Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 12
12 TMM 2007 · 4
D i c k R i n g l e r
Jólum mínum uni ég enn,
og þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn
hef ég til þess rökin tvenn
að á sælum sanni er enginn vafi.
Jónas getur vel hafa trúað því að hann hefði tvær sannanir fyrir tilvist
Guðs (og þær eru tíundaðar í Bard of Iceland). En ég held að hann hafi
glatað allri trú á framhaldslíf þar sem hann myndi hitta aftur sína fjöl-
mörgu vini og ættingja sem voru farnir á undan honum. Ég tel að hægt
sé að fylgjast með þróun hugmynda hans um þetta í mörgum kvæðum.
Framan af er hann varkár og fljótur að bæla hugsunina, seinna verður
hann ákveðnari og harðari. Ég held að undir ævilok hafi hann verið
nokkurn veginn alveg búinn að hafna hugmyndinni um persónulegan
ódauðleika og reynt af öllum mætti að sannfæra sjálfan sig um að úr því
að ekkert líf væri eftir dauðann væri mikilvægt að lifa lífi sínu á jörðinni
án ótta, með reisn og trúnaðartrausti. Það er kjarninn í boðskap kvæða
eins og sonnettunnar „Svo rís um aldir árið hvurt um sig“ og ónefnds
kvæðis þar sem hann segir:
Að vaði liggur leiðin
lífs á fljótið, en brjóta
háa bakka hvekkir.
Hafurmylkingar fylkja.
Yfir ættum að klifa
ofar þá, ef guð lofar.
Drögum ei par að duga,
og dengjum oss í strenginn!
„Drögum ei par að duga“ – það er ævinlega gott ráð! Ég held að það
spretti af trú hans á niðurstöðu Feuerbachs um að ekkert líf sé eftir
dauðann. Þetta segir Feuerbach í Gedanken:
Það er ekki fyrr en menn viðurkenna að dauði þeirra sé enginn gervidauði held-
ur vís og raunverulegur dauði sem slekkur að fullu á lífi einstaklingsins, ekki
fyrr en þeir sannfærast endanlega um dauðleika sinn sem þeir fá hugrekki til að
hefja nýtt líf og finna til ákafrar löngunar til að gera hið raunverulega sanna og
áþreifanlega að uppistöðu og innihaldi allra sinna andlegu verka.
Nú hafið þið ábyggilega giskað á að mér finnist „Nihilsme Feuerbachs“
merkilegt kvæði – kvæði sem skiptir miklu fyrir skilning okkar á and-
legri afstöðu Jónasar á síðustu dögum hans – og mig langar til að bjarga