Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 19
TMM 2007 · 4 19
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
Þá skein sól yfir landi … En strax í fjórðu línu stígur ljóðmælandinn
fram og segir okkur seinni-tíma-kvikindum að við getum líka séð það
sem hann sér. En auðvitað ekki jafn vel, ekki jafn skýrt. Og því heldur
Jónas áfram að teikna þá flóknu en heiðskýru mynd sem við munum
aldrei gleyma. Nú tekur við stórfenglegasta náttúruljóð Íslandssögunn-
ar, 30 línur af skíra gulli.
Hátt yfir sveit og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtærri lind.
Ekki er þó allt gull sem glóir. Sá er þetta ritar hefur aldrei verið sérlega
hrifinn af þessari mynd sem er undarlega loðin af Jónasi að vera og
rambar á barmi yfirljóðrænnar væmni og því sem nefna mætti „skáld-
lega rökleysu“. (Að líkja himninum við lind er dálítið eins og að líkja
hrauni við ský.) Getum við skrifað þetta á reikning hins rómantíska
andrúmslofts sem lék um skáldið?
Enginn fær flúið samtíð sína en skáldin standa misdjúpt í henni. Sum
eru á bólakafi á meðan hún tekur öðrum aðeins í ökkla. Sum kvæði sín
dregur Jónas upp úr þeirri for, í öðrum dembir hann sér beint ofan í eðj-
una, en í Gunnarshólma hefur hann sig auðvitað langt upp yfir hana.
Kvæðið er ólíkt öllum öðrum íslenskum ljóðum frá tíma Jónasar, jafnvel
hans eigin. Eftir að hafa eytt hálfri ævinni í glímu við rím og stuðla, og
yfirleitt farið hátt um fífilbrekkurnar, stendur hann skyndilega á hátindi
sköpunarafls síns. Hann þarf ekki lengur að ýta orðunum á undan sér,
hærra upp í hlíðarnar, heldur fljóta þær nú fram af vörum hans þar sem
hann stendur á tindinum. Þrátt fyrir mikilfengleik sinn er Gunnars-
hólmi ortur af nær yfirskilvitlegu áreynsluleysi. Líkt og lækir í leysing-
um streyma línurnar átakalaust fram. Hér er allt niður í móti. Fullþrosk-
að skáld fer létt með brag. Í slíkum andríkisflaumi verður tíminn jafn
afstæður og matarlyst í stríðsbardaga. Því hneigist maður til að trúa sög-
unni um að Jónas hafi ort meistaraverk sitt á rúmum sólarhring.
Gunnarshólmi stendur þannig langt upp úr samtíma sínum, rétt eins
og hvaða tíma sem er, og telst því klassískt verk og Jónas klassískt skáld.
Ljósortar en regindjúpar línurnar eru ekki aðeins skiljanlegar okkur
nútíma-hálfvitum, heldur höfða þær líka til okkar. Þessi list hefur ekki
látið á sjá. Ekkert hefur fallið á silfurblámann. Þó má segja að hér falli
rómantískar slettur úr samtíð skáldsins á heiðan hug þess: Fjallið svalar
björtu höfði í fagurtærri lind himinsins. Full loðið, full væmið.
Þegar þessi umkvörtun er borin undir Pál Valsson, verðlaunaðan
ævisagnaritara JH, bendir hann kurteislega á að hér yrki Jónas um lind