Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.03.2016, Page 24

Fréttatíminn - 24.03.2016, Page 24
Mynd | Hari Bjarki Friis Veðurfræðingurinn með hreiminn á sér ævintýralega sögu Síríus sveitin Árið 1931 settu Norðmenn norska fánann niður langt norðan við Scoresbysund á þeim forsendum að svæðið væri einskismanns- land. Danir kærðu Norðmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag sem úrskurðaði að til að geta haldið áfram að gera tilkall til svæðisins yrðu Danir að vera á staðnum. Tvær litlar lögreglu- stöðvar voru opnaðar í Meist- aravík og Daneborg á fjórða áratugnum en þegar Þjóðverjar fóru að setja upp veðurathug- unarstöðvar á svæðinu í seinni heimstyrjöldinni ákváðu Danir að herða eftirlitið og árið 1950 var ákveðið að stofna hunda- sleðadeild til að vakta svæðið og tryggja yfirráð Dana þar enn frekar. Hundasleðasveitin er sú eina sinnar tegundar í heim- inum og samanstendur af sex tveggja manna teymum sem hvert um sig hefur um fimmtán hunda. Mennirnir eru nær stöð- ugt á ferðalagi því teymin deila á milli sín 160.000 ferkílómetra svæði sem þarf að vakta og fara mennirnir alla vegalengdina á gönguskíðum en hundarnir draga tjaldið og aðrar vistir. Sveitin þótti hernaðarlega mjög mikilvæg á tímum kalda stríðs- ins en þrátt fyrir að því sé löngu lokið sjá Danir sér hag í því að tryggja sér svæðið með viðveru tólf ævintýraþyrstra manna. Liðsmenn Síríus-hundasleða- herdeildarinnar eyða tuttugu og sex mánuðum á ferðalagi yfir hjara veraldar. Tólf menn og hundrað hundar tryggja rétt dönsku krúnunnar til stærsta þjóðgarðs í heimi, Norð-austur Grænlands, og hætta um leið lífi sínu úti á hættulegum ísbreiðunum. Sex menn eru valdir til starfsins á ári og Bjarki Friis, jarðfræðingur og veður- fréttamaður, var einn þeirra. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is Danska herstöðin Station Nord á Grænlandi er nyrsta byggða ból jarðar. Þar sér danski herinn um að verja rétt Danaveldis til stærsta þjóðgarðs í heimi, sem nær frá Sco- resbysundi að nyrsta odda lands- ins. Á strjálbýlu og ísköldu svæðinu hafast danskir sérsveitarmenn við allan ársins hring en Síríus-hunda- sleðahersveitin er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fyrstu árum ævi sinnar eyddi Bjarki Friis í Meistaravík á norð- austurströnd Grænlands þar sem faðir hans, Henrik Friis, fékk vinnu hjá dönsku námufyrirtæki eftir að hafa lokið tuttugu og sex mánuð- um í Síríus-sveitinni. Móðir Bjarka, Karen Jónsdóttir Kaldalóns, hélt þar heimilið og sá um synina tvo við frekar frumstæðar aðstæður. Fjölskyldan flutti síðar til Noregs en sleit aldrei sambandinu við Grænland, ferðaðist þangað í fríum og endalausar sögur voru sagðar af stórbrotinni náttúru landsins og ævintýrum föður Bjarka og vina hans. Bjarki var gjörsamlega heillaður af sögunum en bjóst þó aldrei við að geta fetað í fótspor föður síns. „Ég var alltaf með svo þykk gleraugu sem barn þannig að það kom ekki til greina. Inntöku- skilyrðin eru mjög ströng og eitt af þeim er að vera með 100% sjón. Ég lét mig samt auðvitað dreyma um þetta og elskaði að ferðast með for- eldrum mínum um þetta afskekkta svæði í bátnum sem þau áttu þarna með vinum sínum.“ Líkamlegar og sálrænar þrautir Bjarki fór í húsasmíðanám í Dan- mörku eftir menntaskólann í Nor- egi og þar frétti hann af nýrri leiser- augnaðgerð sem átti eftir að breyta öllum hans plönum. Ég bauðst til að vera tilraunadýr í aðgerðinni gegn því að fá hana fría og allt í einu var ég komin með fullkomna sjón. „Ég kláraði smíðanámið en fór svo beint í herinn því nú sá ég möguleika á að komast í Síríus- sveitina. Ég vissi að leiðin væri löng en mér var sama. Ég hugsaði með mér að kæmist ég ekki til Græn- lands þá væri herinn í Danmörku bara ákveðin lífsreynsla.