Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 23
TMM 2007 · 4 23
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
Óþarft er líka að svipta myndina af Heklu tveimur mikilvægum
línum. Í Heklu Jónasar er hrafntinna. Hann kýs að hlaða fjallið úr þeim
steini og við sem lesum trúum honum hundrað prósent, enda aðeins
hálft prósent okkar menntaðir jarðvísindamenn. Með því að nota orðið
„hrafntinna“ nær skáldið að kasta þeim spegilfægða glampa á fjallið sem
lýsir upp mynd í huga lesandans: Hann sér fyrir sér tignarlega fjalls-
bungu alsetta eldsvartri bergtegund í bland við hvíta skafla, svona rétt
eins og Heklutindur blasir við okkur árið um kring. Mynd Jónasar af
Heklu er mikilfengleg, ljónskýr og djúp, því hún nær líka inn í eldfjallið
hvar skelfing og dauði hafa hannað sér svartan sal (stórkostleg lýsing á
innviðum eldstöðvar) til að dvelja í langar stundir. Utanverðar fjalls-
hlíðarnar eru „hrafntinnuþökin“ yfir þeim illa sal.
Þannig skilur undirritaður þessa mynd. En þótt Jónas yrki oftast létt
og ljóst getur sérhver lesari túlkað línur hans að vild. Hugsanlega má
semja við Hannes um að „salur“ merki hér sótið sem strompur á hrafn-
tinnuþaki hefur sáldrað umhverfis fjallið í gegnum aldirnar.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
Því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum; breiða þekur bakka
„Breiða þekur bakka“. Hér er skáldið komið á skeið. Og kannski var
þetta einmitt ort á hestbaki.
fullgróinn akur, fegurst engja-val
Hér glampar á Náttúru-Nasa, manninn sem orti þá dúndrandi hressu
en alveg mannlausu brekkusöngva „Fífilbrekka! gróin grund!“ og
„Tinda fjalla, áður alla …“
þaðan af breiðir hátt í hlíðar slakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Hvað merkir orðið „glituð“? – að eitthvað sé „glitað“? Orðabókin veitir
loðin svör. Hér má að líkindum skipta inn orðinu „glitrandi“ án þess að
raska myndinni. Hin bestu skáld eru jafn full af „karlmennsku“ og
„kvenmennsku“ og hér er Jónas eins og hin besta saumakona; bróderar
blómin smá í glitvefnað þann sem hann færir hlíðina í.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;