Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 14
Stjórnendur Erl. 1,2% Sérfræðingar Ísl. 25% Erl. 10,6% Sérmenntað starfsfólk Ísl. 13,6% Erl. 3,6% Skrifstofufólk Afgreiðslufólk Ísl. 6,1% Ísl. 23,4% Erl. 2,8% Erl. 20,6% Bændur og fiskimenn Iðnaðarmenn Vélgæsla Ósérhæft starfsfólk Ísl. 5,4% Ísl. 7,6% Ísl. 3,9% Ísl. 8,5% Erl. 2,1% Erl. 12% Erl. 4,7% Erl. 42,4% Ísl. 6,5% Skipting eftir störfum Innflytjendur taka lökustu störfin seinni heimsstyrjöldinni, urðu eftir stækkun Evrópusambandsins til austurs, fyrst árið 2004 og svo 2007. Þá streymdu hundruð þúsunda frá fyrrum austantjaldslöndunum, eink- um Póllandi og Litháen, vestur á bóg- inn í atvinnuleit. Samfara stækkun ESB var mikil efnahagsþensla í Vest- ur-Evrópu og eftirspurn eftir vinnu- afli mikil. Hallfríður Þórarinsdóttir mann- fræðingur, sem hefur rannsakað þjóðflutninga frá Austur-Evrópu til Norðurlanda og pólska samfélagið á Íslandi, segir að Pólverjum hafi boðist ýmis þjónustustörf eða störf í bygg- ingariðnaði, en sumir stjórnmála- menn og leiðtogar launaþegahreyf- ingarinnar hafi látið í ljós áhyggjur af því að þetta myndi leiða af sér félags- leg undirboð. Það var eftir miklu að slægjast hjá Pólverjum en laun í Pól- landi voru allt að fimm sinnum lægri en á Norðurlöndum. Rannsóknir Hallfríðar leiddu í ljós að þrátt fyrir mismunandi menntun og starfsreynslu, eru Pólverjar fyrst og fremst ráðnir í láglaunastörf sem krefjast lítillar sérþekkingar og eru auk þess á fremur þröngu sviði. Í samanburðarrannsókn á starfs- kjörum Pólverja milli Oslóar, Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur kom í ljós að Ósló er sá áfangastaður sem borgar hæstu launin en líka sá stað- ur þar sem farandstarfsmenn eru í hvað mestri hættu á að vera mis- munað og verða fyrir ólöglegri með- ferð og Reykjavík er sá staður sem borgar minnst í peningum talið en á sama tíma sá staður þar sem farand- starfsmenn eiga minnst á hættu að vera mismunað. Hvor þessara tveggja staða er álitinn vænlegri til að vernda farandstarfsmenn veltur á því hvað er álitið verðmeira: há laun eða tryggar vinnuaðstæður? Stór hópur á botninum Innflytjendur eru alls ekki einsleit- ur hópur, þeir koma viða að og hafa margvíslegan reynsluheim. En stór hópur þeirra sem hefur komið hingað til að vinna býr ekki við góð lífskjör á íslenskan mælikvarða. Með öðrum orðum hefur inn- flytjendastefnan falist í því að leyfa stórum hópi fólks að svamla um á botni samfélagsins með ákaflega gis- ið, ef nokkurt öryggisnet, til að fyrir- tækin hafi nægt vinnuafl. Sárafáir sem koma hingað á eigin vegum fá að vera, það eru fyrirtækin sem ráða því meira og minna hverjir setjast hér að. En hversu opið er samfélagið? Geta innflytjendur í láglaunastörfum látið drauma sína rætast um betra líf fyrir börnin sín en þeir áttu sjálfir? Eldri rannsóknir hafa leitt í ljós að staða ungmenna af erlendum upp- runa í skólakerfinu er mun verri en meðaltal Evrópusambands- og EES landanna. Verst er staða drengja. Sextíu prósent allra karla í hópi inn- flytjenda, sem bjuggu hér við lok grunnskóla, höfðu ekki lokið námi á framhaldsskólastigi við 22 ára aldur, samkvæmt rannsókn frá árinu 2004. Þetta er nær helmingi hærra brottfall en meðal íslenskra jafnaldra þeirra. Ný skýrsla UNICEF bendir til þess að staða innflytjendabarna kunni að vera að batna og hlutfall þeirra sem líði skort hafi lækkað á liðnum árum. Árið 2009 bjuggu 9,4 prósent barna innflytjenda við skort en 6,8 árið 2014. Börn innflytjenda skáru sig hinsvegar úr þegar kemur að hús- næðishrakningum og þrengslum. Bergsteinn Jónsson, framkvæmda- stjóri UNICEF, segir að hluti þeirra sem eiga erlenda foreldra hafi ekki verið stór í mælingunni og því sé ekki hægt að útiloka skekkjur. Svarhlut- fall var hlutfallslega minna hjá fólki af erlendum uppruna og því erfitt að fullyrða annað en að það þurfi að safna gögnum á reglubundnari hátt en gert er. Það vanti enn stórar yfir- gripsmiklar rannsóknir á högum inn- flytjendabarna. 