Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 13
TMM 2007 · 4 13
U m f o r m l i s t J ó n a s a r
því frá ýmiss konar vanrækslu og misþyrmingum sem það hefur stund-
um þolað af hálfu aðdáenda hans.
Þegar Matthías Þórðarson gaf út kvæði Jónasar í sinni miklu útgáfu á
ritsafni hans, 1929, þá sá hann greinilega ekkert samhengi í textanum
eins og hann er í handritinu. Ef til vill lét hann blekkjast af orðinu „brot“
í undirfyrirsögn Jónasar og hélt að þetta væru þrjú ósamtengd kvæð-
isbrot. Altént tók hann þá afleitu ákvörðun að hunsa röð erindanna í
handritinu og raða þeim upp á nýtt í samræmi við frumefnið frá Feu-
erbach. Ekki kemur á óvart að þetta eyðileggur byggingu kvæðisins og
gerir það óskiljanlegt.
Í ljósi þess sem áður var sagt um snilld Jónasar í að raða og byggja, og
stutt dæmum úr „Dalvísu“, er ekki undarlegt að hann skyldi setja hug-
myndirnar úr texta Feuerbachs sem höfðuðu til hans í röð sem honum
fannst ljóðræn, merkingarbær, skynsamleg og til þess fallin að tjá hugs-
anir og tilfinningar hans sjálfs, burtséð frá röðinni sem þær voru í hjá
Feuerbach.
En hvert er þá samhengið sem ég þykist sjá í þessu kvæði Jónasar?
Hver er boðskapur þess? Ég held að Jónas sé að vinna með nokkur rök
Feuerbachs fyrir níhilisma sínum, það er að segja grundvallarhugmynd
hans í bókinni Íhugun um dauða og ódauðleika, að nihil – Nichts – Ekk-
ert – sé undirstaða tilverunnar.
Í fyrsta erindi segir Jónas að allt eigi upphaf sitt í Engu, Nichts, það
eigi enga tilveru fyrr en þá sem nú er. En þótt þessari óveru megi líkja
við myrkur eða nótt – þótt hún sé nótt, þá sé hún líka frumforsenda og
uppspretta ljóss – sé ljós. Að auki sé uppsprettan, sem fyrirbæri eða
veran rís úr, óspillt – ómenguð – af nokkrum leifum fyrri tilvera, hún er
ljóstær. Orðalagið kallast, meðvitað eða ómeðvitað, á við frásögn Fyrstu
Mósebókar af sköpun heimsins – Verði ljós! – og er líka kynlegur fyr-
irboði kenninga nútímans um stóra hvell. Þetta er vitanlega mjög
áhugavert, en við erum að velta fyrir okkur byggingu kvæðisins og þar
er mikilvægast að benda á að fullyrðing vísunnar er að upphaf alls sé
Ekkert.
Á sama hátt er endir alls Ekkert, og það er skýrt tekið fram í öðru
erindi þar sem líka má finna andúð og hrylling yfir því að svona skuli
þessu vera háttað, auk ráðlegginga til einstaklingsins og sálar hans að
þola þennan beiska sannleik.
Ef til vill má líta á fyrsta og annað erindi sem tvær hliðar á sama pen-
ingi út frá tilfinningalegum áhrifum þeirra: Annars vegar er glæsileg
hugmynd Feuerbachs um Ekkert, hins vegar eru erfiðleikar manneskj-
unnar að sætta sig við að dauðinn þurrki gersamlega út alla tilveru