Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 84
84 TMM 2007 · 4
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
„Gegn innlendum her!“ ein af fjórum aðalkröfum verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík (sjá Dagsbrún, 14. árg, afmælisrit 1956, bls. 5) og hersveitunum var aldrei
komið á fót.
Dæmin sem hér hafa verið tekin sýna að Guðni Th. Jóhannesson verður
síður en svo sakaður um stuðning við róttæklinga og herskáa verkalýðshreyf-
ingu, en rannsóknir hans eru mikilsvert framlag til stjórnmálasögu 20. aldar.
Alveg eftir bókinni
Það er ein grunnsetningin í marxískum fræðum að borgaralegt ríkiskerfi sé
ekki hlutlaust heldur sé það kúgunarvél, sérhönnuð til að tryggja stéttarhags-
muni með her sínum, lögreglu, leyniþjónustu með meiru, sem berar stéttareðli
sitt því skýrar sem alþýðan byltir sér meira. Ofangreindar heimildir renna
stoðum undir slíka greiningu íslenska ríkisvaldsins. Þær séraðgerðir gegn
sósíalistum sem hér sagði frá helguðust ekki af blindri Rússahræðslu þótt svo
mætti virðast á yfirborðinu, af því Rússagrýla var auðvitað notuð til hins ýtr-
asta. Aðgerðirnar helguðust ekki heldur af „undirlægjuhætti“ íslenskra hægri
manna gagnvart stórveldinu mikla í vestri. Íslenskir stjórnarherrar sem komu
á fót leyniþjónustu og vísi að ríkislögreglu, gengu síðan í NATO, báðu um
bandaríska hervernd, höfðu áform um þjóðvarðlið o.s.frv. voru ekki „leppar
Bandaríkjanna“, „þæg verkfæri“, eða „skósveinar“ svo notað sé orðfæri Einars
Olgeirssonar og félaga (t.d. Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 262, 264).
Þeir voru fyrst og fremst fulltrúar íslenskrar borgarastéttar sem vildu tryggja
eignir hennar og hagsmuni – stéttarlegt öryggi – gegn öflum sem gátu ógnað
þeim hagsmunum, og þau öfl voru innlend. Orðræða sósíalista um „und-
irlægjuháttinn“ markast meira af þjóðernislegum viðhorfum þeirra en marx-
ískum (undirlægjuháttur sem skiptimynt gegn herstöð árið 2003 er kannski
önnur umræða).
Til að tryggja „stéttarlegt öryggi“ leituðu íslensk stjórnvöld árin 1949 og
1951 liðveislu hjá öflugum bandamanni sem einmitt þá bauð sig ákaft fram til
slíkra verka og vildi stækka áhrifasvæði sitt. Hagsmunir íslenskrar og banda-
rískrar borgarastéttar fóru saman. Ég hygg reyndar að hin íslenska dæmisaga
sýni í hnotskurn stöðuna víða í Evrópu í upphafi kalda stríðsins. Sósíalistar og
róttæk verkalýðshreyfing höfðu styrkt sig afar mikið á stríðsárunum. Banda-
rísk leyniþjónusta kom þá víða við sögu í að kveða niður „innri hættu“ og vann
bak við tjöldin gegn áhrifum róttækra í verkalýðshreyfingunni í samvinnu við
stjórnvöld og innlenda leyniþjónustu, ýmis borgaraleg öfl og hægri krata. Og
hernaðaraðstoð var líka í boði ef annað dugði ekki.
Eftir miðja 20. öld þurftu íslenskir stjórnarherrar ekki að beita sósíalista og
andófsöfl jafnharkalegum meðulum og áður. Líklegasta skýringin á því er sú
að byltingarsinnaður sósíalismi missti hér flugið á 6. áratugnum og verkalýðs-
hreyfingin gat ekki á neinn hátt kallast herská eftir það.