Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 54
54 TMM 2007 · 4
A r n d í s Þ ó r a r i n s d ó t t i r
Þetta var augljóslega stórmenni, Þráinn sá það við nánari
umhugsun. Það var eitthvað epískt við þessa stöðu, eitthvað
útsmogið og stórbrotið. Enginn smáglæpamaður hefði hrundið
þessari atburðarás af stað. Og nú stóð það upp á Þráin að bregðast
við eins og hetju sæmir, að sjá til þess að fléttan leystist farsællega.
Í fyrsta sinn var Þráinn orðin aðalpersóna á leiksviði lífsins. Það
var eitthvað ljóðrænt við að Nóbelsskáldið hefði leitt hann á þessar
krossgötur.
En það var hvorki Shakespeare, Dostojevskí né Laxness sem
færði Þráni svarið. Það var gömul auglýsing sem rifjaðist upp fyrir
honum meðan hann bylti sér á sófanum. Slagorð sem hafði alltaf
farið í taugarnar á honum: Bæði betra.
Hann vildi halda gripunum, en jafnframt vildi hann að leitinni
að þeim yrði hætt. Hvað mælti á móti því að hann beitti sömu
aðferð hér og hann hafði notað við bókaöflunina? Eini munurinn
var sá að lengri tími leið á milli útskiptanna en í fyrri tilvikum.
Erlendur var klárlega verðmætastur af mununum – ef honum
yrði skilað, þá hlyti málið að verða látið niður falla. Var það
ekki?
Þráinn reis upp við dogg og tók ákvörðun. Hann gat ekki látið
munina frá sér og hann gat ekki heldur beðið þess alla ævi að öxin
félli. Hann stikaði einbeittur fram í stofu, safnaði saman góðgerð-
unum úr kassanum góða og faldi þær vandlega í geymslunni.
Teningunum var kastað – hann yrði nú að treysta á að allt færi
vel.
Á leiðinni upp úr kjallaranum staldraði hann við fyrir framan
spegil og sendi spegilmynd sinni geislandi bros. Kannski ætti
hann að bregða sér af bæ – það hafði verið frumsýning í Þjóðleik-
húsinu um kvöldið og ekki útilokað að ljósmyndararnir væru enn
í frumsýningargleðinni.
Þráinn vissi eins og aðrir menningarfrömuðir að til voru nokkuð
lunknir málverkafalsarar á Íslandi, en hætti samt ekki á að hafa
samband við þá. Það var einfaldara að fara til Kaupmannahafnar.
Fátækur listnemi og ljósmynd af Erlendi í miklum gæðum var allt
sem þurfti. Honum tókst meira að segja að sannfæra dagskrár-
stjórann um að þáttur frá Danmörku væri einmitt það sem þátta-