Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 80
80 TMM 2007 · 4
Þórarinn Hjartarson
Sérstakar aðgerðir gegn
sósíalistum
Skrif Þórs Whitehead og Guðna Th. Jóhannessonar
Þór Whitehead um „öryggisþjónustuna“
Íslensk leyniþjónusta og hleranir á róttæklingum voru stóra bomban í sagn-
fræði ársins 2006. Fyrst kom fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar á Söguþingi
um efnið, þá grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmál um haustið og litlu
síðar bók Guðna Th., Óvinir ríkisins.
Í fyrirlestri Guðna Th. á Söguþingi hafði óþægilegt ljós beinst að innstu og myrk-
ustu herbergjum valdsins og fyrirsjáanlegt var að margt misjafnt yrði nú grafið
upp. Þá reis upp Þór Whitehead, kommúnismasagnfræðingur Íslands, og gekk
fram fyrir skjaldborg sinna manna. Í Þjóðmálagrein hans, „Smáríki og heimsbylt-
ingin. Öryggi Íslands á válegum tímum“, birtist nýtt efni um íslenska „öryggis-
þjónustu“ sem starfaði frá 1948 að skráningu og njósnum um íslenska sósíalista og
hafði náin tengsl við bandaríska sendiráðið og FBI (Þjóðmál 3/06, bls. 68–73).
Þór Whitehead birti grein sína eftir fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar í
maí, en athyglisvert er að hann styðst í greininni lítið við upplýsingar Guðna.
Hann styðst einkum við viðtöl við gamla kunningja úr Sjálfstæðisflokknum,
ýmist menn sem hafa staðið nærri þessum sögulegu atburðum sem trúnaðar-
menn flokksins (Ásgeir Pétursson), menn sem hafa starfað hjá NATO (Róbert
Trausti Árnason), hjá útlendingaeftirlitinu (Jóhann G. Jóhannsson) eða lög-
reglustjóraembættinu í Reykjavík (Bjarki Elíasson, Sævar Þ. Jóhannesson). Það
nægir honum alveg til að bregða dágóðu ljósi á „öryggisþjónustuna“. Af þessu
mætti ráða að greinarhöfundur hafi í stórum dráttum vitað þetta áður þótt
hann teldi ekki ástæðu til að fara með það á prent fyrr en nú.
Þór Whitehead útskýrir tilkomu „öryggisþjónustu“ í samhengi íslenskrar
stjórnmálasögu. Hann rennir sér yfir hita- og átakapunkta hennar ca. 1920–70.
Aðferð hans er vel kunn. Hann forðast eins og heitan eldinn að kalla stéttaátök
stéttaátök. Hann setur sig ekki úr færi að stilla kommúnistum og fasistum upp
saman sem „alræðissinnum“ og bræðrum. Þegar hann beinir kastljósi sögunn-
ar að íslenskum vinstri sósíalistum hefur hann alltaf samtímis annan ljósgeisla
á Stalín bónda í Kreml. Þegar róttækir sósíalistar sögðust vera að berjast um
laun, verkfallsrétt, þjóðaratkvæðagreiðslu og annað slíkt voru þeir fyrst og