Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 21
TMM 2007 · 4 21
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
hafa fyrir löngu sætt sig við. Jafnvel enskumælandi „stórskáld“ geta leyft
sér að ríma „voice“ við „eyes“ og „work“ við „dark“ og þegið fyrir það
nóbelsverðlaun. Ef til vill er íslenskan hægt og bítandi að feta þá fúlu
slóð, eins og þróun íslenskra söngtexta sýnir, en lengi megum vér rím-
nördar spyrna við.
Gunnarshólmi telur 82 línur, 82 rímorð. Þar sem annar hver Íslendingur
hefur reynt að hnoða saman vísu ættu jafn margir að kannast við fyrirbær-
ið rímþrot. Oft bjarga menn sér úr þeirri klípu með því að búa til nýtt orð.
Jónas fer skálda léttast með þetta bragð, lætur hvergi skína í reddingar, og
snýr hverri rímnauð upp í ótvíræðan sigur. Útkoman er falleg nýyrði eins
og „dala-mót“, „sveitarblómi“, „engja-val“ og „verndarkraftur“.
Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll
horfa þau yfir heiðarvötnin bláu,
sem falla niður fagran Rangárvöll;
Jónas er enginn venjulegur landslagsmálari í stíl við Ásgrím og Þórarin B.
Hans verk er töluvert flóknara en tvívíður strigaflötur býður upp á. Sjón-
arhornið er síbreytilegt og oft lítum við landslagið með augum þess
sjálfs.
Þar sem við stöndum agndofa og dáumst að fegurð Tindafjalla, með
hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, sveiflar Jónas okkur skyndilega
upp á þá sömu tinda, með upphafi næstu línu: „horfa þau …“ Hér er JH
full langt á undan samtíð sinni því segja má að hér sé kvæði hans orðið
að „interaktífum“ tölvuleik: Þú klikkar með músinni á „Tindafjöll“ og
færð útsýn þaðan. Aðdáunarvert er hve hratt og liðlega skáldið hreyfir
sig inni í eigin mynd. Í upphafi sjáum við hana utan frá, kvöldsól á Eyja-
fjallajökli, eins og málverk eftir Ásgrím, en áður en við vitum af erum
við flogin inn í málverkið eins og ljóshraður fugl sem aldrei staldrar
lengur en andartak á sama stað.
Einnig skal bent á hve vel skáldið nýtir línur sínar. „Horfa þau yfir
heiðavötnin bláu …“ Hér verður lesanda ósjálfrátt litið upp á hálendið.
En síðan kemur næsta lína: „sem falla niður fagran Rangárvöll“ og
okkur skilst að hér mun átt við vatnsföll en ekki stöðuvötn. Samt sem
áður hefur hálendið birst okkur áður en við sjáum fyrir okkur árnar
seytla úr heiðarvötnum sínum niður láglendið. Jónas hefur gefið okkur
tvær sýnir fyrir eina.
þar sem að una byggðarbýlin smáu,
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.