Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 22
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum í dag er fjallað um erlenda ríkisborgara á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram hversu ólíkur hópur erlendra ríkisborgara á Ís- landi er sambærilegum hópum á Norðurlöndunum. Á Íslandi eru yfir 85 prósent erlendra ríkisborg- ara frá Evrópu en á Norðurlönd- unum eru Evrópumenn aðeins 46 prósent af fólki með erlent ríkisfang. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að stór fyrirtæki og atvinnumiðlanir hafa kerfisbundið flutt inn vinnuafl til landsins frá Austur-Evrópu á sama tíma og hið opinbera rekur afturhaldssama innflytjendastefnu. Á meðan fólk frá Austur-Evr- ópu er fjölmennt á Íslandi, og þá einkum Pólverjar, er fólk frá stríðs- hrjáðum löndum hlutfallslega fátt. Ef stefna stjórnvalda á Íslandi væri lík norrænu löndunum væri hér tífalt fleira fólk frá Afríku sunnan Sahara, þrettán sinnum fleira fólk frá Balkanlöndunum, tuttugu og sjö sinnum fleira fólk frá Kákas- us og þrjátíu og átta sinnum fleiri frá Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku. Þetta er ekki sjónarmunur held- ur djúpur eðlismunur. Munurinn er að Norðurlöndin veita fólki í vanda hæli og skjól á meðan Íslendingar gera það ekki. Munurinn er sá að stórfyrirtæki stjórna innflytjenda- málum á Íslandi. Þessi munur á hópum erlendra ríkisborgara afhjúpar eðlismun á íslensku samfélagi og norrænu. Íslenska samfélagið hefur verið mótað að þörfum fyrirtækja fyrst og síðast á meðan almennir hags- munir hafa mótað umgjörð hins norræna samfélags. Fyrr á þessu ári birti forsætisráðu- neytið niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsmanna ráðu- neyta. Meðal annars var spurt til hverra væri helst leitað varðandi stefnumótun. 88 prósent nefndu hagsmunaaðila en aðeins 16 pró- sent almenning. Þessi skekkja kemur okkur ekki á óvart sem höfum lifað í íslensku samfélagi. Fyrir fáeinum vikum gerðu landbúnaðar- og fjármálaráð- herra tíu ára samning við bændur um 130 milljarða króna framlag úr ríkissjóði. Ráðuneytin sömdu við bændur án þess að ræða við neyt- endur eða fulltrúa almennings og skattgreiðenda. Málið var ekki einu sinni lagt fyrir Alþingi. Því miður er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum. Mikill meirihluti almennings vill að útgerðarmenn greiði fullt gjald fyrir auðlindir sjávar. Það er hins vegar ekki gert vegna þess að útgerðarmenn hafa ekki fallist á það. Samfélög þar sem fyrirtækin drottna yfir öllu eru kölluð comp- any town. Það eru bæir sem fyrir- tæki byggja upp og eiga í raun með húð hári. Allir bæjarbúar vinna hjá fyrirtækinu, beint eða óbeint. Hagsmunir fyrirtækisins og bæjar- ins eru taldir óaðskiljanlegir. Ef fyrirtækið hefur það gott eiga bæj- arbúar að hafa það gott. Þeir sem una sér ekki í vinnu hjá fyrirtækinu geta flutt burt. Það er margt á Íslandi sem ber fremur keim af svona fyrirtækja- bæjum en opnu og fjölbreyttu norrænu lýðræðissamfélagi. Með almennum kosningarétti varð lýðræðisbylting á síðustu öld. Hún færði ríkisvaldið úr höndum hinna fáu, auðugu og valdamiklu til al- mennings. Með þessari byltingu uxu mannréttindi og lífskjör meg- inþorra fólks bötnuðu stórum. Einhverra hluta vegna hefur þessi bylting ekki orðið á Íslandi. Þrátt fyrir almennan kosningarétt hefur almenningur ekki náð völdum inn- an ríkisins. Það þjónar ekki almenn- um hagsmunum meginþorra fólks heldur fyrst og fremst hagsmunum fyrirtækja og samtaka þeirra. Landbúnaðarkerfið er mótað að hagsmunum bænda, auðlindir hafsins eru færðar fámennum hópi útgerðarmanna, orka fallvatnanna er seld á kostnaðarverði til iðnvera og öll meginumgerð samfélagsins er aðlöguð að hagsmunum fyrir- tækja en ekki almennings. Það er rannsóknarefni hvers vegna Íslendingum hefur ekki auðnast að byggja upp opið virkt lýðræðislegt samfélag. Kannski er það smæðin, ef til vill vanþróuð stjórnmál eða sterkt húsbóndavald fyrirtækja yfir alþýðu, sem hafði lifað ánauð á bæjum heldri bænda öldum saman. En hver svo sem ástæðan er, er ljóst að þetta gengur ekki lengur. Sá glettni hagfræðingur Joseph Schumpeter sagði einu sinni að opinberir starfsmenn ættu ekki að hafa kosningarétt þar sem þeir hefðu næg áhrif á ríkisvaldið með störfum sínum. Af svipuðum rök- um hefur fulltrúi Washington DC í bandarísku öldungadeildinni ekki atkvæðisrétt. Peningar eru mikið vald. Af þeim sökum er það mikilvæg forsenda fjölþætts og heilbrigðs samfélags að takmarka aðgengi fyrirtækja og auðmanna að stefnumótun ríkisins. Nægt er vald þeirra fyrir. Norrænu þjóðirnar áttuðu sig á þessu fyrir mörgum áratugum, næstum heilli öld. Íslendingar hljóta bráðum að skilja að þetta er veigamikil forsenda fyrir heilbrigðu samfélagi. Gunnar Smári Kompaníbærinn ísland Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is með Charlotte Bøving skráning berist til malbjorg@gmail.com fyrir fólk sem stamar ókeypis fyrir félagsmenn Fólk sem stamar og áhugasamir hvattir til að skrá sig í félagið 22 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.