Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 91
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 4 91
hann vinnur á sjaldgæfan hátt úr reynslu sinni sem læknir. Verðlaunahand-
ritið kom út í bókinni Öskudagar (Uppheimar) sama dag og verðlaunin voru
veitt.
Haustbækur voru óvenjumargar, ekki síst í tengslum við Bókmenntahátíð.
Þangað komu nokkrir ungir evrópskir höfundar á uppleið, m.a. Daniel
Kehlmann, rétt þrítugur Þjóðverji sem átti næst mest seldu skáldsögu heimsins
í fyrra. Það verður erfitt fyrir hann að toppa það! Sagan, Mæling heimsins, kom
út hjá Bjarti í fínni þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Hún segir frá tveim-
ur þýskum hugsuðum á 19. öld, Alexander von Humboldt og Carl Friedrich
Gauss, lífi þeirra, íhugunum og uppgötvunum, í afar lifandi og skemmtilegri
frásögn.
Annar maður á fertugsaldri, Daninn Morten Ramsland, fylgdi hingað bók
sinni, Hundshaus. sem Kristín Eiríksdóttir þýddi (MM), bráðfjörugri ættar-
sögu með óvæntum snúningum. Sá þriðji á svipuðum aldri, Þjóðverjinn Robert
Löhr, kom með Skáktyrkjann (MM, Guðmundur Viðar Karlsson þýddi),
furðulega sögu um blekkingarleik austurrísks embættismanns á síðari hluta
18. aldar. Hann „finnur upp“ vél sem teflir skák, en í raun og veru geymir hann
skákmeistara inni í vélinni, dverginn Tibor. Það furðulegasta af öllu er að
sagan er í meginatriðum sönn; þó er Tibor sköpunarverk höfundar.
Sá fjórði á fertugaldri var Ítalinn Nicola Lecca með bókina Hótel Borg (Bjart-
ur, Paolo M. Turchi þýddi) sem gerist að hluta á Íslandi. Sá yngsti í hópnum,
Sasa Stanisic, fylgdi bókinni Hermaður gerir við grammófón (Veröld, Bjarni
Jónsson þýddi). Hann er frá Bosníu en flúði til Þýskalands í stríðinu á Balk-
anskaga. Bókin hans byggir á bernskuminningum hans og lýsir horfnum
heimi, þótt höfundurinn sé ekki orðinn þrítugur.
Stelpurnar á Bókmenntahátíð voru umtalsvert eldri en strákarnir. Nýjar
bækur eftir þær eru Ástin í lífi mínu eftir Cörlu Guelfenbein frá Chile (Bjartur,
Sigrún Eiríksdóttir þýddi), saga sem á rætur í borgarastríðinu í heimalandi
höfundar; Tveir húsvagnar eftir Marinu Lewycku (MM, Guðmundur Andri
Thorsson þýðir afar vel), áhrifamikil saga um farandverkamenn að austan í
Englandi – og átakanleg þótt yfirborðið sé gamansamt.
„Stóri“ gesturinn á Bókmenntahátíð var Nóbelsskáldið J.M. Coetzee. Í til-
efni af komu hans endurútgaf Bjartur þýðingu Rúnars Helga Vignissonar á
skáldsögunni Vansæmd.
Af íslenskum haustbókum er fyrst að nefna minningaskáldsögu Guttorms
Sigurðssonar, Á fleygiferð um eilífðina (Snotra). Hann byrjar frásögn sína þegar
hann ræður sig í frystihús á Seyðisfirði með Lassa vini sínum fyrir um það
bil þrjátíu árum. Þeir fara með snjóbíl á staðinn enda svo mikill snjór að öll
kennileiti eru horfin, en í vasanum er ungi maðurinn með sinn eigin leiðarvísi:
Ríki og byltingu eftir Lenín! Þetta er á róttæku árunum og höfundur og sögu-
hetja beitir óspart því sem hann kann á íhaldið á Seyðisfirði. Frásögnin af því
er fjörug og hressandi. En ekkert stendur í stað, og rauður þráður frásagn-
arinnar er hugmyndafræðileg þróun unga mannsins á næstu tveim árum frá
Lenín til austrænnar speki.