Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 60
60 TMM 2007 · 4
J ó n K a r l H e l g a s o n
haustið 1955. Blandast skáldið inn í æsilegan eltingarleik þeirra við dýr-
mætt Eddukvæðahandrit.8 Loks má nefna leikrit Ólafs Hauks Símonar-
sonar, Halldór í Hollywood, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í október
árið 2005. Þar var viðfangsefnið líf og skáldskapur Halldórs á árunum
1927 til 1929, einkum dvöl hans í Vesturheimi. Leikritið verðskuldar
töluverða athygli í hinni óskrifuðu lokaritgerð enda varpar það ekki
aðeins ljósi á það hvernig sögupersónan Halldór Laxness hefur verið að
þróast í íslenskum bókmenntum heldur með almennari hætti á það
hvernig einn texti æxlast af öðrum.
Halldór í Hollywood var reyndar hluti af skriðu margvíslegra verka um
ævi Halldórs sem birtust í kjölfar andláts hans árið 1998 og í tilefni af ald-
arafmæli hans fjórum árum síðar. Þeirra á meðal eru bækurnar Nærmynd
af Nóbelsskáldi sem Jón Hjaltason ritstýrði og gaf út árið 2000 (413 síður),
Halldór Laxness: Líf í skáldskap sem Ólafur Ragnarsson ritaði og gaf út
2002 (488 síður), barnabókin Skrýtnastur er maður sjálfur. Hver var Hall-
dór Laxness? sem Auður Jónsdóttir sendi frá sér árið 2002 (96 síður),
þriggja binda verk Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Halldór, Kiljan
og Laxness, sem út kom á árunum 2003 til 2005 (620+615+608 síður) og
rit Halldórs Guðmundssonar, Halldór Laxness. Ævisaga, sem út kom árið
2004 (824 síður). Flestar þessara bóka byggja að miklu leyti á skrifum og
ummælum Halldórs sjálfs um eigin ævi og eldri skrifum annarra höfunda
um sama efni. Þar skipta miklu bækur sænska fræðimannsins Peters
Hallberg, Den store vävaren og Skaldens hus, sem komu upphaflega út á
sænsku á sjötta áratug liðinnar aldar (383+611 síður). Sjálfur studdist
Hallberg í fyrra verkinu við óútgefna ævisögu Halldórs sem Stefán Ein-
arsson, kennari við John Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum, vann að á
þriðja og fjórða áratugnum í náinni samvinnu við skáldið.
Staða Halldórs í Hollywood í þessari röð rita er ögn óljós þar sem verk-
ið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu var sjálft skrifað upp úr eldra uppkasti.
Í blaðaviðtali sem tekið var í tilefni af frumsýningunni sagði Ólafur
Haukur að hugmyndin að baki leikritinu væri tuttugu til tuttugu og
fimm ára gömul, frá þeim tíma þegar hann starfaði sem leikhússtjóri
fyrir Alþýðuleikhúsið:
Það varð ekki barn í brók á þeim tíma, bæði vegna aðstæðna í leikhúsinu og einnig
vegna þess að mér fannst erfitt að ganga í þetta verk meðan Halldór var á lífi. Ég
hafði afskrifað þessa hugmynd að mestu og datt ekki í hug að nokkur myndi eftir
henni, en það reyndist nú vera kona hér í bæ sem rifjaði þetta upp þegar hún varð
þjóðleikhússtjóri. Hún bað mig að leita í skúffum hvort þar væru til einhverjar
leifar af þessu máli, sem reyndist nú vera, en ég sá að ég yrði að vinna þetta nánast
frá grunni. Þetta er því bæði nýtt og gamalt, aðallega nýtt samt.9