Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 5
TMM 2007 · 4 5
Dick Ringler
Um formlist Jónasar
Jónas Hallgrímsson hafði háþróaða formvitund; það sést meðal annars
á því hvernig hann byggir heil kvæði og raðar stökum hlutum þeirra í
skynsamleg og listrænt fullkomin munstur. Það sést líka á bragfræð-
inni, bæði á því hvernig hann velur bragarhætti sem henta ákveðnu efni
og hvar hann kýs að gera tilraunir með braginn. Hér á eftir ætla ég að
skoða kvæði þar sem hann leysir ákveðinn formlegan vanda og velta
fyrir mér hvað þau segja okkur um listræn markmið og hugmyndir
Jónasar og um verklag hans.1
Slíka athugun mætti vitaskuld gera á kvæðum sem eru hans sköpun
frá upphafi, kvæðum sem Jónas hefur sjálfur fengið hugmyndina að og
mótað ljóðmyndirnar í, kvæðum eins og „Gunnarshólma“, „Fjallinu
Skjaldbreið“ og „Ferðalokum“. En auðveldara er að koma auga á svipuð
einkenni á uppröðun og skipulagningu ef við skoðum kvæði sem eru
byggð á verkum annarra skálda, kvæði sem oft eru kennd við „þýðing-
ar“, „aðlögun“ eða „stælingu“. Samt verða hér ekki skoðuð kvæði þar
sem Jónas sýnir snilld sína með því að skapa nákvæma eftirlíkingu af
texta annars skálds, byggingu hans og brag – kvæði á borð við „Den
Mädchens Klage“ eftir Schiller – heldur kvæði þar sem hann endurskap-
ar formeinkenni á kvæði annars manns á róttækan hátt, en það fannst
Jónasi hann hafa fullt leyfi til að gera.
Því skulum við líta á tvö mjög ólík kvæði eftir Jónas: „Dalvísu“ sem
hann orti í Sorø á Sjálandi einum sextán mánuðum fyrir dauða sinn, og
„Nihilisme Feuerbachs“, kvæði frá síðasta æviskeiði hans, jafnvel frá síð-
ustu vikunum eða dögunum sem hann lifði.
Ég ætlaði upphaflega ekki að þýða „Dalvísu“ á ensku, fannst að það
yrði of erfitt. Þá bað Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum mig að þýða
síðasta erindið á veggspjald sem átti að setja upp í Jónasarlundi í Öxna-
dal. Mér fannst svo gaman að þýða erindið að ég hætti ekki fyrr en ég
var búinn með kvæðið.
Ég held að það hafi verið Jón Helgason sem benti fyrstur á það á
prenti, árið 1944, að „Dalvísa“ er byggð nákvæmlega á „Landkostunum“