Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 89
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 4 89
Sull í skarnskálum
skenkist þýsálum,
stýrir hug hálum
hroki að glapmálum.
Skarðverjar reiddust bragnum ákaflega, sem von var, og vildu gjalda líku líkt.
Völdu þeir til verksins bróður bónda, Sigvalda, sem fékk með sér tvo menn úr
nágrenninu. Enginn þeirra þriggja þótti sérstaklega hagmæltur og er talið að
skáldmæltir menn hafi ekki hætt sér út í þetta stríð. Sigvaldi varð sér úti um
bókina Mannasiði sem þá var nýkomin út, skráði kvæði þeirra félaga á saur-
blaðið, pakkaði bókinni inn og sendi Stefáni. Kvæðið hljóðaði svo:
Fögur láttu fæðast stef
fólkið hættu að níða:
þú skalt læra þetta kver,
því er mál að hlýða.
Enginn ljúga annan má,
illra það er siður;
þú sem sníkir aðra á
ókostanna smiður.
Að þér sæki amaský,
illsku klæddur hjúpi,
því að sál þín syndir í
svívirðinga djúpi.
Svo segir kunnugur maður, að Stefán hafi neglt Mannasiðabókina opna með
fjórum nöglum upp á stofuþil hjá sér og hafi þar blasað við áritað saurblaðið.
Litlu seinna komust á kreik „Mannasiðavísur“ Stefáns. Þær brjáluðust nokkuð
á ferðalagi milli manna en hér er sennilegasta útgáfan:
Mannasiða-Sigvaldi,
svei þér skriðni afglapi
glópsku kliðar glaumberi
Gunnukviðar afsprengi.
Handbók sendir hirðirinn
hræsni rennd á barma;
smáði lendasmyrillinn
smjúgðu í endaþarma.
Klerksins hátt þú hefur léð
heima fátt þig tefur;
huggast láttu, hlauptu með
hlaunagáttaþefur.