Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 49
TMM 2007 · 4 49
H n u p l
hann hafði mesta ágirnd á í Gljúfrasteini. Það var lítið mál. Karl-
arnir á fornsölunum þekktu vitaskuld til hans – óvíða er hlustað á
Rás eitt með jafnmikilli tryggð og á fornbókasölum borgarinnar.
Það var illa dulið stolt í þessum hefðbundna fornbókabravúr sem
mætir gestum fornbókabúðanna þegar Þráinn sveif inn í rykfalln-
ar kompurnar. Í einni versluninni var meira að segja lítil stelpa í
hlutastarfi sem stokkroðnaði iðulega og lét sig hverfa á bak við
hillu í hvert sinn sem Þráinn birtist. Hann var raunar heldur upp
með sér að æska landsins bæri slíka virðingu fyrir kennivaldi
hans.
Svo hann fór á nokkurra vikna fresti í Mosfellsdalinn og skipti
út bókum. Smaug yfir tálmana sem áttu að halda safngestum í
hæfilegri fjarlægð frá safngripunum, stakk í hillurnar snjáðum
fornbókabúðabókum, og í vasa hans hurfu snjáðar stórskáldsbæk-
ur. Munurinn var ósýnilegur hvað almenna safngesti varðaði, en
dýrgripasafn Þráins óx dag frá degi.
Engu að síður lagðist þetta þungt á hann. Sér í lagi í ljósi
umræðu undanfarinna ára um arfleið Laxness. Allir voru sam-
mála um að það væri níðingsverk að stela orðum skáldsins – og
þarna var hann kominn, stelandi eigum þess. Það myndi varla
þurfa margar greinar í fagtímaritum til að sanna sekt hans, ef
hann yrði gómaður með vasana fulla af þýskum öndvegisljóðum
og þýðingum á Íslandsklukkunni.
Sex mánuðum og fjörutíu og tveimur bókum síðar, gerðist það
sem hann hafði beðið eftir. Honum rann kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar þulurinn í sexfréttum útvarpsins tilkynnti þjóðinni
með miklum alvöruþunga að ránshendi hefði verið farið um
Gljúfrastein. Meðal þeirra hluta sem var saknað var málverk af
Erlendi í Unuhúsi, gleraugu skáldsins og persónulegir munir á
borð við sænska handbók um klukkuprjón.
Ha? Þráinn vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Málverk?
Gleraugu? Hvur djöfullinn var á seyði? Hann sperrti eyrun og
hlustaði á fréttina til enda.
Smám saman rann fréttin í samhengi fyrir eyrum hans. Ein-
hver hafði farið og svívirt heimili skáldsins – rutt sér inngöngu og
látið greipar sópa í hússins helgustu véum. Skilið eftir bera veggi
og tómlegt náttborð.