Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 32
32 TMM 2007 · 4
H a l l g r í m u r H e l g a s o n
lendar skáldafáks. Flestir þekkja úr eigin lífi hve örvandi áskorun frá
„yfirmanni“ getur virkað. Það stökk sem skáldið Jónas tekur með Gunn-
arshólma er best útskýrt með hvatningu amtmannsins. En fleira kemur
til og hér virðast margar glaðar tilviljanir koma heim og saman eins og
fyrr segir: Jónas var nýkominn heim eftir fimm ára Hafnardvöl og því
óvenju næmur á fegurð landsins og fullur af hugsjónakrafti. Hann hafði
nýlokið við að lesa Njálu og fyrr um sumarið sjálfur staðið á Gunnars-
hólma. Öllum þessum miklu hughrifum varð síðan að finna form við
hæfi.
Í bók sinni Jónas Hallgrímsson og Fjölnir frá 1980 bendir Vilhjálmur
Þ. Gíslason á skyldleika Gunnarshólma við ljóð eftir þýska skáldið
Adalbert von Chamisso (1781–1838). Kvæði hans um sjálfstæðisbaráttu
Grikkja, Deutsche Barden: Eine Fiktion, er einnig ort undir þríhendu og
virðist hafa verið okkar manni fyrirmynd að kvæðinu um Gunnar
Hámundarson og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Upphafslínurnar eru til
að mynda ekki ólíkar Gunnarshólma eins og Dick Ringler bendir á í bók
sinni um Jónas, Bard of Iceland, þótt þar sé ort um sólarupprás en ekki
-lag.
Es schimmerten in rötlich heller Pracht
Die schnee’gen Gipfel über mir, es lagen
Die Täler tief und fern in dunkler Nacht …
Enginn er eyland í listinni og öfugt við það sem síðar varð var saga
hennar á tíð Jónasar ein samhangandi keðja sem leiddi eitt að öðru;
menn tóku ófeimnir við loganum úr hendi kolleganna, lífs jafnt sem lið-
inna. Flest okkar ólust hinsvegar upp í þeirri barnatrú að Jónas hefði
vaknað einn daginn undir þríhendum hætti, sem Dante hafði fundið
upp 500 árum fyrr, og vippað fram Gunnarshólma í einhverskonar
slembilukku-snilldarkasti. Hér sjáum við jarðveginn sem blómið góða
sprettur úr. Gunnarshólmi á sér erlendar uppsprettur. Kvæði Chamissos
um Grikkland virðist vera sú teikning sem hann er smíðaður eftir.
Dick Ringler gælir reyndar við þá tilgátu að það hafi einmitt verið
Bjarni Thorarensen, vel heima í þýskum bókmenntum, sem hafi kynnt
Jónas fyrir þríhendum maraþonkvæðum Þjóðverjans sem ekki var
aðeins ljóðskáld heldur náttúrufræðingur að auki líkt og Jónas. Sé kenn-
ing Ringlers rétt verður áskorun amtmanns að ögrun sem „ungskáldið“
stenst auðvitað ekki.
Hvort Jónas hafi fullort kvæðið á einum sólarhring má efast um en þó
er honum trúandi til að hafa farið langt með það. Í bók sinni nefnir