“ Leiðin að Síríus-sveitinni er ekki auðveld. Einungis þeir sem hafa verið yfirmenn í danska hernum geta sótt um að komast í inntöku- prófið og aðeins 10% hermanna verða yfirmenn. Árlega sækja um sextíu menn um inngöngu í prófið sem stendur í yfir í marga daga og sem samanstendur af ýmsum líkamlegum og sálrænum þol- raunum. Í gegnum þessa fyrstu síu komast átta manns sem fara í sex mánaða langan forskóla þar sem undirbúningur fyrir tuttugu og sex mánaða einveru á ísilögðu landi við 87. breiddargráðu hefst. Af þessum átta manns eru sex valdir í sveitina. Þarf fjölbreytta þekkingu „Þegar þú sækir um er ekki bara skoðuð reynslan þín í hernum. Umsóknin er byggð á allri ævi þinni, ekki bara á starfsferilskránni og það skiptir allt máli. Það er alls ekki verið að leita eftir ofur- mönnum með stóra vöðva heldur að fólki með fjölbreytta hæfileika. Það skiptir eiginlega mestu máli að hafa hausinn í lagi. Hluti af inn- tökuprófinu er þriggja daga löng sálfræðiskoðun og svo hópastarf þar sem sálfræðingar fylgjast með því hvernig þú leysir úr hinum og þessum þrautum,“ segir Bjarki. Á fyrstu árum sveitarinnar var vinsælt að fá hermenn sem höfðu starfað sem bændur því þeir hafa fjölbreytta þekkingu, bæði af dýr- um og vélum. Bjarki segir algjör- lega nauðsynlegt að geta hugsað í lausnum og að vera skapandi því ef eitthvað klikkar, hvort sem það er talstöðin, sleðinn eða dúnúlpan, þurfa mennirnir að geta lagað það. Þeir þurfa að getað dregið tönn úr félaga sínum, gert að særðum hundum og skotið á ísbjörn. Svo eru þeir tvö ár í sömu fötunum svo það er eins gott að kunna að sauma. Einnig er hugsað um að lokahópurinn sé vel samsettur með sem fjölbreyttastan bakgrunn. Áfall að komast ekki inn Bjarki komst ekki inn í fyrstu til- raun. „Ég komst í átta manna síuna og fór til Grænlands í sex mán- uða forskólann, en var svo annar tveggja sem komst ekki í lokahóp- inn. Það var algjört áfall. Ég hafði gert mitt allra besta og það munaði svo rosalega litlu. Það bara hrundi allt og ég vissi í raun ekkert hvað ég ætti að gera við líf mitt því mig langaði ekki aftur í herinn og ekki heldur ekki í húsasmíðina.“ Bjarki ákvað að fara í jarðfræði í Háskólanum í Osló því þá gat hann tekið hluta námsins á Svalbarða, það næsta sem hann kæmist Græn- landi í bili. Þar vann hann sem fjallaleiðsögumaður með náminu og heillaðist af jöklum, sem síðar áttu eftir að verða hans sérgrein. „Árið leið og þegar ég kláraði námið fékk ég Síríus aftur á heil- ann,“ segir Bjarki sem ákvað að reyna í annað sinn. „Í þetta sinn komst ég ekki í átta manna for- skólann sem var sjokk en ekki jafn mikið áfall og í fyrra skiptið. Ég fór aftur á Svalbarða að vinna við leið- sögn en ári síðar ákvað ég að reyna í þriðja sinn. Ég sagði pabba frá því að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég myndi reyna, en ég yrði að gera þetta í síðasta sinn. Ég vildi ekki segja mömmu frá þessu því ég vissi að hún drægi úr mér, hún hafði svo miklar áhyggjur af því að ég myndi ekki þola aðra höfnun.“ Úr hundasleðahersveit á veðurstofuna Þeir þurfa að getað dregið tönn úr félaga sínum, gert að særðum hundum og skotið á ísbjörn. Svo eru þeir tvö ár í sömu fötunum svo það er eins gott að kunna að sauma. Bjarki Friis, jarðfræðingur og fyrrverandi hundasleða- sérsveitarmaður, vinnur á Veðurstofu Íslands. Samband hunds og manns verður náið eftir 29 mánaða sambúð. Bjarki Friis var hundasleðasérsveitarmaður í danska hernum og eyddi 29 mánuðum á ferðalagi yfir ísbreiður stærsta þjóðgarðs í heimi. Frostið fer niður í –50° á Sirussvæðinu 24 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.