Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 7
TMM 2007 · 4 7
U m f o r m l i s t J ó n a s a r
Mitt akurlendi! þökk sé þér,
þökk ykkur, mörk og eingi!
framandi hjálpar án mitt er
með ykkur hólpið gengi;
guð annist þá, sem annars dyr
áknýja hljóta þurftugir!
mitt akurlendi! þökk sé þér
þökk ykkur, mörk og eingi!
Minn bæjarlækur! þökk sé þér!
þú Símáll! bestur granna!
langt betra kaups og mælis mér
mörg af þér veittist kanna,
en af vínsölu kífnum kút,
sem kúgar vikusveitann út;
minn bæjarlækur! þökk sé þér!
þú Símáll! bestur granna!
Fyrir allt, Drottinn! þökk sé þér
þínum er allt frá höndum;
þaðan hver blessun útbreidd er
öllum veraldar löndum;
fyrir vor, sumar, vetur, haust,
vist og heimili, kvikfé hraust,
fyrir allt, Guð minn, þökk sé þér!
þínum er allt frá höndum.
Hnjúkafjöllin himinblá!
hamragarðar! hvítir tindar!
heyjavöllinn horfið á
hnjúkafjöllin hvít og blá!
skýlið öllu helg og há!
hlífið dal, er geysa vindar!
Hnjúkafjöllin himinblá!
hamragarðar! hvítir tindar!
Sæludalur! sveitin best!
sólin á þig geislum helli!
snemma risin seint þá sest;
sæludalur! prýðin best!
þín er grundin gæðaflest,
gleðin æsku, hvíldin elli!
Sæludalur! sveitin best!
sólin á þig geislum helli!
Undir eins má sjá nokkrar mikilvægar breytingar sem Jónas gerði. Hann
heldur meginatriðinu, röð upphrópana þar sem ýmsir staðir í ræktuðum
dal eru ávarpaðir. En hann dregur úr eignarfornöfnum sem allt úir og
grúir af hjá Jóni („Minn sumardalur“, „Minn góði skógur“ o.s.frv.) og við
það verður kvæði hans algildara. Hann sleppir því að þakka öllum þess-
um stöðum í dalnum formlega („Þökk sé þér“). Hann tekur líka burt
ýmislegt óíslenskt sem Jón hélt úr norska kvæðinu. Hjá Jónasi verða
norsku trén að íslenskum blómum, svo dæmi sé tekið. (Þessa aðferð, að
staðfæra erlendan skáldskap í íslenskum veruleika, virðist Jónas hafa lært
í tímum hjá Sveinbirni Egilssyni á Bessastöðum.)
Meira máli skipta formlegu breytingarnar sem Jónas gerði á kvæðinu
og eru af tvennu tagi. Í fyrsta lagi gerir hann róttæka breytingu á röð-
inni á stöðum þeim sem ávarpaðir eru. Jón færir sig í fyrstu fimm erind-
unum frá hinu almenna (sumardalur) að fjórum sérstökum hlutum þess
(skógur, fjallagirðing, akurlendi, bæjarlækur, öll feitletruð). Þessir staðir
eru taldir upp í tilviljunarkenndri röð, eins og hverjar aðrar upplýsingar