Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 10
10 TMM 2007 · 4
D i c k R i n g l e r
Í næsta kvæði förum við inn í allt annan heim, frá glaðri, næstum
trúarlegri hyllingu íslenskrar náttúru til þess sem virðist við fyrstu sýn
þunglyndisleg umþenking dauðans. Aftur á kvæðið rót að rekja til
kvæðis eftir annað skáld, og með því að skoða hvernig Jónas fer með
rótina sjáum við betur meistaratök hans á formi og skipulagningu.
Á síðasta æviskeiði sínu greip Jónas iðulega niður í bók eftir þýska
heimspekinginn Ludwig Andreas Feuerbach, Gedanken über Tod und
Unsterblichkeit aus den Papieren eines Denkers (Íhuganir um dauða og
ódauðleika af blöðum hugsuðar), sem kom út án höfundarnafns í Nürn-
berg 1830. Vísbendingar um þennan lestur má sjá hér og þar í síðustu
kvæðum Jónasar – „Hugnun“ og „Alsnjóa“ eru ágæt dæmi – og einhvern
tíma reyndi hann að snúa hluta af bók Feuerbachs í kvæði. Það er í hæsta
máta áhugavert að hann skyldi vera að lesa þessa bók, og ennþá áhuga-
verðara að hann skyldi ákveða að yrkja út frá henni.
Orðstír Feuerbachs og áhrif náðu hámarki á fimmta áratug 19. aldar.
Hann hóf feril sinn sem lærisveinn og aðdáandi Hegels og er oft nefnd-
ur meðal Junghegelianer eða ungra Hegelsinna. En hann var aldrei
ógagnrýninn áhangandi meistarans og komst að lokum að þeirri nið-
urstöðu að kerfi Hegels væri spillt af trú og rökhyggju.
Feuerbach vildi svipta blekkingarhulu bæði af trú og skynsemi. Engin
merki hafa fundist um að Jónas hafi þekkt mikilvæg og áhrifamikil verk
Feuerbachs frá því snemma á fimmta áratugnum – verkin sem hann er
einkum þekktur fyrir nú – þó að Jónas hafi áreiðanlega heyrt talað um
þessi verk í Sorø og Kaupmannahöfn. Þegar Feuerbach samdi það rit
sem Jónas vissulega þekkti, Íhugun um dauða og ódauðleika, var hann
enn ekki orðinn algerlega trúlaus, en hann tortryggði allar hugmyndir
um líf eftir dauðann. Með ástríðufullri orðsnilld réðst hann á þessa
undirstöðu kristinnar trúar á þeirri forsendu að hún græfi undan raun-
verulegu gildi lífsins á jörðinni. Bókin olli þvílíku hneyksli að mögu-
leikar Feuerbachs á frama í þýskum háskólum voru úr sögunni.
Feuerbach endursagði hugmyndir sínar stuttlega í bundnu máli í bók
sinni til að gera þær aðgengilegri almennum lesendum og styrkja rökin
tilfinningalega. Og það voru brot úr þessu kvæði sem Jónas kaus að
þýða. Hann þekkti kvæðið án titils eins og það birtist í frumútgáfunni
frá 1830, ekki með titlinum „Reimverse auf dem Tod“ (Vísur um dauð-
ann) úr endurútgáfunni frá 1847.
Hér fara á eftir, hlið við hlið, texti Jónasar sem hefur fyrirsögnina
„Nihilisme Feuerbachs“ í eiginhandarriti hans á Landsbókasafni, og
brotin fjögur úr kvæði Feuerbachs sem hann nýtti sér. Kvæði Feu-
erbachs er sett saman úr 380 tveggja ljóðlína erindum með fjórkvæðum