Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 43
TMM 2007 · 4 43
M e g a s H a l l g r í m s s o n
Lokaorð
Líður að lokum spjalls. Ég kom í upphafi inn á meinta fjarlægð skáld-
anna tveggja frá þjóð sinni. Jónas sem fæddist 16. nóvember 1807 og lést
26. maí 1845 orðaði það m.a. þannig:
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.
(Úr Stökur (21. desemberm. 1844), I:223)
Og í útgáfu Megasar sem fæddist nærri nákvæmlega 100 árum eftir lát
Jónasar:
Enginn grætur Íslending
einan sér og dingalingaling
einan sér og öldauðan
Í Hvíta húsinu – hvar er hann Jón
Kennedí? æ ertu látinn
(Úr Hvíta húsið (fram og aftur blindgötuna))3
Víst er að þeir þrá báðir meiri nálægð, minni fjarlægð. En ekki endilega
vegna þess að þeir séu farnir svo langt frá þjóðinni, heldur finnst þeim
báðum þjóðin farin frá sér á einhvern hátt, rétt eins og Margréti Sverr-
isdóttur fannst frjálslyndi flokkurinn sinn farinn frá sér á vit álfakóngs-
ins Jóns Magg. Hvað um það, þeir trega horfna tíma, frægðartíma for-
tíðarinnar. Um það yrkir Jónas í sínu víðfræga kvæði, Ísland. Þar segir:
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvurt ár, börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá.
(Úr Ísland, I:63)
Megas kemur ekki alltaf beint framan að hlutunum. Hvað var hann til
dæmis að yrkja um þegar hann söng um sinn gamla sorrí Grána? Sumir
halda að hann hafi verið að yrkja um þreytuna í sinni eigin sál, aðrir að
hann hafi verið að kveðja gamlan jálk sem hann fékk að fara á bak í
sveitinni. Ég held að hann hafi verið að syngja um fósturjörðina og þetta