Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 33
TMM 2007 · 4 33
H ó l m g a n g a J ó n a s a r
Ringler að heimildir séu fyrir því að tvö af kunnustu kvæðum sínum,
Veislukvæði til Gaimard og erfiljóðið um Bjarna Thorarensen, hafi
skáldið ort á nokkrum klukkustundum og fyrsta gerð af „Fjallinu
Skjaldbreið“ orðið til á hestbaki. Því má vel trúa sögunni um að Jónas
hafi sent Bjarna kvæðið daginn eftir fund þeirra. „Neminn“ var greini-
lega glaður með afraksturinn og vildi ólmur sýna „meistara“ sínum.
Kvæðið hefur þá væntanlega verið tilbúið að mestu þótt auðvitað hafi
skáldinu gefist nægur tími til lagfæringa, ef til vill samkvæmt ábend-
ingum eggjara síns. Kvæðið er sem fyrr segir prentað í Fjölni 1838 þar
sem höfundur fylgir því úr hlaði og kallar „smákvæði“ af frægustu upp-
gerðarhógværð Íslandssögunnar.
Í Gunnarshólma gengur því Jónas á hólm við allt og alla. Hann geng-
ur á hólm við höfuðskáld Íslands – „ég skal ekki valda honum vonbrigð-
um!“ – og hann gengur á hólm við höfuðskáld Þjóðverja – „ég get þetta
líka!“ Hann gengur einnig á hólm við frægustu senu íslenskrar bók-
menntasögu, við landið sjálft og þjóð sína – „hættið þessum helvítis
aumingjaskap!“ og síðast en ekki síst við sjálfan sig – „er ég alvöru skáld
eða ekki?“
Og líkt og væri hann Gunnar sjálfur fer Jónas með fjöldasigur af
hólmi.
Þar sem að áður akrar huldu völl,
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáin hamra tröll,
dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda;
Hér er komin fjórða besta lína sögunnar. „Dauft er í sveitum, hnípin
þjóð í vanda.“ Hvers vegna er þessi lína, sem er ekki einu sinni stuðluð,
svo sláandi, svo sterk, svo fögur? Hér er okkur næst að grípa til sér-
hljóðakenningar Helga Hálfdanarsonar. Hyggjum að því hve bragvél JH
velur hljóð sín vel: AU, E, EI U, Í I, Ó Í, A A. Hér er ekki verið að hjakka
á sömu sérhljóðunum heldur boðið upp á heilt hlaðborð af ólíkum
hljóðum.
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.