Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 56
56 TMM 2007 · 4
A r n d í s Þ ó r a r i n s d ó t t i r
Hún þagði og starði dreymin á hann. Gaut öðru hvoru aug-
unum á auðan vegginn þar sem gamli Erlendur hafði hangið og
nýi Erlendur stefndi. Áköf ónotatilfinning greip Þráin.
„Þú talaðir aldrei við mig í búðinni,“ sagði hún lágt, eins og við
sjálfa sig, „en ég vissi að þú værir hrifinn af Kiljan. Þú keyptir svo
mikið af bókunum hans.“
Beltið hékk laust um brjóst hans og Þráinn fann hvernig Erlend-
ur skreið niður eftir bakinu á honum. Hann klemmdi armana að
síðum í von um að halda beltinu föstu augnablik enn.
„Og svo hittumst við niðri í bæ eftir að ég sendi þér kassann.
Eða ég fann þig niðri í bæ.“ Hún var ennþá svona undarlega fjar-
ræn til augnanna. „Og þú lést eins og þú þekktir mig ekki, en ég
vissi samt að þú gerðir það. Og þú virtist svo glaður. Miklu glaðari
en þú varst áður en ég sendi þér pakkann. Og ég varð svo glöð að
þú værir svona glaður.“ Hún brosti dauflega.
Tvær óljósar minningar í huga Þráins voru að tengjast. Minning
um stelpu í fornbókabúð sem roðnaði í hvert sinn sem hún sá
hann, og minning um kenderíið sem hann fór á daginn eftir að
hann tók ákvörðunina um að halda Erlendi. Og stelpuna sem hann
fór heim með þá um nóttina.
„Svo varstu farinn um morguninn. Þú drakkst ekki einu sinni
kaffi með mér. Þrátt fyrir … allt. Og ég fór allt í einu að efast um
að þú hefðir þekkt mig. Og ég fór að efast um að þú hefðir verð-
skuldað kassann.“
Enn seig Erlendur í á bakinu og stúlkan starði á hann með
áhyggjuhrukku milli augnanna. Þráni var orða vant. Það gat ekki
verið – hann neitaði að trúa því að það hefði verið stelpukrakki
sem stóð fyrir þessu. Að vinur hans og velgjörðarmaður væri …
væri stelpuskjáta með brókarsótt?
Þau störðu hvort á annað. Þráinn vissi að þetta var eitt af þess-
um lykilaugnablikum í lífinu. Eitt þeirra augnablika þar sem
gjörvöll framtíð manns veltur á því að maður segi nákvæmlega
það rétta í stöðunni.
En það var þvílík forsmán, þvílík óhæfa að þessi sífrandi kven-
snift hefði bæði svívirt heimili Nóbelsskáldsins og svo sest í sæti
örlagavalds í lífi Þráins, að hann heyrði eins og í draumi þegar