42 prósent erlendra ríkisborgara eru í störfum ósérhæfðs starfs- fólks á meðan 8,5 prósent íslenskra ríkisborgara sinna slíkum störfum. 45 prósent íslenskra sinna störfum stjórnenda, sérfræðinga eða sér- menntaðs starfsfólks en aðeins 15 prósent erlendra. Þar sem erlendir ríkisborgarar hafa almennt betri menntun en íslenskir bendir þetta til kerfis- bundinnar mismununar. Tungumál og uppruni erlendra ríkisborgara heldur þeim niðri á vinnumarkaði. Það má sjá á stöplaritinu að er- lendir ríkisborgarar eru hlutfalls- lega fleiri meðal iðnaðarmanna, auk fólks í ósérhæfðum störfum, og nánast jafn margir meðal af- greiðslufólks. Í öðrum starfs- greinum eru útlendingar færri en Íslendingar. Af þessu má sjá að Íslendingar verða mjög misjafnlega varir við innflutning fólks af er- lendu bergi eftir því í hvaða starfs- greinum það er eða hversu hátt upp metorðastigann það hefur unnið sig.  Hverjir vilja eiginlega flytja til Íslands? 4,2% Árborg4+96A2,6%Akureyri3+97A 3,2%Garðabær3+97A 3,6%Skagafj.4+96A 3,7%Mosfellsb.4+96A 6,4% Akranes6+94A4,6%Seltj.nes5+95A 6,5%Kópav.7+93A5,1%Borgarb.5+95A 5,5%Vestm.eyjar6+94A 10,4% Ísafjörður10+90A 10,8%Reykjanesb.11+89A7,4%Hafnarfj.8+92A 11,7%Fjarðarb.12+88A8,5%Reykjav.9+91A Heimild: Hagstofa Íslands Af stærri bæjum er hlutfall erlendra lægst á Akureyri eða 2,6 prósent. Það er álíka hlutfall og var á Íslandi árið 2000, áður en innflutningur erlends vinnuafls hófst að ráði. Á sama mælikvarða má segja að Garðabær sé staddur á 2001, Skagafjörður á 2005 og Seltjarnarnes á 2006. Hæst er hlutfallið í Fjarðabyggð en uppbygging álversins á Reyðarfirði hefur skapað þörf fyrir vinnuafl langt umfram það sem sveitarfélögin fyrir austan gátu uppfyllt. Í Fjarðabyggð er fimmti til fjórði hver karlmaður á aldrinum 25 til 50 ára erlendur ríkisborgari og sjötta til fimmta hver kona á aldrinum 20 til 45 ára. Miðað við spá og væntingar samtaka fyrirtækja, SA, má gera ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi um eitt til tvö þúsund manns árlega á næstu árum og erlendir ríkisborgarar verði orðnir um 14 prósent af íbúum lands- ins árið 2030. Miðað við þá spá má segja að Fjarðabyggð sé stödd á árinu 2024, næstum aldarfjórðungi á undan Akureyri í átt til fjölmenningarsam- félagsins. Árið 2000 á Akureyri — 2025 í Fjarðabyggð Hlutfall erlendra ríkisborgara í stærri bæjum 15,7% Sandgerði16+84A 14,9% Ölfus15+85A 15,6% Snæfellsbær16+84A 13,5% Patreksfjörður14+86A 18,7% Tálknafj.19+81A 16,9%Svalbarðsstr.17+83A 16,8% Bolungarvík17+83A 15,2% Borgarbyggð15+85A 16,3% Borgarfj. eystri16+84A 14,9% Grundarfj.15+85A 12,5% Hvolsvöllur13+87A12,9%Þórshöfn13+87A Heimild: Hagstofa Íslands Erlendir ríkisborgarar í smærri þorpum Fyrir utan 101 Reykjavík, Fella- hverfið og Bakkana eru hlutfalls- lega flestir erlendir ríkisborgarar í nokkrum sjávarþorpum. Hlutfallið er hæst á Tálknafirði, þar er um fimmti hver íbúi er erlendur. Nærri 30 prósent fólks á aldr- inum 25 til 50 ára eru erlendir ríkis- borgarar á þessum stöðum. Það er t.d. tilfellið í Bolungarvík. Þar eru 45 prósent karla á aldrinum 30 til 34 ára erlendir og 35 prósent kvenna á aldrinum 25 til 29 ára. Frá aldamótum hefur íslenskum ríkisborgurum í Bolungarvík fækk- að um 161 en erlendum ríkisborg- urum fjölgað um 83.  Nær þriðjungur vinnandi erlendur Engin Ísl. 0,0% Erl. 0,2% Barna- og unglingaskóli Ísl. 42,1% Erl. 27,8% Starfsmenntun Ísl. 33,6% Erl. 46,1% Háskólamenntun Ísl. 24,3% Erl. 25,9% Munurinn á menntun íslenskra ríkisborgara og erlendra ríkisborg- ara á Íslandi er einkum sá að þeir erlendu eru mun líklegri til að hafa starfsmenntun. Hlutfall háskóla- menntaðra er svipað og einnig hlut- fall þeirra sem hafa enga menntun. En mun fleiri erlendir ríkisborgarar hafa starfsmenntun eða 46 prósent hópsins á móti 34 prósent hjá ís- lenskum ríkisborgurum. Um 42 prósent íslenskra ríkis- borgara hafa aðeins barna- eða unglingapróf eða minni menntun en þetta hlutfall er mun lægra hjá erlendum ríkisborgurum, eða 28 prósent.  