Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 27
 Meira á frettatiminn.is VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Einn sá vinsælasti...á BESTA verðinu. 2.995.000 ADRIA AVIVA 390 PS - Eigin þyngd aðeins 800 kg. Passar aftan í nánast hvaða bíl sem er. Fullkomin vagn fyrir 2 - 4 á besta verðinu: dagar en svo eru líka erfiðir dagar þegar það er bylur eða þegar ísinn sem við förum yfir er þunnur. Jólin eru góður tími því þá fær maður sendan ferskan mat með flugi, sem er auðvitað algjör himnasending eftir að hafa lifað á þurrmat í marga mánuði,“ segir Bjarki. Baráttan við ísbjörninn Mikil vinna fer í að para saman einstaklinga í Síríus-sveitinni enda grundvallaratriði að samstarfið sé gott á margra mánaða ferðalagi yfir ísbreiður á hjara veraldar.„Fyrstu dagarnir fara í að segja ævisöguna og svo tekur eitthvað annað við, en suma daga ríkir bara algjör þögn,“ segir Bjarki. Ég held að það séu litlu hlutirnir sem eru erfiðastir, eins og að þola smjattið í félaganum eða týpuna sem er alltaf að tromma í borðið. Maður þarf að passa sig að byrja ekki að öskra af pirringi því það hjálpar auðvitað ekki neitt. Rétta leiðin er að segja félaganum strax frá því ef eitthvað pirrar þig. Sumir tala aldrei saman aftur en í flestum tilfellum gengur allt vel.“ „Það er í raun ekkert að óttast þarna en hættulegast er að fara yfir hafísinn á haustin þegar ísinn er að myndast. Það versta sem þú getur lent í er að slasa þig á ísnum og að missa sleðann, því þú lifir ekkert af án hans. Ég upplifði kannski helst hræðslu þegar ég fór yfir ísinn í myrkri í fyrsta sinn, það er sérstök tilfinning, þú ert svo berskjaldaður fyrir náttúruöflunum. Í raun er ísinn og veðrið hættulegra en ís- birnirnir,“ segir Bjarki sem var þó einu sinni hætt kominn í návígi við reiðan ísbjörn. „Þá vorum við að keyra frá hafísnum og upp á land í veiðikofa en misstum frá okkur hundana með sleðann. Hundarnir hlupu beint í áttina að kofanum og við eltum á skíðunum en þá kom ísbjörn út úr kofanum. Hundarnir réðust að honum með allt okkar dót á eftir sér á sleðanum. Við hlupum á eftir og sem betur fer festist sleðinn í skafli. Þá gátum við skotið út í lofið og fælt björninn frá. Þegar við komum okkur fyrir í kof- anum eftir átökin vorum við ansi glaðir að finna þar nokkra Carls- berg bjóra.“ Saknar alltaf Grænlands Þegar Síríus-ævintýri Bjarka lauk langaði hann alls ekkert aftur heim. Hann fékk vinnu á herflugs- töðinni í Meistaravík, annað af tveimur stöðugildum á svæðinu, en ákvað svo að kannski væri kominn tíma á að blanda geði við fleira fólk. Hann ákvað að fara í framhalds- nám í jöklajarðfræði á Íslandi þar sem hann svo kynntist stúlkunni sem er konan hans í dag. Í dag vinnur Bjarki á Veðurstofu Íslands sem náttúruvásérfræðingur auk þess sem hann les inn veðurfréttir á RÚV. Hann segist þó alltaf sakna Grænlands. „Ég lærði svo margt á þessum tíma. Kannski fyrst og fremst að maður á ekki að vera hræddur við neitt og líka að við getum svo miklum meira en við höldum. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessa lífsreynslu. Þessi einangraði staður er hluti af jörðinni sem fæstir fá að upplifa, ekki einu sinni fólk sem á endalaust af peningum. Og að vera í litlum hópi og þurfa að treysta á sjálfan sig og félagana sama hvað gerist er reynsla sem er erfitt að út- skýra. Það er fullt af fólki sem á sér draum og er allt lífið að vinna að vinna að honum en það er skrítin tilfinning að hafa lokið við að fram- kvæma drauminn. Nú þarf ég að finna næsta draum en hef ekki alveg fundið út enn hver hann er.“ fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.