Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 18
18 TMM 2007 · 4
H a l l g r í m u r H e l g a s o n
Stuðlanna vegna þolir íslenskan vart lengri ljóðlínur. Sex liða lína
brotnar auðveldlega í tvær þriggja bragliða línur. („Ísland! farsælda-frón
og hagsælda hrímhvíta móðir!“) Stuðlarnir tveir eru þeir stöplar sem
ekki þola of langa brú. Það slaknar óneitanlega á hinum spennta boga sé
sjötta liðnum bætt við upphafslínuna: Skein yfir landi sól á sumarvegi
fríðum.
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Hér skal dást að orðinu „gullrauðum“. Ekki er auðvelt að fanga þá stund
þegar heitir geislar kvöldsólar baða kalda jökulbungu en Jónasi tekst það
í tveimur innblásnum litarorðum. Silfurblámi er sæmdur gullrauðum
loga. Hér er Jónas sá listmálari sem hann hefði orðið ef olía og strigi
hefðu fengist keypt í Reykjavík árið 1827. Þó er óvíst að honum hefði
tekist að fanga með pensli þann magnaða lit sem þessi tvö orð hans kalla
fram. Sá litur fæst ekki með einfaldri blöndu af gulu, rauðu, hvítu og
bláu. Hér þarf undur til og það hefur skáldið, sem bætir jafnvel um
betur: Gullið „glæsir“ silfrið.
Jónas hefur kvæðið í þátíð. Það má teljast undarlegt og hefði skáldið
sjálfsagt fengið bágt fyrir hefði kvæði hans verið verkefni í skapandi
skrifum Háskólans, því hér er í raun um stílbrot að ræða. Fyrstu þrjár
línurnar eru í þátíð en síðan tekur nútíðin við og ríkir næstu 63 línurn-
ar, þar til skáldið leggur út af kvæði sínu í 16 línum af þátíð og nútíð. Þar
sem kvæðið fjallar hinsvegar um Gunnar á Hlíðarenda og á því „að ger-
ast“ í kringum árið 1000 má ef til vill lesa úr þessu tilraun til að flengja
okkur aftur í tíma Njálu. Einnig þá baðaði kvöldsólin Eyjafjallajökul.
Við lítum þá miklu mynd með augum Gunnars. En strax í næstu línu
segir Jónas okkur að hann sjái hana líka: „Við austur gnæfir sú hin
mikla mynd“. Með einföldu bragði myndar Jónas sögulega dýpt upp á
1000 faðma. Eða er ekki skáldið hér að lýsa því sem það sjálft sér, á
hestbaki um kvöld, á leið heim á Breiðabólstað í Fljótshlíð, til vinar síns,
séra Tómasar Sæmundssonar, hjá hverjum hann dvaldi í þrjár vikur
snemmsumars 1837, dvöl sem hlýtur að hafa gefið Jónasi þær myndir
sem hann festi á blað síðar um sumarið.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
Undirliggjandi tónn þessarar línu er barnslega einlægur: Ég hef séð
þessa mynd. Þú getur líka séð hana ef þú ferð austur í Fljótshlíð.
Upphaf Gunnarshólma ýjar að því að eitthvað stórkostlegt hafi gerst.