Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 50
1. Hver er höfuðborg Sýrlands? • 2. Hvaða leikkona fer með aðalhlutverkið í nýju íslensku grínþáttunum Ligeglad, sem frumsýndir verða um páskana? • 3. Á hvaða orðum hefst framlag okkar Íslendinga til Eurovision þetta árið? • 4. Hvers vegna eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? • 5. Fyrir hvað komst Guðrún Margrét Páls- dóttir í fréttir í vikunni? • 6. Hversu oft hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta sigrað það danska? • 7. Hvað er áætlað að margir Íslendingar verði á Tenerife um páskana? • 8. Hvaða ár er Ólafur Ragnar Grímsson fæddur? • 9. Hvert er nafn nýútkominnar skáldsögu Dags Hjartarsonar? • 10. Hvaða nýju gerð síma kynnti Apple til sögunnar í vikunni? Bráðabani 11. Hvað kostar fyrsta klukkustundin í bílastæði p3 í Reykjavík? • 12. Hvað hét pabbi Gísla Súrssonar? • 13. Hver ritstýrir vefnum sykur.is? WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA BALKANSKAGINN Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir. Verð 337.900.- á mann í 2ja manna herbergi Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggj- andi segist ekki kunna að setjast niður með kaffibolla á morgnana og segir morgunstundina breytilega eftir dögum. Upphaf dagsins markist þó oft af LGG-flösku og skeið af lýsi. Birna hefur tekið lýsi síðan hún hætti að reykja fyrir 34 árum „Ég var svo mikill níkótínfíkill að eina leiðin til að geta hætt var að taka lýsi á morgnana. Það er nefni- lega ekkert gott að reykja eftir lýsissopa.“ Morgunstund Skipti reykingunum út fyrir lýsi Mynd | Rut 1. Damaskus. 2. Anna Svava Knútsdóttir. 3. Can you hear them calling? 4. Reglan um páska í kirkjum Vesturlanda er sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl frá og með 21. mars. 5. Hún bauð sig fram til forseta. 6. Aldrei. 7. 3.000 Íslendingar. 8. Árið 1943. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. iPhone SE. 11. 90 krónur. 12. Þorbjörn Þorkelsson. 13. Hlín Einarsdóttir. Spurningakeppni fólksins Eggið spælir hænuna Katrín Agla Tómasdóttir keppandi í vinningsliði MR í Gettu betur 2016 1. Damaskus. 2. Pass. 3. Can you here them calling. 4. Þetta fer eftir tunglinu. 5. Pass. 6. Aldrei. 7. 3.000. 8. 1942. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. Iphone SE. 11. 60 kr. 12. Þorbjörn Súr Þorkelsson. 13. Pass. 7 rétt Steinþór Helgi Arnsteinsson spurningahöfundur í Gettu betur 2016 1. Damaskus. 2. Anna Svava. 3. Það veit ég ekki. 4. Miðað við vikur frá fyrsta fulla tungli eftir áramót. 5. Hún bauð sig fram til forseta. 6. Aldrei. 7. Alltof margir. 8. 1942. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. iPhone SE. 11. 150 kr. 12. Þorgeir súr. 13. Helgi Jean Claessen. 6 rétt Rétt svör Þeir Aron Can, Aron Rafn og Jón Bjarni sitja þétt saman við hljóð-blandarann í litlu stúdíói í Kópavoginum. Þeir eru komnir í páskafrí og verður það tileinkað fyrstu plötu Arons Can. Tvö lög eru þegar tilbúin og segir Jón Bjarni, annar framleið- enda, þá vinna hratt og örugglega saman. „Við Aron Rafn höfum verið að gera lög í nokkur ár og erum van- ir að vinna saman. Við sendum lögin á Aron Can sem tekur aðeins hálfan dag í að semja laglínu og texta. Svo hendum við honum í stúdíóið og daginn eftir er lagið klárt.“ Strákarnir eru vongóðir að skila af sér átta laga EP plötu eftir páska. „Í síðasta lagi í byrjun apríl,“ segir 16 ára tónlistarmaðurinn Aron Can. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið fyrir lögin Þekkir stráginn og Enginn mórall. Þríeykið kom saman eftir að Aron Can gaf út lagið Klink. „Það er mjög góð saga á bak við fyrsta lagið okkar, Þekkir stráginn. Við vorum í vetrar- fríi og sömdum taktinn í gamni. Við sendum það á Aron Can eftir að hafa hlustað á hann Youtube.“ Þeir fara að hlæja þegar Aron Rafn rifjar upp samskiptin. „Ég held ég hafi sent til hans „yo, need beats?“ Aron Can fékk lagið sent í október en það var ekki fyrr en í lok janúar sem hann lagði leið sína í stúdíóið til þeirra, seint á föstudegi. „Við vorum bara að tjilla og drekka bjór,“ segir Jón. „Góðir á því að hlusta á tónlist, þegar Aron Can rifjar upp taktinn sem við sendum á hann fyrir löngu. Klukkan var tvö um nótt og við orðnir drulluþreyttir en hann byrjar að raula laglínu svo við hendum honum inn í klefann í upptöku. Þetta var tekið upp í einu rennsli og við heyrðum strax að þarna væri eitthvað sérstakt,“ segir Jón sem fór heim og hljóðblandaði lagið um nóttina. „Ég henti þessu saman á korteri, færði lagið yfir á símann minn og hlustaði á það sex sinnum áður en ég sofnaði. Um morguninn sendi ég lagið á strákana og sagðist elska þetta, þetta væri negla.“ Aron segir viðtökurnar vera vonum framar og að lagið fái enn mikla spilun frá sífellt breiðari hópi. „Upphaflega fékk þetta athygli frá rétta fólkinu, Loga Pedro, Unnsteini Manuel og Dóra DNA.“ Síðastliðinn fimmtudag var Aron fenginn til þess að spila á Prikinu ásamt Lexa Picasso og Krabba- Mane. „Það var besta kvöld lífs míns. Allir kunnu textann og voru að biðja um „rewind, rewind!“ sem ég skildi ekkert hvað þýddi þá.“ Aron Can gefur út EP plötu eftir páska. Hann kom ný- verið fram á Prikinu og segir það besta kvöld lífs síns. Þekkið þið „stráginn“? Aron Can er 16 ára upprennandi rappari. Þekktasta lagið hans, Þekkir stráginn, varð til í fyrstu upptöku seint um nótt og vakti athygli. Fyrsta plata Arons kemur út eftir páska og situr teymið sveitt í stúdíóinu. Mynd | Hari Aron Rafn og Jón sammælast um að strákurinn þeirra hafi tryllt lýðinn, „Hann bað plötusnúðinn um að lækka í tónlistinni og söng lagið án undirspils og allir tóku undir,“ segir Jón og Aron Rafn bætir við, „uppá- halds augnablikið mitt var þegar hann tilkynnti að þetta væri í fyrsta skiptið sem honum væri hleypt inn á Prikið og það væri eins gott að nýta það.“ Það eru margt á döfinni hjá rapp- aranum og en hann kemur fram á Extreme Chill Festival og Secret Sol- stice í sumar. Aron segist stefna á toppinn en ekki mega missa sjónar á mikilvægasta markmiðinu, að búa til góða tónlist. „Íslenska hip hop senan er hátt uppi núna. Gísli Pálmi var sparkið sem þurfti, eða allavega í mínu tilfelli. Rappið er komið til að vera.“ | sgk 50 | fréttatíminn | PÁSKAHElgin 24. MARS–28. MARS 2016 Þetta var tekið upp í einu rennsli og við heyrðum strax að þarna væri eitthvað sérstakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.