Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 51
TMM 2007 · 4 51
H n u p l
Og á meðan Þráinn sat og strauk heildarverkum Ibsens mjúk-
lega eftir kilinum (keyptum í Kaupmannahöfn 1920, samkvæmt
dagsetningunni á saurblaðinu) þá skildi hann að hann varð að
finna þennan mann. Komast að því hvort þar væri kominn and-
legur bróðir, eða bara skúrkur sem Þráinn gæti fært í hendur lög-
reglunni, sigri hrósandi. Hvort heldur sem væri þá var ávinning-
urinn umtalsverður. Ef þarna væri á ferð almennilegur maður –
maður sem Þráinn gæti talað við um djúpa skömmina sem fylgdi
þjófnuðunum og takmarkalausa gleðina sem fylgdi því að hand-
leika hlutina – þá væri það áhættunnar virði. Ef einungis væri um
að ræða spennufíkil á menntaskólaaldri, eða fjárþyrstan dópista,
tja, þá væri það ugglaust gott til frásagnar að menningarvitinn af
RÚV hefði gómað hann. Hann yrði þá orðinn sverð og skjöldur
íslenskrar menningar, ekki bara í óeiginlegri merkingu heldur líka
bókstaflegri. Tilhugsunin vermdi Þráni notalega að innan.
Hann ákvað að auglýsa að þáttur næstu viku yrði viðhafn-
arþáttur um skáldið.
Þjófurinn hlaut að leggja við hlustir. Sé maður nægilega hallur
undir Laxness til að stela Erlendinum hans, þá hlýtur hann
fjandakornið að opna fyrir útvarpið þegar einn af helstu menning-
arfrömuðum landsins tekur skáldið fyrir.
Hjarta hans barðist ákaft þegar hann las síðustu setningar þátt-
arins. „Og þá skulum við láta fullrætt um Nóbelsskáldið í bili. Í
næsta þætti munum við ræða um íslenskt handverk og ég var af
því tilefni beðinn um að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri
við hlustendur: „Halda allir vinir þínir að þú kunnir klukkuprjón,
en þú veist varla hvað það er? Leyndardómar klukkuprjónsins geta
lokist upp fyrir þér á einfaldan hátt. Hafið samband á hkl@nobels-
skaldid.net – hkl@nobelsskaldid.net, til að fá frekari upplýsingar.“
Hann hafði velt því lengi fyrir sér hvernig hann ætti að lokka
þjófinn til að gefa sig fram og hafði endað á þessari lausn. Vogun
vinnur, vogun tapar.
Lénið nobelsskaldid.net hafði hann keypt nokkrum árum áður,
en aldrei gert neitt við það. Ef einhver prjónandi kvendi færu að
skrifa honum, þá yrði því auðsvarað að námskeiðið hefði verið fellt
niður vegna dræmrar þátttöku. En kannski – bara kannski –
myndi félagi hans gefa sig fram.