Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 55
TMM 2007 · 4 55
H n u p l
röðin hans þarfnaðist, svo hann þurfti ekki einu sinni að greiða
flugfarið sjálfur. Ljómandi.
Það hvarflaði greinilega aldrei að danska strákkjánanum að
manninum í hunangslita frakkanum væri nokkuð misjafnt í hug
þegar hann fór fram á að fá gerða eftirmynd af þessu gamla port-
retti. Og rúmri viku síðar stóðu tvær myndir af Erlendi í Unuhúsi
í stofu Þráins.
Það gekk bölvanlega að ná upprunalegu myndinni úr ramm-
anum. Kannski var það vegna þess að Þráni var allt annað en ljúft
að láta rammann af hendi, þó að hann skildi að það væri óhjá-
kvæmilegt. En maður varð að fórna minni hagsmunum fyrir
meiri. Það skildi Þráinn, eins og hann vissi að skáldið hafði líka
skilið. Ramminn varð að fara.
Á hlaðinu á Gljúfrasteini spennti Þráinn hinn nýja Erlend á bak
sér og brá sér svo í hunangslita frakkann yfir. Málverkið hindraði
hann lítillega í hreyfingum – sér í lagi var honum örðugt að beygja
sig í anddyrinu til þess að geta brugðið skóhlífunum á fætur sér, en
að öðru leyti lenti hann ekki í teljandi vandræðum.
Húsið virtist blessunarlega autt, og safnvörðurinn sá sóma sinn
í því að láta Þráin einan þegar hann var þess fullviss að skóhlíf-
arnar væru komnar á sinn stað.
Alltaf sömu skussarnir, þetta fólk.
Þráinn staldraði við í anddyrinu í nokkrar sekúndur til að
hlusta á Borgundarhólmsklukkuna frá Brekku, en lét sig svo svífa
upp þröngan stigann, ákafur að losna við byrðina.
Hann nam staðar í vinnustofu skáldsins, drakk í sig kunn-
uglega anganina, og virti fyrir sér umhverfi sem honum fannst
hann þekkja betur en sitt eigið. Hann sá hálfpartinn eftir því að
hafa ekki gripið með sér eina eða tvær bækur til þess að býtta, fyrst
hann var nú staddur þarna.
Hann var að losa um leðurfestinguna á brjósti sér þegar röddin
hljómaði.
„Varstu ekki ánægður með pakkann?“
Hann sveipaði frakkanum fast að sér og snarsneri sér við. Fyrir
framan hann stóð lagleg stúlka sem honum fannst hann hálfpart-
inn kannast við.
„Ha?“