Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 81
TMM 2007 · 4 81
S é r s t a k a r a ð g e r ð i r g e g n s ó s í a l i s t u m
fremst að reka erindi Stalíns og vera „fimmta herdeild“ í áformum hans gagn-
vart Vesturlöndum – og Íslandi sérstaklega.
Markmið Þórs með nefndri grein er að réttlæta sérstakar aðgerðir gegn sósíal-
istum svo sem vopnun lögreglu og persónusnjósnir. Af greininni að dæma voru
slíkar aðgerðir eðlilegar í ljósi ofbeldisdýrkunar meðal kommúnista og sósíalista
sem voru hættulegir öryggi borgaranna. Hann nefnir ýmis dæmi til vitnis um þá
hneigð; um æfingar kommúnista í vopnaburði, morðhótanir þeirra, jafnvel
vopnainnflutning. Í Lesbókargrein gegn Jóni Ólafssyni 20. janúar sl. áréttar
hann þetta: Í Varnarliði verkalýðsins komu kommúnistar sér upp „vopnaðri bylt-
ingarsveit“, segir hann, sem var „helmingi fjölmennari en Reykjavíkurlögreglan
og bjuggust skotvopnum á undan henni“. Gott væri ef Þór færði fram eina ein-
ustu heimild um slíkan vopnaburð. Það hefur hann ekki gert ennþá (og dugir
ekki að vísa í herská ummæli eins ungkommúnista árið 1924). En hann ber sig
illa fyrir hönd valdhafa sem höfðu ekki nógu öflugt skipulag eða búnað (lesist:
ekki næg vopn) til að tryggja vald sitt í nóvember 1932 þegar atvinnuleysingj-
arnir beittu hörðu (Þjóðmál, bls. 59–61) og hindruðu kauplækkun í stað þess að
snúa hinni kinninni að og taka glaðir við færri krónum fyrir þá litlu atvinnu sem
bauðst. Það er forvitnilegt að sjá sama viðhorf í orðum danska sendifulltrúans í
Reykjavík til forsætisráðherra síns, að átökin 9. nóvember hafi sýnt „at der i
virkeligheden ingen statsmagt er på Island“ (sjá Þorleifur Friðriksson, Við brún
nýs dags, bls. 272). Svona mundi ekki gerast í hervæddu Evrópuríki!
Óöryggið varð ekki minna 1946 og 1949. Vinstri sósíalistar beittu þá verka-
lýðshreyfingunni pólitískt, meðal annars með kröfunni um þjóðaratkvæði um
Keflavíkursamninginn og seinna um aðildina að NATO, og „veittust með
ofbeldi að Alþingi“ (Þjóðmál, bls. 68). Þessu var skiljanlega svarað: með per-
sónunjósnum, styrkingu lögreglunnar og svo stofnun „öryggisþjónustu“ árið
1950. NATO-aðildin 1949 nægði ekki til að sefa óttann en að sögn Þórs sefaðist
hann fljótt og vel við komu hersins 1951: „Endurkoma Bandaríkjahers leysti
um margt þann vanda sem stjórnvöld höfðu talið sig standa frammi fyrir í
öryggismálum landsins“ (Þjóðmál, bls. 74).
Við fyrstu sýn virðist nokkur hýstería vera í skrifum Þórs Whitehead, en
hann þarf líka að reka sögulegan hræðsluáróður í réttlætingarskyni fyrir sína
menn. Til að réttlæta persónunjósnir íslenskrar „öryggislögreglu“ leggur hann
höfuðáherslu á ofbeldishneigð meðal íslenskra sósíalista. Enda skín út úr
greininni að óöryggistilfinning valdhafa stafaði einkum af „innri hættu“, þótt
Þór nefni Rússahættu við og við. Miðað við fátæklegar heimildir um ofbeld-
ishneigðina tekst honum þetta allvel enda er hann vel skrifandi og áróðurs-
meistari á sinn hátt. Og heimildavinnu hans, sem er töluverð, ber að þakka.
Guðni Th. afhjúpar og útskýrir séraðgerðir gegn sósíalistum
Segja má að efni bókarinnar Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson sé
tvíþætt. Annars vegar eru afhjúpanir á mannréttindabrotum stjórnvalda gegn
andstæðingum sínum: símhleranir á árum kalda stríðsins, atvinnuofsóknir