Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 63
TMM 2007 · 4 63
H a l l d ó r L a x n e s s í í s l e n s k u m s k á l d s k a p
fáguð“.17 Um leið setur hann þó söguna í enn nánara samband við dvöl
Halldórs í Ameríku því hann birtir brot úr bréfi frá Sveini lækni Björns-
syni sem Halldór dvaldi hjá í Árborg. Í bréfinu kemur fram að gamli
maðurinn sem Halldór ræddi við hafi verið fyrrum bóndi og fiskimaður
sem bjó í næsta húsi við þau læknishjónin. En samkvæmt vitnisburði
Sveins ber að efast um þá fullyrðingu Halldórs að hann hafi aldrei séð
viðmælanda sinn vegna myrkurs. Sveinn skrifar: „Náði Halldór í þenna
mann, og sat með honum lengi dags úti á svölum hússins okkar, og
ýmist spurði eða hlýddi á frásögnina. Um kvöldið og næstu nótt mun
Halldór svo hafa þurft að skrifa nokkuð, því söguna samdi hann þá og
notaði á samkomum sínum í N. Í.“18
Í Halldóri í Hollywood hófst senan „Lesið fyrir landa í Vesturheimi“ á
því að Halldór – eða öllu heldur Atli Rafn Sigurðarson leikari, sem fór
afar vel með hlutverk hans – ávarpaði áheyrendur á samkomu:
Kæru landar í Vesturheimi. Ég ætla að lesa fyrir ykkur sögu af manni sem seldi
ærnar sínar og kýrnar og hestana sína og tók sig upp af jörðinni sinni og flutti til
Ameríku – þar sem rúsínurnar vaxa og miklu ágætari framtíð beið vor og barna
vorra. Ég skráði söguna eftir manni hér í Vesturheimi fyrir skömmu.19
Þessar setningar byggja annars vegar á upplýsingunum úr blaðagrein
Halldórs frá 1928 eða formálanum að Fótataki manna frá 1954 og hins
vegar á upphafinu að „Nýa Íslandi“:
Leiðin liggur frá Gamla Íslandi til Nýa Íslands. Það er leið mannsins frá hinu
gamla til hins nýa í þeirri von að hið nýa taki fram hinu gamla. Þannig hefur
Torfi Torfason selt ærnar sínar og kýrnar sínar og hestana sína, tekið sig upp
af jörðinni sinni og farið til Ameríku – þángað sem rúsínurnar vaxa og miklu
ágætari framtíð bíður vor og barna vorra.20
Frá einum sjónarhóli má líta svo á að texti Ólafs Hauks sé það sem
áðurnefndur Gérard Genett hefur nefnt uppskafning með tilvísun til
meðferðar handritaskrifara á gömlum skinnhandritum.21 Nafn Torfa
Torfasonar er til dæmis skafið burt úr texta Halldórs Laxness og í stað
þess sett orðið „maður“, auk þess sem frásögnin er færð úr nútíð í þátíð
og stöku orð breytt („flutti til“ → „farið til“, „þángað sem“ → „þar sem“).
Frá öðrum sjónarhóli má líta svo á að Ólafur Haukur sé að sviðsetja
upprunalegri texta sögunnar, eins og hann kann að hafa hljómað þegar
Halldór flutti hann á samkomum Vestur-Íslendinga í septembermánuði
1927.