Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 32
Unnið í samstarfi við Jörgensen Jörgensen Kitchen and Bar er nýr veit-ingastaður á Centerhotel Miðgarði í gamla Arionbankahúsinu við Laugaveg 120. Lögð er áhersla á lifandi og létta stemningu og er gleðin þar í fyrirrúmi; matar- gleðin, litagleðin og þjónustugleðin. Davíð Kjartansson, hótelstjóri á Miðgarði, segir að mikið sé lagt upp úr því að maturinn sé fallega framsettur og bragðið sé á heims- mælikvarða. „Við viljum að upplifun gesta sé frábær fyrir bragðlaukana og ekki síður fyrir augað,“ segir hann og bætir við að til að mynda sé matarstellið afar litríkt og skemmti- legt; til gamans sé alltaf reynt að hafa aldrei tvo eins diska á sama borði. Yfirmatreiðslumaður Jörgensen er Jóhann Ingi Reynisson matreiðslumeistari. Hann er með gríðarlega mikla reynslu og nýjar og ferskar hugmyndir þegar kemur að matargerð. Á matseðlinum er meðal annars gómsætir og framúrstefnulegir smáréttir eða „Street food“ á góðu verði sem er í boði alla daga frá klukkan 14-22. „Svo erum við með minni A la carte matseðil þar sem hugmyndin er að fólk geti deilt og pantað fleiri rétti ef matar- lystin kallar á slíkt. Verðinu er líka stillt í hóf á þessum réttum,“ segir Davíð. Hráefnið er ávallt það ferskasta sem í boði er að hverju sinni og þemað er með alþjóð- legu tvisti. „Núna erum við mikið að vinna með Japan og Frakkland en við erum ekki bundin við þau lönd, eftir tvo mánuði getur vel verið að við viljum vinna með eitthvað allt annað. Þetta gerum við til þess að halda flæðinu og geta alltaf boðið upp á eitthvað nýtt, lifandi og skemmtilegt,“ segir Davíð. Svæðið í kringum Jörgensen er í mikilli uppbyggingu og ótrúlega mikið líf að færast yfir hverfið. „Það er verið að teygja miðbæinn þarna og verið að leggja mikið í það, bæði frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg,“ segir Davíð. Litrík og lifandi stemning á Jörgensen Íslenskt hráefni með alþjóðlegu ívafi Ljúffengar veitingar í fallegu umhverfi Í dag er pláss fyrir um 50 manns á Jörgensen en það er þó bara byrjunin; eftir fyrirhugaða stækkun á CenterHotel Miðgarði mun veitingastaðurinn stækka umtalsvert. Þá er gert ráð fyrir um 160 manns í sæti. Áætlað er að framkvæmdum við stækkunina ljúki í upphafi næsta árs. Sama hug- myndafræðin verður á Jörgensen eftir stækkunina þ.e litrík og gleðileg hönnun sem miðar að því að gestir uni sér sem best, líði vel og njóti ljúffengra veitinga í fallegu umhverfi. Metnaðarfullur vínseðill Veitingastjórinn á Jörgensen, Smári Helgason, hefur yfir- gripsmikla reynslu í veitinga- geiranum og hefur til dæmis unnið til verðlauna á Íslandsmóti barþjóna. Mikið kapp var lagt í vínseðilinn á Jörgensen og sama má segja um kokteila- og viskíse- ðilinn. Það er Happy Hour alla daga milli 17 og 19 á Jörgensen. „Núna erum við mikið að vinna með Japan og Frakkland en við erum ekki bundin við þau lönd, eftir tvo mánuði getur vel verið að við viljum vinna með eitthvað allt annað,“ segir Davíð. Myndir | Rut Lokað verður í Víkurverk um páskana, 24. til 28. mars. Opnum aftur þriðjudaginn 29. mars. Gleðilega Páska. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 PÓLLAND HIN GLÆSILEGA HANSABORG GDANSK Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. 32 | fréttatíminn | pÁSKAHeLgIN 24. MARS–28. MARS 2016 Kynningar | Matartíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.