Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 75
TMM 2007 · 4 75
Langsóttir fuglar
Fældir upp af HP. Fangaðir af JSH.
Í valdagshysteríu vorið 1978
Jóhann S. Hannesson skólameistari og orðabókarhöfundur, skáld og
vísindamaður, held ég hafi verið mestur gáfumaður sem mér hefur
hingað til gefist að kynnast. Hann var djúpvitur, gjörhugall og allt það
sem maður getur grafið upp í orðabókum, en hann var líka ótrúlega
fyndinn, hlýr og vandaður. Sumt í kvæðum hans þykir mér með því fág-
aðasta sem ég þekki á íslenskri tungu, hef stundum haldið því fram að
ferhendan:
Ymur mér í eyrum haust.
Öspin, stolin hvísli sínu,
flytur ennþá auga mínu
erindi sitt blaðalaust.
sé einhver fullkomnasti texti sem til er á þessu máli (Slitur úr sjöorða-
bók, 1980). Það er a.m.k. fágætt að ferskeytla birti slíka mynd og svo
þjappaða.
Ég veit að heimspekileg ljóð Jóhanns voru oft lengi í smíðum, en ég
veit líka að hann var með hraðkvæðustu mönnum þegar svo bar undir.
Einhverju sinni kom ég þjáður af bakverk inn á kennarastofu í Hamra-
hlíð og dróst áfram við staf, samstarfsfólki mínu til mikillar skemmt-
unar. Jóhann horfði á mig og henti sér niður við borð, skrifaði á miða
sem hann hafði jafnan nærtæka:
Það versta við bilun í baki
er að bíða þess að manni hraki
meðan alheilbrigð svín
gera að óláni grín
sem er þyngra en tárunum taki.