Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 25
TMM 2007 · 4 25
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
hægt og bítandi. Líkt og leikstjóri vestramyndar byggir hann upp
spennu með því að láta aðeins heyrast í hestum þeirra.
Lesandinn er staddur á eyrum Markarfljóts en heyrir hófadyn innan
úr Fljótshlíð:
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur,
úr rausnar-garði hæstum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldu-falla eimur;
Hófadynur hér, ægisdynur þar, og mitt á milli stöndum við. Jónas yrkir
í steríó.
Því hafgang þann ei hefta veður blíð,
Hér er skemmtileg athugasemd frá raunvísindamanninum Jónasi. Hann
grípur fram í fyrir skáldinu sem yrkir um yndisfagurt veður en lætur
samt heyrast í brimöldunni. Náttúrufræðingurinn hleypir þessu ekki
skýringarlaust í gegn.
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Gunnarshólmi spannar vítt svið. Allt frá hálendi niður í sjávarmál, úr
iðrum Heklu og upp til sólar, allt frá upphafi Íslandsbyggðar til nítjándu
aldar og fram til okkar daga. Eimur öldunnar á Eyjasandi er hér fulltrúi
eilífðarinnar sem suðar stöðugt undir öllu kvæðinu.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
Borðfögur skeið, með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávar grandi.
Hér er Jónas á meiri heimavelli en kollegi hans í nútíma sem yrkja vildi
um atburði í Njálu. Tómas Sæmundsson segir frá því að hann hafi í júní
1837 frétt af Jónasi Hallgrímssyni úti í Vestmannaeyjum og farið þangað
að sækja hann. „Aldrei held ég, að hann hefði komið hefði ég ekki gagn-
gert sótt hann,“ segir prestur í bréfi til Konráðs Gíslasonar. Við getum
því að nokkru þakkað Tómasi kvæðið, og kannski öðrum manni líka
eins og síðar víkur að. Að minnsta kosti hafði skáldið sjálft reynslu af
brimi því sem það yrkir um. Þar sem skip beið Gunnars tók Jónas
land.