Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 24
24 TMM 2007 · 4
H a l l g r í m u r H e l g a s o n
Þessi lína hefur löngum þótt sýna myndvísi Jónasar hvað best. Orðið
„klógulir“ er snjallt og sláandi. Örninn birtir ekki klær sínar nema þegar
best ber í veiði. Síðari tíma skáld hafa sum tekið Jónas á orðinu og stinga
ekki niður penna án þess að úr honum renni fjallblá kvöld með kvöld-
gulum göflum.
Hér sendir Jónas augu okkar upp eftir fjallshlíð, upp í himininn,
undir örn á flugi, en vippar okkur svo á bak honum:
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Við sjáum laxinn úr lofti, með augum arnarins. Stundum finnst manni
að Jónas hljóti að hafa komið upp í flugvél. Annaðhvort það eða fengið
far hjá erni yfir Kjöl einhverntíma á námsárunum. En auðvitað þurfum
við ekki að hugsa svo bókstaflega. Andi skáldsins er alltaf fleygur.
Náttúruhluta Gunnarshólma lýkur með tveimur línum sem undirrit-
aður leggur til að forseti Íslands útnefni sem bestu og næstbestu ljóðlínu
íslenskrar bókmenntasögu.
Blikar í lofti birkiþrasta sveimur,
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Hér rýkur heill þrastaher upp úr miðju kvæði. Á augnabliki fyllist loftið
af vængjabliki. Okkur finnst það vera af árgerð 1837, en líklega vill Jónas
hafa það anno 1000. Um leið sjáum við senuna fyrir okkur sumarið 2007.
Líkt og náttúran sjálf talar skáldskapurinn út fyrir tímann og tengir hug
við hug, yfir ár og aldir. Í fyrstu prentútgáfu ljóðsins blikar birkiþrasta-
sveimurinn „í laufi“ en ekki „í lofti“. Það lýsir snilld línunnar vel að báðar
útgáfur hennar geti borið nafnbótina „besta lína sögunnar“.
„Skógar glymja“ er snilldarlega einföld lýsing á skógarrými.
„Skreyttir reynitrjám“. Hannes Pétursson fer fögrum orðum um
þessa línu í Kvæðafylgsnum sínum og viðurkennir að hafa ekki skilið
hana til fulls fyrr en hann fullorðinn maður kom í Vatnsfjörð á Barða-
strönd, þar sem stakur reyniviður skýtur dökkgrænum kolli upp úr
ljósgrænum birkibreiðum. Þetta staðfesti undirritaður á nýlegri ferð um
Vestfirði, þótt línan hafi alltaf staðið honum ljós fyrir hugskotssjónum
og ljómað þar sem kyndilmerki mikils skáldskapar, þökk sé bók Péturs-
sonar.
Jæja.
Þá hefur Jónas lokið sínum magnaða formála, lokið við að mála sína
miklu leikmynd, og kynnir persónur verksins til leiks. Það gerir hann