Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 36
36 TMM 2007 · 4
Guðmundur Sæmundsson
Megas Hallgrímsson
Og nú er ég hérna á mölinni í mestri nánd og firð
jú mér miðar sjálfsagt eitthvað og ég skal svara þér ef þú spyrð
og þegar svo allir eru komnir undir sæng og biðja þar bænirnar sínar
þá bíð ég hér í myrkrinu eftir að heyra þínar
Heilsaðu öllum heima
sem þú heldur að gangist við mér
barnatrúnni er ég fyrir löngu búinn að gleyma
en það bíður jú hver loks eftir sjálfum sér
Heilsaðu hverjum þeim heima
sem þar harkar aleinn af sér
barnatrúnni er ég að mestu búinn að gleyma
en þú bíður jú allavegana eftir mér
(Úr „Þú bíður (allavegana eftir mér)“, Megas 1991:238)1
Það mun víst óhætt að segja að íslenska þjóðin gangist nú orðið við syni
sínum, Jónasi Hallgrímssyni, þótt ekki hafi alltaf mátt tala hátt á torg-
um um sára fátækt hans, meinta óreglu, sjúkdóma og þunglyndi. Meist-
ari Megas hefur ekki náð sömu stöðu ennþá, enda ekki dauður, þó er
ýmislegt sem bendir til að kannski nái hann einhvern tíma sömu dýrð í
upphæðum almenningsálitsins og Jónas. Fyrir nokkrum árum var hann
til að mynda verðlaunaður á sjálfum afmælisdegi Jónasar, degi íslenskr-
ar tungu, fyrir kyngimagnað orðfæri sitt. Að vísu voru margir englar
með rauða skúfa í peysum hneykslaðir á þessu tiltæki og fundu Megasi
allt til foráttu í þessu nýja samhengi, hann kynni ekki að tala skýrt,
hann kynni ekki að syngja og hann sletti ensku í allar áttir við ólíkleg-
ustu tækifæri. Meistarinn kímdi og svaraði englunum blíðlega þegar
hann var að því spurður í útvarpinu sem þá var allra landsmanna en er
núna ohf. hvaða merkingu þessi verðlaun hefðu fyrir hann: „Böns af
monní, böns af monní!“
Mig langar til að skoða það hér hvort þessir tveir meistarar eigi ef til