Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 28
28 TMM 2007 · 4
H a l l g r í m u r H e l g a s o n
skrifað: „En Gunnar horfir upp í hlíðina“. Stuðlarnir krefjast annarrar
orðaraðar og í leit að fimmta braglið finnur Jónas orðið „brekka“, sem
með sínum tveimur k-um eykur við tóntaktinn, og klykkir síðan út með
orðinu „móti“ sem gerir línuna enn óvenjulegri um leið og það ljær
henni þann hátíðlega léttleika sem er svo einkennandi fyrir Jónas.
Skáldið spinnur gull úr ull.
hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
óvina fjöld, þó hörðum dauða hóti.
„Frægðarhetjan góða“ minnir á „frjálsræðishetjurnar góðu“ í kvæðinu
„Ísland“ sem til varð nokkru fyrr. Jónas hefði verið liðtækur á auglýs-
ingastofu. Frægustu línur hans verða seint rifnar frá heilaberki þjóð-
arinnar og hafa lengi lifað sjálfstæðu lífi, líkt og bestu taklínur (tag lines)
auglýsingaheimsins. „Vísindin efla alla dáð“, „Höfum við gengið til
góðs?“, „Nú er hún Snorrabúð stekkur …“, „Bóndi er bústólpi …“
„Sá ég ei fyrr svo fagran jarðar gróða,
Jafnvel þótt í hlut eigi Jónas Hallgrímsson má það kallast nokkur bíræfni
að ætla sér að umorða frægustu setningu íslenskra bókmennta. „Fögur
er hlíðin …“ fær hér nýja mynd. Skáldið sleppir „hlíðinni“, enda nýbúið
að minnast á hana, og bætir mál hetjunnar með sinnar tíðar sýn: Fénað-
inn rekur Jónas úr eigin ljóðaheimi og beitir á síður Njálu:
fénaður dreifir sér um græna haga
Það er hins vegar eitthvað undarlega bogið við næstu línu. Kannski var
hún síðasta lína næturinnar. Eða sú fyrsta í þynnkunni daginn eftir:
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Skáldinu býðst að yrkja hana á annan veg: „við bleikan akur blikar rósin
rjóða“. En ef til vill hefur Jónasi ekki hugnast að bjóða aftur upp á tvenn
stuðlapör líkt og í níundu línu. Kannski er ástæðan fyrir „lasleika“ lín-
unnar sú að r-in renna illa saman á orðamótum og það í tvígang. „Akur-
rósin“ og „blikar-rjóða“. Slíkur stafruni hendir Jónas sjaldnar en önnur
skáld. Við skrifum hann á timburmennina.
En kannski er það líka rósamálið. Rósin var höfuðklisja rómantíkur-
innar og ekki var skáld með skáldum nema því tækist að planta því eðla