Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 27
TMM 2007 · 4 27
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður
atgeirnum beitta búinn. Honum nær
Í fimmtugustu línu er aðalpersóna ljóðsins loks nefnd á nafn. Kvæðið er
meira en hálfnað þegar Gunnar birtist. Væri Gunnarshólmi kvikmynda-
handrit hefði Jónas aldrei fengið styrk. Ráðgjafinn hefði lagt til veru-
legar styttingar á landslagslýsingum og krafist þess að Gunnar birtist
með spjótið skæra eigi síðar en í fjórðu línu. „Við þurfum að kynnast
aðalpersónunni miklu miklu fyrr.“
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund –
Falleg litanotkun hér. Hár-rautt og stálblátt. Og síðan skegg-svart:
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Aldrei sáum við fyrir okkur að frægasta sena Njálu ætti sér áhorfenda-
hóp annan en það heimafólk á Hlíðarenda sem veifaði þeim bræðrum
úr hlaði. Kannski er Jónas hér í rímnauð. Ríður, fríður … og hvað svo?
En ef til vill sá hann fyrir sér fólk úti fyrir hverjum bæ í Fljótshlíð, sumir
jafnvel að tygja sig til skips, og slangur af ferðalöngum niðri á eyrunum
sem staldra við, horfa til hlíðar og sjá sem er að þar fer Gunnar á Hlíðar-
enda, landsins stóra stjarna, alþekktur af hesti sínum, hári og yfir-
höfn – svona rétt eins og þegar fólk í Leifsstöð rekur upp augu þegar
Balti ríður um salinn á sínum Mýrarblauta hesti, á leið til Hollywood.
En hver er þetta sem er með honum? Jú, er þetta ekki Kolskeggur bróðir
hans?
Svo fara báðir bræður enn um stund;
skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti;
Kolskeggur starir út á Eyjasund,
en Gunnar horfir hlíðar brekku móti;
Hér er efnið farið að flæða vel út yfir erindin, sjálfsagt komið langt fram
yfir háttatíma skáldsins og bragvélin orðin vel smurð af rauðvíni ársins
1836. Tökum eftir því hve fagurlega Jónas raðar orðum í línuna „en
Gunnar horfir hlíðar brekku móti“. Aftur er hér ofur einföld setning á
ferð sem Jónas umorðar svo úr verður söngur. Hinn fasti taktur tvílið-
anna hamrar línuna inn í minni okkar. Í hversdagslegri kveðskap stæði