Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Qupperneq 14
14 TMM 2007 · 4
D i c k R i n g l e r
hennar og persónu. Þriðja erindið birtir svo niðurstöðu: Eilífðin sem er
áður en þú birtist úr engu er sama eilífðin og verður eftir að þú verður
aftur að engu, eftir að þú hefur glatað þinni íþyngjandi sjálfsveru, Sjálfi
þínu með stóru S-i, þegar þú ert orðinn Ósjálfur.
Jónas lítur svo á að þegar maður hafi samþykkt þetta eðli lífs og dauða
þá skýrist sjón okkar, við fáum nýtt tak á lífinu – já, nýtt líf. Og til að
ítreka hvað þessi nýja sýn skiptir óhemju miklu máli – að hún getur
orðið eins konar endurfæðing fyrir einstaklinginn – þá fær Jónas að láni
nokkur lykilhugtök úr Völuspá í lokaerindi sínu, úr vísunni sem lýsir
uppruna mannkynsins: „Önd þau né áttu, / óð þau né höfðu, / lá né læti
/ né litu góða.“ Þessi vísun í sköpunarsögu Völuspár sýnir hvað hann
tekur hugmyndir Feuerbachs alvarlega, hann vill setja þær í virðulegt
samhengi til að tryggja stöðu þeirra. Vísunin gefur kvæði hans líka
þungan og hljómmikinn hápunkt og niðurstöðu.
Nú vona ég að þið séuð mér sammála um að vinna Jónasar með hug-
myndir Feuerbachs hafi leitt til kvæðis á íslensku með skýra og vel hugs-
aða byggingu; og að Matthías Þórðarson hafi bara skemmt sköpunar-
verk Jónasar með því að raða erindunum upp á nýtt, 2 – 3 – 1, í takt við
kvæði Feuerbachs.
Ég er ekki að halda því fram að kvæði Jónasar sé miklu meira en
fyrsta uppkast, eða að hann hefði ekki fágað það betur áður en hann
birti það á prenti – ef hann hefði lagt í að prenta guðfræðilegar niður-
rifskenningar af þessu tagi. En ég er viss um að kvæðið eins og hann
skrifaði það á blaðið hefur það form – og merkingu – sem hann ætlaði
því, og hvort tveggja hefði lifað af síðari breytingar. Ég held, með öðrum
orðum, að bygging kvæðisins hafi verið eins hugsuð og endanleg og
ákvörðun hans að endurskapa hnoðið hans Feuerbachs í hátíðlegu forn-
yrðislagi.
Tilvísanir
1 Grein þessi er upprunalega fyrirlestur sem Dick Ringler hélt í Hátíðasal Háskóla
Íslands vorið 2003. Bókin hans, Bard of Iceland, með góðu æviágripi Jónasar
og þýðingum á ljóðum hans á ensku, kom út hjá University of Wisconsin Press
2002. Sjá frekari umfjöllun um kvæðin tvö sem hér eru rædd á bls. 248–253 (og
418–420) og 308–311 (og 427–428) í þeirri bók. Þar er líka texti norska kvæðisins
eftir Frimann sem liggur til grundvallar „Landkostunum“. Sjá einnig viðtal við
Dick Ringler í 1. hefti TMM nú í ár. SA þýddi greinina.