Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 39
TMM 2007 · 4 39
M e g a s H a l l g r í m s s o n
Málnotkun Jónasar
Jónas Hallgrímsson var vanmetinn og jafnvel illa þokkaður af sumum,
samanber t.d. álit frænda hans, Einars H. Thorlacius: „Eftirmæli Jón-
asar Hallgrímssonar [eftir Bjarna Thorarensen] legg ég hér með yður til
gamans. Ekki líka mér sletturnar í þeim til margra af þeim óneitanlega
vitru og góðu mönnum á Reykjavíkur-samkomunni. Jónas þessi er
frændi minn, efni í skáld gott og í mörgu vel að sér, en ekki frír við grill-
ur og þverlyndi.“2 En væri hann á lífi tel ég að hann ætti að fá næstu
viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, ekki fyrir ljóðin sín eða fyrir
þann anda sjálfstæðis sem hann blés löndum sínum í brjóst – aðrir sjóð-
ir geta verðlaunað slík afrek. Nei, hann ætti að fá þessa viðurkenningu
ásamt „böns af monní“ fyrir afrek sín á sviði málfars og málræktar, fyrir
orðauðgi og nýyrðasmíð sína. Minnir þetta ekki á álit verðlaunanefnd-
arinnar þegar hún verðlaunaði Megas?
Megas semur lög, auk þess að semja texta. Hluti af málrækt Jónasar
var að leika sér með bragarhættina, endurvekja gamla bragarhætti,
breyta öðrum og endurskapa. Hann bjó jafnvel til nýja bragarhætti sem
er í rauninni það sama og að semja ný lög. Sköpunargáfa Jónasar á þessu
sviði var því í raun ekki svo langt frá sköpunargáfu Megasar. Það má vel
vera að einhverjir bragfræðingar telji það skjóta skökku við að ég sé að
gera bragfræði að viðfangsefni málvísinda annars vegar og tónlistarinn-
ar hins vegar. En ég er viss um að félagar mínir tveir sem fjallað hafa um
bragarhætti Jónasar að undanförnu, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og
Þórður Helgason, kunna því ekki illa að vera þar með orðnir að mál-
fræðingum og tónlistarmönnum.
Annað sem Jónas Hallgrímsson gerði fyrir íslenska tungu var að
beina athygli manna að fornri menningu og þar með fornu tungutaki og
orðmyndun. Sennilega hefur þetta verið meðvitað andóf Jónasar og
félaga hans gegn dönskunotkun íslenskra danskmenntaðra miðaldra
embættismanna á þessari tíð. Rétt eins og enskusinnar nútímans töldu
margir þessara menntamanna að íslenska hentaði illa í samskipti á háu
plani eða um málefni samtímans. Á móti þessum viðhorfum vildi hann
beina athygli manna að fegurð málsins og tilfinningum hvers sanns
Íslendings til þess:
Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;