður
Íslands, sést hér í leiknum gegn
Dönum árið 2011 sem íslenska U-21
árs landsliðið vann, 3-1.
„Samfylkingin þarf ekki
formann sem telur sig vita
allt best og að hann sé með
lausnir á vandamálum sam-
félagsins sjálfur.“
„Helsti vandi Samfylkingarinnar í
dag er að alltof mikið púður hefur
farið í að gagnrýna aðra flokka.
Meirihluti Íslendinga eru jafnað-
armenn og það vantar fókus á að
tala fyrir jafnaðarstefnunni. Hún
er lausnin á öllum stærstu vanda-
málum samfélagsins, eins og hús-
næðismálum og heilbrigðismálum,“
segir Guðmundur Ari Sigurjónsson,
bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Hann
er 27 ára tómstunda- og félagsmála-
fræðingur og hyggst bjóða sig fram
til formanns Samfylkingar á kom-
andi landsfundi.
Guðmundur Ari telur það vera
frumskyldu formanns og forystu
Samfylkingar að virkja kraft félags-
manna og tryggja að þeir eigi sem
stærstan þátt í stefnunni og þeim
málum sem barist er fyrir. „Eitt
stærsta vandamál stjórnmálanna í
dag er að fólki finnst stjórnmál leið-
inleg,“ segir í framboðstilkynningu
Guðmundar Ara. „En það þýðir ekki
að það þurfi að vera candyfloss-vél
á öllum fundum heldur að hinn
almenni félagsmaður finni fyrir því
að hlustað sé á hann og að hann
hafi áhrif á framtíðaruppbyggingu
samfélagsins sem hann býr í.“
Aðspurður um frammistöðu
Árna Páls Árnasonar, núverandi
formanns, segir Guðmundur Ari;
„Hann hefur staðið sig vel í að sópa
fylgi frá stjórnarflokkunum en ekki
nægilega vel í að ná í fylgi fyrir
Samfylkinguna. Hann hefur verið
of fastur í átökunum.“ | þt
Stjórnmál Guðmundur Ari, 27 ára, býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar
Vill hjálpa Samfylkingunni að finna gleði á ný
Guðmundur Ari Sigurjónsson vill verða nýr for-
maður Samfylkingarinnar.
Það er ekki bara Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson sem berst fyrir ís-
lensku krónunni með vörunum en
eltir aðrar myntir með veskinu.
Útgerðarmenn hafa verið miklir
talsmenn þess að halda í íslensku
krónuna en samt gera HB Grandi,
Samherji, Þorbjörn, Vinnslustöð-
in, Vísir, Rammi og HG Gunnvör
upp í evrum og Eskja, Huginn, Ís-
félagið og Síldarvinnslan gera upp
í dollurum.
Morgunblaðið er að þremur
fjórðu í eigu stærstu kvótafyrir-
tækja landsins og hefur barist hart
fyrir krónunni. Hluti af fyrirtækj-
unum sem talin voru upp hér að
ofan eiga saman um 64 prósent af
Morgunblaðinu. | gse
Talsmenn
krónu kjósa
með fótunum
Kröfuhafar á
Tortóla
Orðaskipti á þingi í
fyrrahaust hafa fengið nýja
vídd eftir að í ljós kom að
eiginkona forsætisráðherra á
eignarhaldsfélag á Tortóla.
Í umræðum á þingi í nóvember
síðastliðnum, um breytingar á
skattalögum sem felldu niður
skatta af vaxtatekjum af skulda-
bréfum kröfuhafa, var Frosti Sig-
urjónsson, formaður efnahags- og
viðskiptanefndar, spurður að því
hvort breytingin væri til þess að
gefa einhverju Tortóla-liði grið.
Frosti sagði að nefndarmenn
hefðu spurt starfsmenn fjármála-
ráðuneytisins að þessu og fengið
þau svör að ekki væru miklar líkur
á því. „Þegar upp er staðið þá var
ekki tilefni til þess að leggja stein
í götu þessara slitabúa við að gefa
út skuldabréfin vegna þess að það
væri einhver möguleiki á því að
0,1% þessara kröfuhafa væri á Tor-
tóla-eyju,“ sagði Frosti, „heldur er
reynt að liðka fyrir því að þeir geti
fengið þessi bréf og þau geti gengið
kaupum og sölum.“
Sem kunnugt er á eiginkona Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
félag á Tortóla sem var kröfuhafi
í bú bankanna. Miðað við orða-
skiptin á þingi grunaði marga að
ein af lagabreytingum í tengslum
við slit bankanna kæmu slíkum
félögum sérstaklega vel. | gse
8 | fréttatÍMinn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016