Menntun íslenskra og erlendra ríkisborgara Betur menntaðir en Íslendingar Laun erlendra ríkis- borgara og innfæddra Hlutfall meðaltekna erlendra ríkisborgara sem hlutfall af tekjum ríkisborgara viðkomandi lands. Meðaltal áranna 2013 til 2015. Heimild: Evrópska hagstofan. Noregur 88% Finnland 80% Danmörk 78% Svíþjóð 74% Ísland 82% Samkvæmt upplýsingum frá evr- ópsku hagstofunni hafa meðal- tekjur erlendra ríkisborgara verið um 82 prósent af meðaltekjum íslenskra ríkisborgara undanfarin ár. Þetta er svo til sama hlutfall og meðaltal Norðurlandanna. En hlutfallið er mjög misjafnt milli Norðurlandanna. Það er lægst í Svíþjóð og Danmörku en hæst í Noregi. Munurinn kann að liggja í því hversu margt starfs- fólk Noregur dró til sín til að standa undir ört vaxandi hag- kerfi áður en olíuverðið féll. Sam- setning erlendra ríkisborgara þar kann því að vera annað en í hinum löndunum. Til samanburðar á launamun erlendra og íslenskra ríkisborgara má benda á að samkvæmt könn- un VR á launamun kynjanna var launamunurinn um 14,2 prósent á síðasta ári. Þar af er 9,9 prósent metið sem kynbundinn launamun- ur. Mismunurinn liggur í ólíkum störfum, vinnutíma og öðru sem raskar samanburði. Mælingar á launamun erlendra og íslenskra ríkisborgara er ekki eins þróaðar en samanburður evr- ópsku hagstofunnar bendir til að hann sé umtalsverður.  Erlendir ríkisborg- arar með 18 prósent lægri tekjur Það er auðvitað vita vonlaust að segja til um á hvað fólk trúir út frá hagstofuupplýsingum, en ef erlend- um ríkisborgurum á Íslandi er skipt eftir hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í löndum sem þeir eiga ríkisborgara- rétt sést að bróðurparturinn er frá löndum þar sem kristni er ríkjandi. . Um 31 prósent jarðarbúa eru kristnir en 92 prósent erlendra ríkis- borgara á Íslandi. Næst fjölmennasti hópurinn eru búddistar, 7,1 prósent, en þeir eru 3,4 prósent erlendra ríkis- borgara á Íslandi. sem trúleysi er al- gengara en tengsl við trúarhópa. 2,6 prósent erlendra ríkisborgara koma frá slíkum löndum en trúlausir eru rúm 16 prósent jarðarbúa. Þar vega trúlausir Kínverjar þyngst. Fjórði hópurinn eru múslimar en þeir eru 1,7 prósent erlendra ríkis- borgara á Íslandi. Múslimar eru rúm 23 prósent jarðarbúa. Þar á eftir koma hindúar en þeir eru aðeins 0,6 pró- sent erlendra ríkisborgara á Íslandi en 15 prósent jarðarbúa. Fáir koma frá svæðum þar sem forfeðradýrkun eða önnur hefðbundin trúarbrögð eru ríkjandi og gyðingar eru fáir í heiminum og hlutfallslega enn færri meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi. Sundurgreining erlendra ríkisborgara á Íslandi eftir trúarbrögðum sýnir betur en margt annað að Ísland er ekki fjölmenningarsamfélag að sama skapi og næstu nágrannalönd. Hópur innflytjenda á Íslandi er einsleitur enda er stærstur hluti þeirra fluttur inn af tiltölulega fáum aðilum; stórum fyrirtækjum og starfsmannaleigum og -miðlunum.  Kristnir 91,6% Búddistar 3,4% Trúlausir 2,6% Múslimar 1,7% Hindúar 0,6% Þjóðtrú 0,004% Gyðingar 0,02% Kristnir 31,4% Búddistar 7,1% Trúlausir 16,3% Múslimar 23,2% Hindúar 15,0% Þjóðtrú 5,9% Gyðingar 0,2% Erlendir ríkisborgarar á Íslandi Í heiminum Trúarbrögð Fáir múslimar, langflestir kristnir Kynni fólks af fjölmenningarsamfélagi eru misjöfn eftir því hvar það býr, við hvað það starfar og og hvaða stétt það tilheyrir. Vel launaður sérfræðingur í Garðabæ hefur þannig allt aðra upplifun af fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi en fátæk verkakona í Breiðholti. Myndin er af dyrabjöllum í Asparfelli. Mynd | Rut 14 | fréttatÍminn | PÁSKAHElGin 24. MARS–28. MARS 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.