Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 20

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 20
Mynd | NordicPhotos/GettyImages Það þarf ekki að grúska lengi í ævisögu forsetaframbjóðandans og auðmannsins Donalds Trumps til að komast að því að margt sem hann heldur fram um sjálfan sig stenst ekki skoðun. Hið endanlega egóflipp Trumps Enda ætlaði Donald Trump sér alltaf meira en að byggja fátækrablokkir, eins og faðirinn. Hann vildi setja mark sitt á borgarmynd New York til frambúðar og verða ódauðlegur. Trump viðurkennir sjálfur fúslega fyrir aðdáendum sínum að hann eigi til að ýkja, enda goðsögnin um sjálfan sig líklega besta söluvara hans fyrr og síðar. Vera Illugadóttir ritstjorn@frettatiminn.is Donald Trump hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Forsetaframbjóðandi er nýjasta hlutverkið sem Trump bregður sér í á sínum sérlega skrautlega ferli. Lengst af var hann auðvitað aðallega þekktur sem fast- eignajöfur, og vissulega hefur hann byggt margar tilkomumiklar bygg- ingar í New York og víðar. Meðal þess sem Trump heldur gjarnan fram í kosningabaráttunni er að hann hafi hafist af sjálfum sér, og auð sinn og velgengni eigi hann algjörlega sjálfum sér að þakka. Hið rétta er að hann fékk verulegt for- skot í fasteignabransanum vegna föður síns. Afi Trumps hafði flust til Bandaríkjanna frá Þýskalandi og auðgast á rekstri hóruhúsa. Faðir- inn, Fred Trump, ávaxtaði sitt pund vel og varð stórtækur fasteignajöfur á kreppu- og stríðsárunum, og byggði, í samstarfi við bandarísk stjórnvöld, stórar íbúðablokkir víðsvegar um New York – að miklu leyti leiguhúsnæði fyrir efnalitla. Frá unga aldri fylgdi Donald föður sínum eftir í vinnunni, lærði allt um bókhald, umhirðu eigna og hvernig sinna skal leigjendum, og var líka látinn taka til og tína upp nagla á stangli á byggingarsvæðunum. En á slíkum skítverkum hafði Do- nald alltaf takmarkaðan áhuga. Um 26 ára gamall tók hann við rekstri fjölskyldufyrirtækisins að hluta til, og vílaði þá ekki fyrir sér að nota peningana hans pabba gamla til að fjármagna lúxuslífsstíl – eins og þakíbúð á Manhattan, blæjubíl og tíðar heimsóknir á nafntogaða skemmtistaði og einkaklúbba. Vildi verða ódauðlegur Donald flutti til Manhattan þrátt fyrir að faðir hans maldaði í móinn. Fred Trump hafði byggt sínar blokkir í alþýðlegum hverfum Queens og Brooklyn. Manhattan var annar handleggur. Þar, innan um skýjakljúfana og glæsiverslan- irnar, var miklu dýrara og flóknara að athafna sig – en, eins og Donald áttaði sig fljótt á, tækifærin til að græða stórar fjárhæðir voru svo miklu meiri. Enda ætlaði Donald Trump sér alltaf meira en að byggja fátækra- blokkir, eins og faðirinn. Hann vildi setja mark sitt á borgarmynd New York til frambúðar og verða ódauðlegur. Eitt af fyrstu stórvirkjum Trumps var skýjakljúfur sem reis við Fifth Avenue á árunum 1979 til 1983. Fyrirmyndin var annar nokkuð ný- legur skýjakljúfur við sömu breið- götu: Olympic Tower, sem skipa- konungurinn Aristóteles Onassis lét byggja. Fyrirkomulagið í Olympic Tower var nýstárlegt, og eftir því apaði Trump nákvæmlega: blanda af lúxusíbúðum og skrifstofuhúsnæði, með verslunarhúsnæði á neðstu hæðunum. Nema hvað Trump vildi hafa allt enn nýstárlegra, og enn glæsilegra en Onassis. Hann lét því eiginkonu sína, tékknesku skíðakonuna og fyrirsætuna Ivönu Trump, um að sjá um innrétting- arnar og hún lét leggja allt innvols byggingarinnar marmara og glans- andi látúni. Olympic Tower, Ólympíuturninn, nefndi Onassis til heiðurs menn- ingararfs heimalands síns, Grikk- lands. En Donald Trump fór alla leið og nefndi skýjakljúfinn bara eftir sjálfum sér: Trump Tower. Alþýðan gleypti við honum Þetta þótti mjög óvenjulega á þessum tíma. Fasteignajöfrar New York-borgar höfðu hingað til ekki sóst sérstaklega eftir persónulegri frægð, vildu helst frekar fela sig bak við fyrirtæki, félög og lögfræði- stofur. „Þetta var nafnlaus hópur,“ segir lögmaður Trumps, Jerry Schrager, við blaðamanninn Gwendu Blair í bókinni The Candidate, um aðra fasteignabubba í stórborginni um það leyti sem Trump Tower reis. „Maður vissi aldrei hver byggði bygginguna þar sem maður bjó, eða jafnvel hver átti hana. Svo allt í einu var maður farinn að búa í Trump Tower og Trump Plaza. Þetta var alveg einstakt.“ Og það sem meira var, segir Schrager, að þó að leigusalar og byggingaverktakar væru almennt ekki dáðir meðal bandarískrar alþýðu virtist fólkið ekki fá nóg af Donald Trump. Það var eitthvað við hann. „Það kom mér sífellt á óvart hvernig fólk tók á móti honum og hans verkefnum,“ segir hann. „Ég sat þarna með honum, stundum með mjög gáfað, veraldarvant fólk hinumegin við borðið, og meiri- hlutinn gleypti við honum. Alþýðan gleypti við honum. Maðurinn á götunni, leigubílstjórar, allir vildu snerta hann og taka í höndina á honum.“ Enda sló Trump Tower í gegn. Engu var til sparað og jafnvel áður en byggingu turnsins lauk voru íbúðir þar orðnar þær dýrustu í New York. Auðmenn og frægðar- menni kepptust um að komast að í marmarasleginni dýrðinni. Donald Trump skaust snarlega upp á stjörnuhimin og kunni því, af öllu að dæma, afar vel. Turninn var svo auðvitað bara byrjunin á glæstum ferli. Fleiri stórar, glæsilegar, og síðast en ekki „Hann vildi verða ódauðlegur“ 20 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.