Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 87
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 4 87
Handavinnukennslan var langmest í fyrstu árgöngunum. Lítið ber á henni
eftir 6. árgang, en í staðinn koma bókakynningar, jafnvel með stuttum
umsögnum ritstjórans.
Þó að Dvöl hafi verið tekið vel – „já, fram yfir allar vonir,“ eins og Torfhild-
ur segir í ritstjórnarpistli í upphafi annars árgangs 1902, gekk hún aldrei nógu
vel til að hægt væri að fjölga tölublöðum eða stækka þau. En ritstjórinn stend-
ur við orð sín að öðru leyti því í Dvöl er fjölbreytt efni, mataruppskriftir, eld-
húsráð, handavinnukennslan áðurnefnda (prjón, útsaumur, hekl, listmálun),
smásögur, dæmisögur og framhaldssögur. Skáldverk eru öll siðræns eðlis. Hún
fjallar líka um hænsnarækt og leiðbeinir fólki með að velja góða mjólkurkú,
svo einstaka dæmi séu nefnd. Sögur og húsráð eru ráðandi efni í seinustu
árgöngunum.
Sem ritstjóri finn ég til sterkrar samstöðu með Torfhildi og það snerti rit-
stjórataugina að lesa eftirfarandi játningu hennar í ritstjórapistli í 3. árgangi
Dvalar 1903:
Ýmsum geðjast ekki að Varnarræðu Sókratesar [sem var framhaldsefni í ritinu] en
aðrir æskja eftir henni, sumir vilja ekki hafa „ýmislegt“ þ.e. drauma fyrirburði og
þess konar, en aðrir biðja um það. Allflestum geðjast vel að „Áframhaldi af greininni
Kraftur viljans“. Samt eru þeir til sem hafa sagt blaðinu upp vegna hennar …
Þarna er í hnotskurn vandi ritstjóra fyrr og síðar, og eins og venja þeirra er
jafnan ætlar Torfhildur ekki að láta deigan síga, hún er ákveðin í að halda
áfram að hafa sittlítið af hverju við og við, segir hún, og vonar að engum leiðist
til lengdar! Seinna kvartar hún sérstaklega undan því hvað fólk sé veruleika-
firrt í smekk sínum. Hún segir í upphafi 5. árgangs 1905:
„Smalastúlkan á landamærunum“ […] endar ekki fyrri en um eða eftir miðju ársins,
og þótt hún að verðugleikum falli í almennings smekk, þá mun sumum þykja hún
miður heppilega valin, af því að söguhetjan fór á mis við þessa svo kölluðu jarðnesku
sælu, en þær eru nú í raun og veru náttúrulegustu sögurnar …
Þarna talaði Torfhildur beint frá eigin reynslu. Manninn missti hún eftir árs
hjónaband og þann sem hún girntist fékk hún ekki. En hún hélt Dvöl úti í 17
ár. Í lok 17. árgangs tilkynnir hún að nú sé komið að leiðarlokum og ber við
þverrandi kröftum. Hún dó svo árið eftir úr spönsku veikinni.
Það er erfitt að meta hugsanleg áhrif af þessari útgáfu Torfhildar, en ein-
hvern veginn er uppfræðarinn í mér sannfærður um að þau hafi haft sitt að
segja við að kippa (kven)þjóðinni upp á 20. öldina. Torfhildur var fjölmenntuð
kona, og þó að erfitt sé núna að ímynda sér að hægt sé að læra flóknar hann-
yrðir eins og ribsvefnað, blómstursaum, hringahekl, gimp, hedebosaum (sem
er „hæst móðins nú sem stendur“) og smyrnasaum af lítt myndskreyttum og
flóknum texta þá erum við hreinlega ekki dómbær á það í okkar myndaver-
öld.