Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 40
40 TMM 2007 · 4
G u ð m u n d u r S æ m u n d s s o n
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.
(Úr Ásta, Jónas Hallgrímsson 1989 I:166)
Eitt af því sem Megas er einna frægastur fyrir er meistaraleg og óvænt
samsetning og samröðun orða og orðhluta sem mönnum hefur ekki
áður dottið í hug að setja hlið við hlið. Hér eru nokkrar línur af þessu
tagi frá Megasi:
– Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld um daginn (Styrjaldarminni, 331 )
– og drottinn minn þessi dama hún er ekki hægt (Ungfrú Reykjavík, 328)
– Ég var á rölti einn um þessi illskulegu stræti (Einum of heví, 304)
– þú óskasteinn á lífs míns þyrnibraut (Það sem best er, 275)
– þokukennd ekkineind hertekur geð þitt (Heilræðavísur (2), 192)
Þetta er vissulega öðruvísi hjá Jónasi en þó sprottið af sömu snilld, sömu
meistarataktarnir:
– Hví svo þrúðgu þú þokuhlassi súldanorn um sveitir ekur? (Dalabóndinn í
óþurrknum, Jónas Hallgrímsson I:8)
– Fellur þá faldur inn fagurreifði hallur af höfði hafibornri mey (Begyndelsen
af Ossians Carricthura (En variation), I:10)
– Gelur nú gleði við glasmunna (Kvölddrykkjan, I:28)
– Hvur er sá er snörum hugaraugum skoðar lífsleiðir (Magnúsarkviða, I:148)
– Nautgæfa fóðurgrasið grær á leiði móður þinnar þjáðu (Hugnun, I:201)
Glettnislegur leikur að orðum og málhljóðum er ekki einkaréttur
Megasar. Jónas Hallgrímsson átti þetta líka til eins og sjá má í Skræl-
ingjaþingi – undirtitill: Einn diktur af Jökli Búasyni sem var fæddur í
Dofrahelli í Noregi og reisti til Grænlands. Þar segir m.a. (I:182):
Ána, kána,
ána, pána,
ána, sána! ég kominn er
allt upp á þingið,
eg bið að syngið,
eg bið að syngið þið með mér;
ána, kána,
ána, pána,
ána, sána! ég kominn er